Morgunblaðið - 14.08.2019, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 2019
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Launakröfur vegna launaþjófnaðar
og kjarasamningsbrota á íslenskum
vinnumarkaði hlaupa á hundruðum
milljóna króna ár hvert meðal aðild-
arfélaga Alþýðusambandsins. Þetta
er ein af meginniðurstöðum skýrslu
um umfang brota á vinnumarkaðin-
um sem ASÍ birti í gær.
Ítarleg úttekt er byggð annars veg-
ar á gögnum fjögurra af stærri aðild-
arfélögum ASÍ, sem eru með um 73
þúsund félagsmenn, sem sýna leið-
réttingarkröfur sem stéttarfélögin
gerðu fyrir hönd félagsmanna í fyrra
vegna meintra réttindabrota og/eða
launaþjófnaðar. Hins vegar eru svo
birtar niðurstöður Gallupkönnunar
meðal 18 til 35 ára einstaklinga og
meðal ríflega sex þúsund erlendra
starfsmanna á vinnumarkaðinum.
Fram kemur að þessi fjögur aðild-
arfélög ASÍ gerðu 768 launakröfur á
síðasta ári upp á samtals 450 milljónir
króna og nam miðgildi kröfuupphæð-
anna 262.534 kr. Meðalfjárhæð þeirra
var hins vegar mun hærri eða rúmar
586 þúsund kr. Meira en helmingur
allra krafna stéttarfélaga er gerður
fyrir hönd félagsmanna af erlendum
uppruna. Um 19% launafólks á ís-
lenskum vinnumarkaði eru af erlend-
um uppruna.
Þá kemur í ljós að um helmingur
allra krafna kemur úr hótel-, veitinga-
og ferðaþjónustu en hæstu launakröf-
urnar eru gerðar á fyrirtæki í mann-
virkjagerð.
Í samantekt skýrslunnar segir að
niðurstöður spurningakönnunar Gall-
up séu í takt við launakröfur stéttar-
félaga og bendi til þess að íslenskur
vinnumarkaður sé tvískiptur þar sem
brotastarfsemi beinist fremur gegn
erlendu launafólki og yngra launa-
fólki, með lægri tekjur og í óreglulegu
ráðningarsambandi og hlutastörfum
en öðrum. „Hjá meirihluta launafólks,
einkum hjá þeim sem hafa lengri
starfsaldur og hærri tekjur, er brota-
starfsemi nærri óþekkt.“
Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir í
inngangi skýrslunnar að brotastarf-
semin lýsi sér „í stórfelldum launa-
þjófnaði, alvarlegum brotum gagn-
vart öryggi og aðbúnaði, illri meðferð
og framgöngu fyrirtækja sem þegar
verst lætur verður ekki lýst nema
sem nauðungarvinnu eða vinnu-
mansali. Dæmin skipta ekki bara tug-
um eða hundruðum. Brotin snerta
þúsundir einstaklinga“, segir Drífa.
Í skýrslunni segir að ástæða sé til
að ætla að launaþjófnaður geti hlaup-
ið á milljörðum árlega á íslenskum
vinnumarkaði. Þúsundir mála sem
tengjast brotum á réttindum launa-
fólks berist á borð stéttarfélaga ár
hvert. Þar er m.a. um að ræða launa-
kröfur þar sem greitt er undir lægsta
taxta eða lágmarkslaunum kjara-
samninga. Einnig eru m.a. van-
greiðslur á hvers kyns álögum s.s.
yfirvinnu-, stórhátíðar- eða vakta-
álagi og fullyrt er að svokallað jafn-
aðarkaup sé algeng leið sem atvinnu-
rekendur noti til að komast hjá því að
greiða kjarasamningsbundin kjör.
„Þótt jafnaðarkaup sé ekki alltaf
dæmi um launaþjófnað, þá getur það í
vissum tilfellum verið það og beinist
gjarnan að ungu fólki í hlutastörfum.“
Þótt mál af þessum toga komi inn á
borð stéttarfélaga leiðir það ekki allt-
af til að launakrafa sé gerð á hendur
atvinnurekanda. Í einhverjum tilvik-
um fá starfsmenn sjálfir úrlausn
sinna mála og í öðrum tilvikum eru
málin leiðrétt eftir að stéttarfélög
gera athugasemdir. Þá eru niðurstöð-
urnar sagðar benda til að ákveðin
brot séu nær óþekkt á íslenskum
vinnumarkaði. Ólaunuð prufuvinna sé
fátíð og sjaldgæft að Íslendingar séu
þvingaðir í gerviverktöku eða hvattir
til að vera ekki í stéttarfélagi.
