Morgunblaðið - 08.08.2019, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.08.2019, Blaðsíða 24
24 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 2019 EM U17 kvenna B-deild á Ítalíu: A1-riðill: Tékkland – Ísland................................. 24:26 Tyrkland – Ísrael.................................. 20:22  Ísland 6, Tékkland 4, Ísrael 4, Tyrkland 2, Kósóvó 0.  Í lokaumferðinni í dag leikur Ísland við Kósóvó og Tékkland við Tyrkland. Tvö efstu liðin komast í undanúrslit. HM U19 karla Leikið í Norður-Makedóníu: D-riðill: Túnis – Þýskaland ................................ 15:36 Brasilía – Ísland.................................... 26:30 Portúgal – Serbía ................................. 22:21  Ísland 4, Portúgal 4, Serbía 2, Þýskaland 2, Brasilía 0, Túnis 0.  Ísland mætir Portúgal í þriðju umferð í fyrramálið.  EM karla 2021 Forkeppni, H-riðill: Portúgal – Ísland.................................. 80:79 Staðan: Sviss 1 1 0 77:72 2 Portúgal 2 1 1 152:156 2 Ísland 1 0 1 79:80 0 E-riðill: Hvíta-Rússland – Danmörk ................ 78:81 F-riðill: Kýpur – Rúmenía ................................. 70:85 G-riðill: Kósóvó – Bretland................................ 63:71 EM U20 kvenna B-deild í Kósóvó: Keppni um sæti 9-12: Grikkland – Ísland................................ 55:67  Ísland mætir Kósóvó á morgun og Úkra- ínu á sunnudaginn.  Progastro | Ögurhvarfi 2, Kópavogi | Sími 540 3550 progastro.is | Opið alla virka daga kl. 9–17. JAPANSKIR HNÍFAR Allt fyrir eldhúsið Hágæða hnífar og töskur Allir velkomnir Einstaklingar og fyrirtæki Vefverslunokkarprogastro.iser alltaf opin! Í SARAJEVO Andri Yrkill Valsson yrkill@mbl.is Íslandsmeistarar Breiðabliks áttu ekki í miklum vandræðum í fyrsta leik sínum í undanriðli Meist- aradeildar kvenna í knattspyrnu í gær, en leikið er í Sarajevó í Bosníu. Fyrsti andstæðingurinn var ASA Tel Aviv, meistaraliðið frá Ísrael, og unnu Blikar nokkuð þægilegan 4:1 sigur. Mörkin hefðu þó hæglega get- að verið fleiri miðað við færin sem gáfust. Óhætt er þó að segja að riðla- keppnin hefði vart getað byrjað bet- ur. Blikar komust yfir strax á fjórðu mínútu leiksins með skalla Alex- öndru Jóhannsdóttur, en liðið byrjaði leikinn af miklum krafti og virtist getumunurinn á liðunum í upphafi leiks vera ansi mikill. Ísraelska liðið náði þó að bíta frá sér, en Blikar voru 2:0 yfir í hálfleik eftir að Agla María Albertsdóttir bætti við marki. Hún var svo aftur á ferðinni úr vítaspyrnu í síðari hálfleik og lagði einnig upp mark fyrir Hildi Þóru Hákonardótt- ur. Blikarnir voru þó heppnir líka og boltinn small bæði í stöng og slá á marki þeirra, en annars var hættan lítil frá andstæðingunum. Að fá á sig klaufamark í lokin eftir lélega hreins- un skyggir þó svolítið á, en kemur vonandi ekki að sök þegar yfir lýkur. Jákvæðustu fréttirnar fyrir Blika er hversu vel liðið höndlaði hitann, sem var rúmlega 30 gráður þegar mest lét og vindkælingin nánast eng- in. Fyrir fram var mesta hættan talin vera að liðið myndi fljótt missa mikla orku í hitanum, en það var ekki að sjá nema kannski undir lokin. Nú er búið að fá smjörþefinn af aðstæðum og því hægt að undirbúa sig enn betur fyrir aðstæður í hinum tveimur leikj- unum. Synd að skora ekki fleiri Það var augljóst að Breiðablik er töluvert betra lið en ísraelska meist- araliðið. Bæði var hlaupagetan mun meiri hjá Blikum og mjög greinilegt að andstæðingnum leið ekki vel að fara í líkamleg návígi. Þá er gott að hafa leikmenn eins og Hildi Antons- dóttur og Selmu Sól Magnúsdóttur að djöflast á miðjunni. Agla María skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í leiknum, en auk þess var Karólína Lea Vilhjálmsdóttir frábær í sóknarleik Breiðabliks. Vinnusemi hennar úti hægra megin var til fyrirmyndar og hún var að dæla boltunum inn í teiginn, sem meðal annars skilaði fyrsta markinu. Berglind Björg Þorvaldsdóttir veit svo að hún hefði átt að nýta færin sem Karólína lagði upp fyrir