Morgunblaðið - 08.08.2019, Blaðsíða 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 2019
Fagleg og persónuleg húsfélagaþjónusta
Eignarekstur leggur áherslu á að einfalda
og hagræða málin fyrir húsfélög
Traust - Samstaða - Hagkvæmni
eignarekstur@eignarekstur.is • www.eignarekstur.is • Sími 566 5005
Ráðgjöf
Veitum faglega ráðgjöf
til húsfélaga
Bókhald
Höfum umsjón með
bókhaldi fyrir húsfélög
Þjónusta
Veitum persónulega þjónustu
sem er sérsniðin að hverju
og einu húsfélagi
Ragnheiður Birgisdóttir
ragnheidurb@mbl.is
„Ég bíð spenntur eftir að koma heim
og fá að halda á bókinni. Þá mun
þetta allt verða raunverulegra,“ sagði
rithöfundurinn Gunnar Theodór
Eggertsson um nýja skáldsögu sína
Sláturtíð þegar blaðamaður Morg-
unblaðsins náði tali af honum. Hann
hefur verið búsettur í Svíþjóð ásamt
fjölskyldu sinni síðastliðið ár en snýr
aftur heim um
næstu helgi.
Gunnar hefur
skrifað vinsælar
barna- og ung-
mennabækur og
hlaut Íslensku
barnabókaverð-
launin árið 2008
fyrir bókina
Steindýrin og
framhald af þeirri
bók, Steinskrípin, kom út fjórum ár-
um síðar. Hann var tilnefndur til
Barnabókaverðlaunanna fyrir
Drauga-Dísu, fyrstu skáldsöguna í
þríleik um hina rammgöldróttu Dísu.
Önnur bókin, Galdra-Dísa, kom út ár-
ið 2017. „Ég byrjaði að vinna á frí-
stundaheimili og fór að segja sögur
þar og fór svolítið óvænt út í það að
skrifa fyrir börn og unglinga. Mig
hefur alltaf langað til að skrifa fyrir
fullorðna en ég hef átt svolítið erfitt
með að finna rétta efnið.“ Það virðist
hafa tekist með ágætum enda skáld-
saga komin út.
Samhliða doktorsnámi
„Ég fór að velta fyrir mér sam-
bandi okkar mannanna við dýrin á
gagnrýninn hátt og að lokum gerði ég
það að sérsviði í doktorsverkefni
mínu.“ Gunnar lauk doktorsprófi í al-
mennum bókmenntum árið 2016. „Þá
byrjaði þessi saga að verða til. Ég las
svo mikið af spennandi efni sem ekki
var pláss fyrir í doktorsritgerðinni.
Ég var að meðtaka svo mikið af nýj-
um pælingum sem ég vissi ekki alveg
hvernig ég ætti að melta eða hvað ég
ætti að gera við. Þá byrjaði aktívist-
inn Sólveig, sem er ein aðalpersónan í
bókinni, að verða til.“ Þannig kvikn-
aði hugmyndin að efni bókarinnar
sem fjallar um íslenskan aktívista,
sem hafði látið að sér kveða áður fyrr
en hefur fallið í gleymsku, og hug-
myndir manns sem fer að leita að
henni. „Þetta byrjaði að kvikna sam-
hliða doktorsnáminu sem hálfgerð
geymsla fyrir allt sem rataði ekki inni
í ritgerðina,“ segir Gunnar.
„Ég hef alltaf haft gaman af dýrum
og áhuga á dýrum, það sést í barna-
bókunum mínum. Dýr leika oft stórt
hlutverk þar, sérstaklega í fyrstu
bókinni, Steindýrunum.“ Gunnar seg-
ist lengi hafa haft áhuga á dýravernd
og segir það mega rekja til þess þeg-
ar Greenpeace kom hingað til lands
árið 2003 til þess að mótmæla hval-
veiðum sem þá voru að hefjast að
nýju. „Ég var mjög forvitinn að kynn-
ast því fólki og heyra hugmyndir þess
um verndun hvala. Svo fylgdist ég
með þegar fólk kom niður á Reykja-
víkurhöfn til þess að mótmæla Green-
peace með því að grilla hrefnukjöt.
Þá komu Greenpeace-liðar út og var
mjög annt um að koma vel fram og
vera ekki álitnir ofstækismenn,“ seg-
ir Gunnar og lýsir því að liðsmenn
Greenpeace hafi brugðið á það ráð að
taka þátt í grillinu og grilla kálfakjöt
við hlið þeirra sem grilluðu hrefnu-
kjöt.
Dýrasiðfræði og menning
„Það stuðaði mig rosalega og ég fór
í mikla sjálfsskoðun upp frá því. Ég
fór að velta því fyrir mér af hverju
þetta stuðaði mig. Ég borðaði sjálfur
kjöt, t.d. nautakjöt.“ Honum fannst
hins vegar óþægilegt tilhugsun að
borða kálfa og fór að velta því fyrir
sér af hverju honum þætti ekki
óþægilegt að borða annað kjöt. Hann
segir að um leið og maður fari að
velta fyrir sér sambandi manna og
dýra sé erfitt að hætta og spurning-
arnar margfaldist. „Ég hef verið hel-
tekinn af þessu síðan,“ segir rithöf-
undurinn.
„Upp frá því fór ég að lesa dýrasið-
fræði og var mikið að pæla í sam-
bandi dýrasiðfræðinnar við menn-
inguna, hvernig menningin mótar
hugmyndir okkar um dýr. Það hefur
heillað mig.“
„Eiginlega brjálæðislegt“
Skáldsagan Sláturtíð kemur út á
tímum þar sem miklar breytingar
hafa orðið í samfélaginu á viðhorfi
manna til dýra og réttinda þeirra.