„Brotin snerta þúsundir“
Fjögur stéttarfélög gerðu 450 milljóna kr. kröfur vegna launaþjófnaðar og kjarasamningsbrota 2018
Í könnun sem Gallup gerði meðal
fólks á aldrinum 18 til 35 ára, þar
sem spurt var hvort brotið hefði ver-
ið á réttindum þess, kom á daginn að
22% aðspurðra töldu sig ekki hafa
fengið greitt fyrir allar unnar stund-
ir á sl. 12 mánuðum. Algengast var
að yngsti aldurshópurinn teldi sig fá
minna greitt en samstarfsfélagar
fyrir sömu vinnu. 18% sögðust ekki
hafa fengið greitt fyrir unna yfir-
vinnu. Tekið er fram að þetta þurfi
ekki endilega að benda í öllum til-
vikum til brotastarfsemi vegna auk-
ins vægis pakkalauna.
11% fólks á þessum aldri töldu sig
ekki hafa fengið orlofs- og desem-
beruppbætur. Af aðspurðum töldu
12% sig ekki hafa fengið umsamið
neysluhlé eða laun greidd í fjarveru
vegna veikinda. Hins vegar kom í
ljós að önnur réttindabrot eru óal-
geng s.s. vegna fjölskylduaðstæðna
en einungis 1% sagðist ekki hafa
fengið greidd laun í fjarveru vegna
veikinda barns og engum hafði verið
sagt upp störfum í fæðingarorlofi.
Erlendir starfsmenn skera sig enn
frekar úr á vinnumarkaði en aðrir
hópar skv. könnuninni. Þannig telur
tæplega helmingur aðspurðra af er-
lendum uppruna sig hafa fengið
minna greitt fyrir sömu vinnu en
samstarfsfélagi. 30% þeirra segjast
ekki hafa fengið greidd laun fyrir
allar unnar stundir og 29% ekki
greitt fyrir unna yfirvinnu. Tekið er
fram að ekki er alltaf sjálfgefið að
brot hafi átt sér stað þó að ein-
staklingur telji sig ekki hafa notið
ákveðinna réttinda. Hins vegar gefi
niðurstöðurnar vísbendingu um
hvar launaþjófnaður geti mögulega
þrifist. Sláandi sé hve hátt hlutfall
ungra útlendinga á íslenskum vinnu-
markaði telji að á sér hafi verið brot-
ið. Forseti ASÍ segir rannsóknina
sýna nýja stéttaskiptingu þar sem
ungt fólk og fólk af erlendum upp-
runa sé sérstaklega berskjaldað fyr-
ir launaþjófnaði og annarri brota-
starfsemi.
Morgunblaðið/Ómar
Ferðamenn Um helmingur krafna
er vegna starfsfólks í ferðaþjónustu.
Vangreidd laun og réttindabrot
Útlendingar og ungt fólk berskjaldað fyrir launaþjófnaði
Fjöldi launakrafna sem verkalýðs-
félögin gerðu í fyrra fyrir hönd
starfsmanna sem töldu að brotið
hefði verið á rétti sínum hleypur á
milljónum. Um fjórðungur allra
krafna var lægri en 93 þúsund.
Í úttekt ASÍ er víða talað um
launaþjófnað og er þá átt við tilvik
þar sem atvinnurekandi virðir ekki
lágmarksrétt launafólks með
ásetningi eða vítaverðu gáleysi og
tekur til sín fé og/eða réttindi sem
launafólk hefur aflað sér með
vinnu sinni og tilheyrir honum ekki
með réttu. Telur ASÍ rétt að nota
hugtakið launaþjófnað um slík til-
vik. Launakröfur stéttarfélaganna
voru töluvert fleiri fyrir hönd karla
en kvenna og að stórum hluta
vegna erlendra starfsmanna. Kröf-
ur tengdar gjaldþrotum voru 281
talsins í fyrra.