hana. Sérstaklega gegn jafn slökum mark- verði og í gær. Það er algjör synd að Blikarnir skyldu ekki skora fleiri á hana. Næsti leikur er á laugardag gegn Dragon, meistaraliði Norður- Makedóníu, sem tapaði 5:0 fyrir heimaliði Sarajevo í hinum leik riðils- ins í gær. Miðað við það sem maður sá í þeim leik er stórslys ef Blikar vinna ekki öruggan sigur, helst stærri en Sarajavo gerði upp á markatöluna, á meðan ísraelska liðið gæti alveg strítt því bosníska. Hvernig sem fer þá er ljóst að loka- leikurinn gegn heimakonum á þriðjudag mun ráða úrslitum um hvort liðið fer í 32ja liða úrslit. Blikar stóðust fyrsta prófið vel í hitanum  Ísraelsku meistararnir lítil fyrirstaða  Synd að hafa ekki skorað fleiri mörk Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Öflug Landsliðskonan Agla María Albertsdóttir skoraði tvö af fjórum mörk- um Breiðabliks gegn ísraelsku meisturunum í Sarajevo í gær. 1:0 Alexandra Jóhannsdóttir 4. 2:0 Agla María Albertsdóttir 25. 3:0 Hildur Þóra Hákonard. 60. 4:0 Agla María Albertsdóttir 66. 4:1 Shira Elinav 69. I Gul spjöldHadas Morin (ASA). Breiðablik: (4-3-3) Mark: Sonný Lára Þráinsdóttir. Vörn: Ásta Eir Árnadóttir, Hildur Þóra Há- BREIÐABLIK – ASA TEL AVIV 4:1 konardóttir, Heiðdís Lillýjardóttir, Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir. Miðja: Hildur Antonsdóttir, Selma Sól Magnúsdóttir, Alexandra Jó- hannsdóttir (Isabella Eva Aradóttir 76). Sókn: Karólína Lea Vilhjálms- dóttir, Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Þórhildur Þórhallsdóttir 67), Agla María Albertsdóttir (Esther Rós Arnarsdóttir 85). Dómari: Marina Visnjic, Serbíu. Áhorfendur: 35. GOLF Íslandsmótið í golfi hefst í Grafarholti í dag þar sem leikinn verður fyrsti hringur af fjórum. KNATTSPYRNA Úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max-deildin: Nettóvöllur: Keflavík – Selfoss ........... 19.15 1. deild kvenna, Inkasso-deildin: Hertz-völlur: ÍR – Afturelding............ 19.15 Sauðárkrókur: Tindastóll – Þróttur R 19.15 Extra-völlur: Fjölnir – FH .................. 19.15 Ásvellir: Haukar – Augnablik ............. 19.15 2. deild kvenna: Fjarðab.höll: FHL – Völsungur.......... 19.45 2. deild karla: Dalvík: Dalvík/Reynir – Tindastóll..... 19.15 Nesfiskvöllur: Víðir – Selfoss .............. 19.15 Í KVÖLD! Íslensku strákarnir í U19 ára landsliðinu í handknatt- leik eru efstir í sínum riðli eftir tvær umferðir á heimsmeistaramótinu í Norður-Makedóníu eftir sigur á Brasilíumönnum í gær. 30:26. Staðan í hálfleik var 18:15, íslenska liðinu í hag, og það náði fljótlega fimm marka forystu í seinni hálfleik sem það hélt að mestu til enda. Mörk Íslands: Arnór Snær Óskarsson 6, Dagur Gautason 5, Haukur Þrastarson 5, Guðjón Baldur Óm- arsson 4, Stiven Tobar Valencia 3, Jón Bald Freysson 2, Tjörvi Týr Gíslason 2, Tumi Steinn Rúnarsson 1, Einar Örn Sindrason 1, Eiríkur Guðni Þórarinsson 1. Sigurður Dan Óskarsson varði 12 skot í leiknum og Svavar Ingi Sig- mundsson varði 1 skot. Þýskaland burstaði Túnis, 36:15, og Portúgal vann Serbíu 22:21 í hörkuleik. Ísland og Portúgal eru með 4 stig, Þýskaland og Serbía 2 stig en Brasilía og Túnis eru án stiga. Frídagur er í dag en íslensku strák- arnir mæta Portúgal í þriðju umferðinni í fyrramálið. vs@mbl.is Efstir eftir tvær umferðir Arnór Snær Óskarsson Íslenska U20 ára landslið kvenna í körfubolta vann sinn fyrsta sigur í B-deild Evrópumótsins í Kósóvó í gær er liðið lagði Grikkland, 67:55. Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann en Ísland vann síðasta leikhlutann 17:8. Dagbjört Dögg Karlsdóttir skoraði 22 stig og var stigahæst. Þóranna Hodge-Carr kom þar á eftir með 12 stig. Ís- lenska liðið tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum á mótinu og leikur því um 9.-12. sæti þar sem það á eft- ir að mæta Kósóvó og Úkraínu. Stúlkurnar lögðu Grikki Ljósmynd/FIBA Stigahæst Dagbjört Dögg Karls- dóttir skoraði 22 stig í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.