Morgunblaðið - 08.08.2019, Síða 19

Morgunblaðið - 08.08.2019, Síða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 2019 Sigurði bróðursyni mínum. Hann kom í heiminn á Fæðingarheimili Reykjavíkur einn fagran vordag. Foreldrarnir voru ungir og í þann veginn að ljúka sínu námi. Hann kom eins og sólargeisli inn í líf for- eldra minna. Fyrstu árin bjó hann á Hvammstanga þar sem foreldr- ar hans voru kennarar. Síðan sett- ist fjölskyldan að á Akureyri og þar hóf hann sína skólagöngu. Snemma kom í ljós að hann var fjölhæfur námsmaður. Hann lauk námi við Menntaskólann á Akur- eyri og síðan lá leiðin í Háskóla Ís- lands. Hann brautskráðist frá læknadeild Háskóla Íslands árið 1997. Síðar lauk hann sérfræði- námi í barnalækningum við Há- skólann í Bergen. Í tímans rás hefur lengst á milli endurfunda en þráðurinn hefur aldrei slitnað. Hann var einstak- lega vandaður maður. Guð blessi minningu Sigurðar og styrki alla ástvini hans. Þórir Hjálmarsson. Einhvern veginn er eins og ég hafi alltaf þekkt Sigga, eins og hann hafi alltaf verið til staðar, en vinátta okkar á sér upphaf í Gagn- fræðaskólanum á Akureyri rétt fyrir miðjan níunda áratuginn. Siggi var rólyndur og ljúfur og það fór yfirleitt ekki mikið fyrir honum, hann hafði góða kímni- gáfu og það var alltaf stutt í bros- ið. Hann var íhugull, forvitinn og opinn fyrir alls konar hug- myndum. Samræður okkar sner- ust því oft um tilgang lífsins, al- heiminn og allt hitt sem skiptir máli. Vinaböndin styrktust enn frek- ar í Leikklúbbnum Sögu, þar sem við tókum þátt í samnorræna leik- listarverkefninu Fenris árið 1985. Við höfðum báðir ungæðislegan áhuga á að láta reyna á mörk til- gangs og merkingar, og á fárán- leikanum þar fyrir handan. Á einni kvöldvöku Sögu tróðum við upp með atriði þar sem við döns- uðum vals í kringum kassa við undirleik franskrar raftónlistar af segulbandi. Eftir fáeina hringi skildi leiðir, ég dansaði áfram einn í kringum kassann, en Siggi steig upp á kassann og las stutta en átakanlega hörmungarfrétt frá nítjándu öld. Við létum áhorfend- um eftir að finna dýpri merkingu þessa gjörnings. Siggi var hjartahlýr og vildi öll- um vel. Honum var annt um að bæta heiminn og ekki síður sjálfan sig. Hann prófaði grænkeralífsstíl og bauð mér eitt sinn í mar- gréttaða máltíð án dýraafurða, sem var hetjuleg tilraun til að elda holla og fjölbreytta vegan-máltíð þegar slíkt var nánast óþekkt. Eftir að menntaskólanámi lauk fækkaði fundum okkar. Við hitt- umst af og til og héldum tengslum lengi vel, einkum með tölvupósti eftir að ég fór utan í framhalds- nám. Siggi hafði fengið mikinn áhuga á vísindaheimspeki, sér- staklega kenningum Karls Pop- per um vísindalega aðferð, og skiptumst við á löngum skeytum um þau efni. Einhvern tíma upp úr aldamótum misstum við þó sambandið hvor við annan. Fyrir fáeinum árum hittumst við á ný og endurnýjuðum kynnin, mér til mikillar ánægju. Siggi sagði mér frá starfi sínu við Heilsugæsluna Hlíðum í Reykjavík, sérfræðinám- inu sem hann var að bæta við sig og baráttu sinni fyrir vímuefna- forvörnum og valdeflingu for- eldra. Þar hafði hann unnið mikið og mikilvægt verk á skömmum tíma. Það fór ekki á milli mála að þetta var honum mikið hjartans mál. Hann minnti mig líka á sam- ræður okkar um Popper og vís- indaheimspeki og við tókum upp þann þráð eins og ekkert hefði í skorist. Í lok júní síðastliðinn hittumst við Siggi nokkuð óvænt og hann var skemmtilegur og einlægur eins og hann átti að sér. Ég hitti þá í fyrsta skipti dætur hans, þær Maríu og Lilju, og auðvitað reynd- ust þær vera fallegar og indælar eins og faðirinn. Ekki óraði mig fyrir því þá að þetta yrði síðasti fundur okkar Sigga. Siggi var góður vinur og góður drengur, einlægur, hjartahlýr og vel gerður. Hann er nú látinn langt um aldur fram, en hann mun vera áfram til staðar í mínu lífi, og lífi þeirra sem þekktu hann, í anda og í góðum orðstír sem deyr aldr- ei. Hugur minn er hjá fjölskyld- unni, ég votta henni mína dýpstu samúð. Garðar Á. Árnason.  