Morgunblaðið - 14.08.2019, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 14.08.2019, Qupperneq 12
12 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 2019 VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. - Hyrjarhöfða 8. - 110 Reykjavík Sími 577-1090 - www.vikurvagnar.is - sala@vikurvagnar.is Mikið úrval varahluta í Ifor Williams kerrur og allar aðrar gerðir af kerrum, ásamt úrvals viðgerðarþjónustu Ifor Willams Kerrur í öllum stærðum og útfærslum Donald Trump Bandaríkjaforseti kvaðst í gær hafa fengið upplýsingar frá leyniþjónustu landsins um að kín- verska stjórnin væri að „senda her- menn að landamærunum að Hong Kong“ vegna mótmæla lýðræðis- sinna. Fyrr um daginn var hundruðum flugferða aflýst eða frestað á flug- vellinum í Hong Kong vegna glund- roða sem varð þar annan daginn í röð vegna mótmæla ungra lýðræðis- sinna. Innritun farþega var stöðvuð síðdegis í gær að staðartíma eftir að þúsundir mótmælenda hindruðu að farþegar kæmust um öryggishlið úr brottfararsalnum. Til ryskinga kom milli mótmæl- enda og ferðamanna. Óeirðalög- reglumenn beittu piparúða til að halda aftur af mótmælendum fyrir utan flugstöðina þegar maður var fluttur á brott í sjúkrabíl. Áður höfðu mótmælendur ráðist á manninn vegna þess að þeir voru sannfærðir um að hann væri óeinkennisklæddur lögreglumaður og það tók bráðaliða um tvær klukkustundir að ná honum út úr byggingunni. Lögreglan hafði áður viðurkennt að hún hefði beitt þeirri aðferð að láta lögreglumenn, dulbúna sem mótmælendur, slást í hóp lýðræðissinna til að handtaka þá. Carrie Lam, héraðsstjóri Hong Kong, hvatti lýðræðissinnana til að hætta mótmælunum á blaðamanna- fundi í gærmorgun og virtist vera gráti nær þegar hún varaði við því að ella kynni sjálfstjórnarhéraðið að steypast niður í „hyldýpi“. Ríkisfjöl- miðlar í Kína hafa sýnt myndir af herbílum og brynvörðum liðsflutn- ingabílum í borginni Shenzhen, sem liggur að Hong Kong. Þeir ýjuðu að því að stjórnvöld í Peking væru tilbú- in að senda öryggissveitir til að binda enda á mótmælin í sjálfstjórnarhéraðinu. AFP Öngþveiti Kona réttir öryggisvörðum ferðatösku sína til að reyna að komast út úr brottfararsal flugvallarins í sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong. Glundroði á flugvelli Hong Kong  Trump segir stjórnvöld í Kína senda hermenn að sjálfstjórnarhéraðinu Mette Frederiksen, forsætisráð- herra Danmerkur, hefur beðið hundruð fórnarlamba opinberlega afsökunar á kynferðislegu ofbeldi sem þau urðu fyrir á ríkisreknum upptökuheimilum. Á árunum 1945 til 1976 urðu börn fyrir kynferðislegu ofbeldi og bar- smíðum á upptökuheimilum víða um Danmörku samkvæmt niðurstöðum rannsóknar á því sem gerðist. Fórnarlömb ofbeldisins hafa í mörg ár barist fyrir því að ríkið viðurkenni sök í málinu. Fyrst var sagt opin- berlega frá því sem gerðist í danskri heimildarmynd, sem var sýnd í sjón- varpi árið 2005 og fjallaði um ofbeldi á Godhavn-drengjaheimilinu. Frederiksen hitti tugi fórnar- lambanna í ráðherrabústað sínum í gær. Mörg þeirra táruðust þegar hún sagði að börn hefðu verið tekin frá foreldrum sínum og í stað þess að fá stuðning og hlýju hefðu þau verið niðurlægð og beitt ofbeldi. „Ég vil horfa í augun á ykkur öllum og biðja ykkur afsökunar,“ sagði hún. „Yfirvöldin gerðu ekki neitt. Sem samfélag getum við ekki og megum ekki loka augum okkar fyrir þessu.“ AFP Afsökunarbeiðni Mette Frederik- sen, forsætisráðherra Danmerkur. Fólkið beðið afsökunar á ofbeldinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.