Margar hlaupa á milljónum
LAUNAKRÖFUR VERKALÝÐSFÉLAGA VEGNA STARFSMANNA
IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is
Nánari upplýsingar ib.is
Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB
Bílar á lager
Sími 4 80 80 80
2019 Ford F-350 Platinum
Litur: Magma red, svartur að innan.
6,7L Diesel ,450 Hö, 925 ft of torque.
FX4 off-road pakki, upphituð/loftkæld sæti,
heithúðaður pallur, fjarstart, trappa í hlera, airbag í
belti í aftursæti
VERÐ
11.390.000 m.vsk
2019 Ram Limited 3500 35”
Nýtt útlit 2019! Litur: Granite Crystal
Nýr 6,7L Cummins Turbo Diesel, 400 hö, togar 1000
pund! Aisin sjálfskipting, upphitanleg og loftkæld sæti,
hiti í stýri, sóllúga, nýr towing technology pakki.
35” dekk.
VERÐ
11.395.000 m.vsk
2019 F-350 Limited 35” breyttur
Litur: Perluhvítur, “cocoa” að innan. 6,7L Diesel, 450
Hö, 925 ft of torque. Breyttur með 35” dekk, 20”
felgur og brettakanta. Með FX4 off-road pakka, top-
pljós (ekki á mynd), upphituð/loftkæld sæti, heithúð-
aðan pall, fjarstart, auka bakkmyndavél fyrir camper
eða trailer, trappa í hlera og airbag í belti í aftursæti.
VERÐ
12.490.000 m.vsk
2019 Chrysler Pacifica Hybrid
Limited
Glæsilegur 7 manna bíll. Einn með öllu, t.d. hita/
kæling í sætum, glerþak, leðursæti, bakkmyndavél,
Dvd spilari, Harman Kardon hljómflutningskerfi o.fl.
o.fl. 3,6 L Hybrid.
VERÐ
7.990.000 m.vsk
21%
30%
22%
29%
18%
20%
11%
26%
10%
7%
10%
4%
Launaþjófnaður og brot á réttindum launafólks árið 2018 og könnun á umfangi þess
Ungt fólk (félagsmenn á aldrinum 18-35 ára)
Félagsmenn af erlendum uppruna
(allir aldurshópar)
Launakröfur fjögurra
aðildarfélaga ASÍ 2018
Stéttarfélögin eru:
■ Báran á Selfossi
■ Efl ing í Reykjavík
■ Eining-Iðja á Akureyri
■ VR stéttarfélag
Aðild að þeim eiga 55% af
félagsmönnum innan ASÍ
Hafa ekki fengið greitt
fyrir allar unnar stundir
Hafa ekki fengið greitt
fyrir unna yfi rvinnu
Hafa ekki fengið kjara-
samningsbundna orlofs-
eða desemberuppbót
Hafa ekki fengið greitt
skv. ráðningarsamningi
Hafa ekki fengið stór-
hátíðarálag vegna vinnu
á stórhátíðum
Hafa ekki fengið greitt
vegna svokallaðrar
„prufuvinnu“
Brotaþolar
Ísland
EES
Annað
erlent
ríki
Uppruni
48%
7% 40%
768 launakröfur voru gerðar af stéttarfélögunum fjórum
á síðasta ári vegna launaþjófnaðar
og kjarasamningsbrota
450 milljónir kr. var heildar-upphæð krafna
587 þúsund kr. var meðal-kröfuupphæð árið 2018,
miðgildi krafna var 263 þúsund kr.
Kyn
61%
39%
Brotaþolar
Karl
Kona
Spurningakönnun Gallup um brot á samningsbundnum
réttindum félagsmanna stéttarfélaga innan ASÍ*
*Um er að ræða tvær kannanir, framkvæmdar á tímabilinu 31. janúar til 30.
mars 2019. Alls svöruðu 610 í könnun meðal ungs fólks og 963 í könnun
meðal félagsmanna af erlendum uppruna.
Heimild: Skýrsla ASÍ
um umfang brota á
vinnumarkaði.