Fleiri minningargreinar um Sigurð Magnason bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ GuðbergurÞorvaldsson fæddist í Reykjavík 3. júní 1956. Hann lést í Reykjavík 27. júlí 2019. Foreldrar Guð- bergs voru hjónin Þorvaldur Jóhann- esson, f. 22. janúar 1912 í Sælingsdals- tungu í Hvamms- sveit, Dalasýslu, d. 24. apríl 1976 í Reykjavík, og El- ísabet Benediktsdóttir, f. 31. jan- úar 1927 á Hömrum í Haukadal, Dalasýslu, d. 19. apríl 2002 í Reykjavík. Hálfsystkini Guðbergs, sam- feðra, eru: Jóhann Guðmundur Þorvaldsson, f. 19. júlí 1940 í Reykjavík, d. 23. mars 1999 á Víf- ilsstöðum, Erla Þorvaldsdóttir, f. 4. september 1942 í Reykjavík og Ingibjörg Þorvaldsdóttir, f. 17. nóvember 1951 í Reykjavík. Hálf- bróðir Guðbergs, sammæðra, er Benedikt Jónsson, f. 1. júlí 1951 í Reykjavík. Eftirlifandi eiginkona Guð- bergs er Nanna Arthúrsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 28. apríl 1949 í Reykjavík. Börn Nönnu eru: Arnþór Hreggviður Gunn- arsson, f. 17. júlí 1965 í Reykjavík, d. 26. október 2011 í Danmörku, Kristján Ófeigur Gunnarsson, f. 15. júlí 1967 í Reykjavík, Magni Gunnarsson, f. 26. febrúar 1969 í Reykjavík, Magnea Stefanía Gunnars- dóttir, f. 2. ágúst 1970 í Reykjavík, og Sigríður Nanna Gunnarsdóttir, f. 10. júní 1981 í Reykja- vík. Guðbergur ólst upp á heimili foreldra sinna í Reykjavík. Hann bjó með móður sinni eftir andlát föður síns árið 1976 og síðar fluttu þau til Sví- þjóðar, fyrst til ársdvalar árið 1980 og síðar til lengri tíma árið 1990. Hann lauk fil. kand.-prófi í þróunarfræði og alþjóða- samskiptum frá Gautaborgarhá- skóla. Á þeim tíma kynntist hann Nönnu, eftirlifandi konu sinni, og hófu þau búskap saman árið 1992. Eftir Svíþjóðarárin bjuggu þau hjón um skeið í Reykjavík og á Bíldudal þar sem Guðbergur starfaði sem atvinnufulltrúi og Nanna sem hjúkrunarfræðingur. Laust eftir síðustu aldamót flutt- ust þau hjónin til Danmerkur og bjuggu lengst af í Árósum og Horsens, en síðast í Østbirk. Útför Guðbergs fer fram frá Laugarneskirkju í dag, 8. ágúst 2019, og hefst klukkan 13. Líf mannlegt endar skjótt, orti séra Hallgrímur og sannlega átti það við um Guðberg bróður minn sem lést skyndilega í heimsókn til ættjarðarinnar frá Danmörku þar sem hann átti sitt heimili. Guðbergur, eða Gutti, eins og hann var ætíð kallaður af ættingj- um og vinum, fæddist í Reykjavík 3. júní 1956. Hann varð snemma snaggaralegur og skýr drengur og óx upp hjá foreldrum sínum sem bjuggu á ýmsum stöðum í Reykjavík. Við vorum hálfbræður og ólumst ekki upp saman til að byrja með og því hafði ég lítið af honum að segja fyrstu árin. Þegar ég fluttist á heimili móð- ur minnar var það á Framnesvegi 21 í Reykjavík. Það var gaman að eiga heima í Vesturbænum. Þar voru tækifæri til leikja og ævin- týra alls staðar. Þarna undum við bræður okkur vel. Gutti hóf nám sitt í Austurbæjarbarnaskólan- um, en stundaði einnig nám í Hér- aðsskólanum á Laugarvatni, Gagnfræðaskólanum á Akranesi og Menntaskólanum við Hamra- hlíð. Hann lauk svo fil. kand.