„Það hefur verið rosaleg uppsveifla
síðan ég byrjaði að skrifa þessa bók
fyrir fimm eða sex árum. Það er eig-
inlega brjálæðislegt. Ég var á tíma-
bili orðinn hræddur um að ég væri
orðinn allt of seinn gefa þessa bók út.
Ég var líka að skrifa Drauga-Dísu og
Galdra-Dísu á sama tíma og þessi var
að malla í bakgrunninum.“
Gunnar segist hafa tekið eftir
breytingum þegar hann kenndi nám-
skeið um menningu og dýr í Háskóla
Íslands. Fyrst kenndi hann nám-
skeiðið árið 2010. „Þá fannst mér ég
þurfa að útskýra allt um hin og þessi
hugtök sem tengjast dýrasiðfræð-
inni; hvað væri að vera vegan og ve-
getarian, tegundarhyggju, muninn á
dýravelferð og dýraréttindum. Svo
kenndi ég það aftur 2013 og það var
strax rosalegur munur á þekkingu
nemendanna. Árið 2017 virtust allir
nemendurnir þekkja grunninn sem
ég fór í gegnum.“
Rannsakaði tímarit frá 1885
Auk þess að vera rithöfundur held-
ur Gunnar áfram að rannsaka birt-
ingarmynd dýra í menningunni. „Ég
skipti árinu svolítið til helminga milli
rannsókna og skrifa. Enn sem komið
er helst þetta vel í hendur. Mig lang-
ar að gera þetta áfram, reyna að við-
halda einhverju jafnvægi þar á milli.“
Í fræðistörfum sínum hefur Gunn-
ar kannað dýrasögur. Hann nefnir
einnig hið íslenska dýravernd-
unartímarit, Dýravinurinn, sem kom
fyrst út 1885 og gekk í 30 ár. „Svo að
á sama tíma og ég er að fylgjast með
þessari uppsveiflu sem á sér stað
núna er ég alltaf með hausinn þarna
þar sem var líka rosalega mikil um-
ræða og uppsveifla um dýravernd
sem hvarf svo svolítið. Tryggvi Gunn-
arsson athafna- og bankamaður var
ritstjóri Dýravinarins og aðal-
drifkrafturinn á bak við þetta og var
að reyna að stofna dýraverndunar-
félag í mörg, mörg ár. Hann birti sög-
ur sem fólk sendi inn af dýrum og
dýravernd og -velferð. Hann á upp-
hafstilvitnunina í Sláturtíð, hún er úr
síðasta blaðinu sem hann ritstýrði. Þá
hafði hann verið að predika um dýra-
vernd í þrjátíu ár. Hann var svolítil
Sólveig,“ segir Gunnar og á þar við
sögupersónuna í Sláturtíð. „Honum
gekk mjög illa í fyrstu að fá fólk til að
skrifa í blaðið því þetta var álitið svo
kjánalegt. Svo tókst honum hægt og
rólega að byggja upp þetta tímarit,“
segir hann.
Opin og gagnrýnin umræða
„Fyrst og fremst vildi ég skrifa
skemmtilega og spennandi bók og hef
lagt mikla áherslu á að hafa hana fjöl-
breytta, fjölradda og opna. En auðvit-
að er mér annt um að þessi umræða
um samband manna og dýra sé í
gangi. Ég er að reyna að draga fram
óvæntar hliðar á henni í þessari bók
og vonast til þess að það sé eitthvað
sem muni koma lesendum á óvart. Ég
vil halda opinni, gagnrýninni og góðri
umræðu um þessi mál í gangi, um
samband okkar við dýrin hvernig
sem það birtist,“ segir Gunnar og
heldur áfram.
„Þetta er stórt og flókið efni og ég
lagði mikla vinnu í það að gera bókina
fjölradda og lifandi. Ég vildi innilega
forðast það að predika. Ég reyni að
nota svipaðan tón og þegar ég er að
kenna þetta efni. Ég vil slengja fram
alls konar efni sem mér finnst áhuga-
vert, vekja forvitni og reyna að draga
fram eitthvað sem kveikir í pælingum
hjá lesendum sem þeir geta haldið
áfram ef þeir vilja.“
Það er nóg um að vera hjá rithöf-
undinum. „Ég er núna að reyna að
leggja lokahönd á sögurnar mínar um
hana Dísu. Ég er að vinna að þriðju
og síðustu bókinni um hana. Síðan er
ég voða spenntur fyrir því að halda
áfram að skrifa fyrir fullorðna. Ég er
tilbúinn með eina skissubók sem mig
langar að halda áfram með. Mig lang-
ar að reyna að skrifa hrollvekju fyrir
fullorðna eftir að hafa verið að skrifa
hrollvekjur fyrir krakka. Ég held að
ég sé að verða reiðubúinn að halda
áfram með það skref en við sjáum til
hvernig gengur og hvernig viðtök-
urnar verða við Sláturtíð.“
Ljósmynd/Elsa Björg Magnúsdóttir
Rithöfundur „Þetta er stórt og flókið efni og ég lagði mikla vinnu í það að gera bókina fjölradda og lifandi. Ég vildi
innilega forðast það að predika,“ segir Gunnar Theódór um Sláturtíð, fyrstu skáldsögu sína fyrir fullorðna.
„Hef verið heltekinn af þessu“
Gunnar Theodór Eggertsson gefur út skáldsöguna Sláturtíð Heillaður af því hvernig menningin
mótar samband manna og dýra „Ég er að reyna að draga fram óvæntar hliðar,“ segir höfundur