-prófi í þróunarfræði og alþjóðasam- skiptum frá Gautaborgarháskóla. Það var honum og móður okkar mikið áfall þegar Þorvaldur, eiginmaður hennar og faðir Gutta, lést skyndilega á heimili þeirra 24. apríl 1976. Þau studdu hvort ann- að og héldu saman heimili allt þar til móðir okkar fór í íbúð hjá Ör- yrkjabandalaginu mörgum árum síðar. Gutti reyndist henni alla tíð mikil stoð og stytta. Þau mæðgin hleyptu heim- draganum árið 1980, fluttu til Sví- þjóðar og dvöldu þar í Stokkhólmi í rúmt ár. Tæpum áratug síðar endurtóku þau leikinn, en að þessu sinni fóru þau til Gauta- borgar og bjuggu þar í sex ár. Fljótlega eftir komuna til Gauta- borgar kynntist Gutti íslenskum hjúkrunarfræðinema, Nönnu Arthúrsdóttur, og tókst með þeim gott samband sem síðar leiddi til hjónabands og samvista allt upp frá því. Nanna átti fimm börn frá fyrra hjónabandi og var yngsta dóttir hennar, Sigríður Nanna Gunnarsdóttir, með henni í Gautaborg. Gutti reyndist henni ætíð vel, sem og öðrum afkom- endum Nönnu. Þá reyndist Nanna móður okkar afar vel alla tíð og hlúði að henni af kunnáttu og natni. Öll fluttu þau heim til Íslands árið 1996. Síðar fluttu Gutti og Nanna til Bíldudals þar sem hann starfaði um skeið sem atvinnu- fulltrúi og Nanna sem hjúkrunar- fræðingur. Skömmu eftir alda- mótin fluttu þau aftur til Reykjavíkur og síðan til Dan- merkur, þar sem þau áttu lengst af heima í Árósum og Horsens, en síðast í Østbirk, skammt utan við Horsens. Gutti var skýr og skemmtileg- ur, vinmargur og vinafastur. Hann átti traustan vinahóp. Hann var ættrækinn í besta lagi og gerði sér far um að fylgjast með ættmennum sínum, þrátt fyrir áralanga búsetu erlendis. Hann fylgdist vel með þjóðmálum, bæði í Danmörku og ekki síður heima á Íslandi. Hann var einarður í skoð- unum og hélt vel á rökum í um- ræðum. Hjarta hans sló ætið vinstra megin, fram til hinstu stundar. Að leiðarlokum þakka ég elsku- legum bróður mínum fyrir sam- fylgdina og vináttuna. Samvistir okkar hafa að sönnu verið slitr- óttar, eins og fram kemur hér að ofan, en þrátt fyrir fjarlægð náð- um við að rækta með okkur sterkt bróðurþel. Benedikt Jónsson. Guðbergur Þorvaldsson að í neðra væru mun glæsilegri golfvellir, bara engar golfkylfur og kúlur. Við kistulagningu datt okkur í hug að lauma kylfu og kúl- um með til öryggis, en við vorum nokkuð viss að þess væri ekki þörf, annars verður pabbi bara að fyrirgefa okkur. Ronni pabbi var giftur Sif móð- ur okkar Bjarna í 20 ár, gekk hann Bjarna sammæðra bróður mínum ungum í föðurstað og ól okkur upp jafnt sem sína eigin, enda pabbi og Bjarni alla tíð mjög nánir. Pabbi eignaðist átta börn að Bjarna meðtöldum, sjö úr þremur hjóna- böndum og eina dóttur áður en hann giftist fyrsta sinni. Afabörn- in eru ótalmörg, langafabörnin nokkur og eitt langalangafabarn, þannig að hann er ríkur af afkom- endum. Börnum okkar Guðbjarg- ar þótti mikið vænt um afa sinn og var sú væntumþykja gagnkvæm. Við pabbi áttum margar góðar stundir saman og hugsaði hann vel um mig í æsku, ekki síst þegar Sif mamma þurfti að dvelja lang- tímum saman erlendis þegar Hjördís amma gekk undir erfiðar hjartaaðgerðir. Eftir lifir minning fyllt hlýju og söknuði. Far vel, elsku pabbi minn, og takk fyrir allt. Ólafur í Hvarfi Ragnarsson. Nú ertu farinn, elsku afi, þú skilur eftir ótal góðar minningar sem hlýja okkur. Fyrstu minning- arnar um þig eru þegar þú tókst á móti okkur á skrifstofu þinni vel til hafður eins og þú varst alltaf, en þar tókum við sérstaklega eftir verðlaunagripum úr golfinu sem gáfu skrifstofunni sterkan svip. Það var ætíð gott að koma í heimsókn á heimili ykkar Önnu þar sem kærleiksríkar móttökur biðu okkar. Þú varst alltaf til í að tala við okkur um morgunæfing- arnar þínar og hvernig þær hefðu góð áhrif á þig. Golfið var líka ávallt ofarlega í huga og rökræður um enska fótboltann líflegar. Sterkustu minningarnar í gegnum árin eru þó jólaboðin þar sem þú sameinaðir fjölskylduna á heimili þínu. Dýrmætt er að þú hafir átt mörg áramót með okkur í seinni tíð, þar sem var spilað og talað saman. Minnið hjá þér var gott þrátt fyrir aldur og þú sýndir snilli þína í spurningaspilum og varst farinn að svara fyrir hin liðin ef þér fannst þau sein til svars, við misgóðar undirtektir hjá þínu liði. Alltaf þótti þér gaman í gleðskap þar sem sungið var og dansað og skemmtileg minning er að fyrir aðeins nokkrum árum varstu með okkur unga fólkinu langt fram á nótt í útskriftarpartíi. Ánægjulegt er líka hvað þú sýndir barna- barnabörnunum mikinn áhuga þó að heilsunni væri farið að hraka, dreifstu þig á fætur til að vera með þeim. Þú hafðir á orði að þar færu fríðustu börn sem þú hafir augum litið og höfðum við gaman af þegar þú bættir við að þau væru lík lang- afa sínum. Megi minningin um heiðarleg- an og elskulegan mann lifa. Afi vertu sæll, vertu sæll afi minn en aðeins í þetta sinn. Þú munt standa yfir okkur vörð öllum þeim sem þú unnir hér á jörð. (Þursi) Guðlaugur, Sif og Sóldís. Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram- kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Jón G. Bjarnason, umsjón útfara Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR BJÖRNSDÓTTIR frá Bólstaðarhlíð, dvalarheimilinu Hraunbúðum, Vestmannaeyjum, lést að morgni þriðjudagsins 30. júlí. Útförin fer fram frá Landakirkju laugardaginn 10. ágúst klukkan 14. Elías Björn Angantýsson og fjölskylda Edda Angantýsdóttir og fjölskylda Okkar innilegustu þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför GUÐLAUGAR ERLU PÉTURSDÓTTUR Laugu Grundarfirði. Minning hennar lifir í okkur og í náttúru landsins. Ólafur Guðmundsson Brynhildur Ólafsdóttir Róbert Marshall Þórhildur Ólafsdóttir Sveinn H. Guðmarsson Þorgerður, Lára, Ólafur, Sigurþór og Eyvindur Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför GUÐRÚNAR BENEDIKTSDÓTTUR frá Hólmavík. Ólafur Reykdal Guðrún Björk Reykdal Sigurður Sigurðsson Sigrún Edda Reykdal Þórarinn, Auðunn, Alexander og Sara Xiao Ástkær mamma okkar, tengdamamma, amma, langamma, RAGNHEIÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Ragna, hjúkrunarheimilinu Hömrum, Mosfellsbæ, lést á heimili sínu föstudaginn 2. ágúst. Útförin fer fram í Fossvogskirkju mánudaginn 12. ágúst klukkan 15. Fyrir hönd þeirra sem elskuðu hana, Karl F. Karlsson Sigríður Jóhannsdóttir Lilja Britta Karlsdóttir Kristine Erla Olson Eva Karlsdóttir Ellert A. Ingimundarson Agnes Kristjónsdóttir Ragnheiður Kristjónsdóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR ÁMUNDASON bifreiðastjóri lést á Vífilsstöðum sunnudaginn 4. ágúst. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju mánudaginn 19. ágúst klukkan 13. Ólafía Margrét Ólafsdóttir Ólafur Guðmundsson Kristín Sigfúsdóttir Edda Sigríður Sigurbjarnad. Kristín Guðmundsdóttir Sigurður Björn Guðmundsson Ámundi Guðmundsson Inga Birna Björnsdóttir Bergþóra Njála Guðmundsd. Örn Baldursson Hjalti Guðmundsson Helga Áslaug Þorleifsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.