Morgunblaðið - 14.08.2019, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 2019
Opið virka daga 10.00 - 18.15 laugardaga 11.00 - 14.00 | Gnoðarvogi 44, 104 Reykjavík | sími: 588 8686
Gómsætir og girnilegir réttir
í fiskborði beint í ofninn
Þorskhnakkar | Glæný lúða | Klausturbleikja
Glæný línuýsa | Nýlöguð humarsúpa
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Ný skoðanakönnun bendir til þess að
meirihluti Breta sé hlynntur því að
stjórn Boris Johnsons forsætisráð-
herra tryggi útgöngu Bretlands úr
Evrópusambandinu 31. október með
öllum ráðum, m.a. með því að senda
þingið heim ef þörf krefur til að koma
í veg fyrir að það hindri útgönguna.
Í könnun fyrir The Telegraph
sögðust 54% þátttakendanna vera
sammála þeirri staðhæfingu að John-
son þyrfti að tryggja brexit með öll-
um ráðum, m.a. með því að loka
þinginu um tíma ef það væri nauðsyn-
legt til að koma í veg fyrir að þing-
menn hindruðu útgönguna. 62% sögð-
ust vera ósammála þeirri staðhæf-
ingu að þingið væri „meira í takt við
breskan almenning en Johnson“.
Gæti sent þingið heim
Samkvæmt gildandi lögum gengur
Bretland úr ESB 31. október og
Johnson hefur sagt að útgöngunni
verði ekki frestað ef leiðtogar sam-
bandsins hafna kröfu hans um breyt-
ingar á brexitsamningi sem þingið
hefur fellt þrisvar. Meirihluti neðri
deildar þingsins hefur hins vegar ver-
ið andvígur útgöngu án samnings.
Johnson hefur ekki útilokað þann
möguleika að þinginu verði lokað um
tíma til að koma í veg fyrir að það
reyni að hindra útgönguna, m.a. með
því að samþykkja vantrauststillögu
gegn honum.
Forsætisráðherrann hefur þann
möguleika að leggja til við Breta-
drottningu að senda þingið heim fyrir
31. október, án þess að rjúfa þing og
boða til kosninga. Þingmenn héldu þá
sætum sínum og stjórnin sæti áfram
en engin umræða og engar atkvæða-
greiðslur færu fram á þinginu.
Drottningin drægist þannig inn í
brexit-deiluna en margir telja að hún
myndi ekki geta neitað að senda þing-
ið heim þar sem það gæti leitt til
stjórnlagadeilu.
Verði þinginu lokað fyrir útgöng-
una gæti það torveldað stjórninni að
undirbúa brexit án samnings, að sögn
stjórnmálaskýrenda breska ríkis-
útvarpsins. Þingið gæti þá t.a.m. ekki
sett lög til að draga úr neikvæðum
áhrifum útgöngu án samnings. Þeir
sem eru hlynntir því að þinginu verði
lokað um tíma ef þörf krefur telja hins
vegar að það geti verið verið nauðsyn-
legt til að tryggja útgönguna og sjá til
þess að lýðræðisleg niðurstaða
þjóðaratkvæðisins um brexit í júní
2016 verði virt. Andstæðingar út-
göngu án samnings segja hins vegar
að það sé ólýðræðislegt og grafi und-
an þingræðinu að loka þinginu með
þessum hætti.
Brot á stjórnarskránni?
Rúmlega 70 þingmenn í neðri
deildinni og aðalsmenn í lávarðadeild-
inni hafa óskað eftir því að dómstóll í
Skotlandi úrskurði að það væri ólög-
legt og brot á stjórnarskránni að
senda þingið heim til að knýja fram
brexit án samnings. Dómstóllinn
ákvað í gær að taka málið fyrir 6.
september.
John Bercow, forseti neðri deildar
þingsins, hefur sagt að ekki komi til
greina að senda þingið heim til að
tryggja brexit án samnings. „Það ger-
ist einfaldlega ekki,“ sagði hann í júní
og bætti við að þetta væri „svo gjör-
samlega augljóst“ að varla þyrfti að
taka það fram.
Minni stuðningur við vantraust?
Ef meirihluti neðri deildar þingsins
samþykkir vantrauststillögu gegn
forsætisráðherranum fær hann fjór-
tán daga til sanna að hann njóti stuðn-
ings neðri deildarinnar. Ef annar
þingmaður getur sannað að hann
njóti meirihlutastuðnings í deildinni
er gert ráð fyrir því að forsætisráð-
herrann víki fyrir honum. Verði ekki
ný ríkisstjórn mynduð á þessum
tveimur vikum verður efnt til þing-
kosninga a.m.k. fimm vikum síðar.
Að sögn The Telegraph hafa komið
fram vísbendingar um að erfitt verði
fyrir andstæðinga brexit að fá nægan
stuðning í neðri deildinni við van-
trauststillögu gegn Johnson. Nokkrir
andstæðingar útgöngu án samnings
úr röðum þingmanna Íhaldsflokksins
hafi viðurkennt að þeim hafi mistekist
að koma í veg fyrir hana. Hópur þing-
manna Verkamannaflokksins og
óflokksbundinna þingmanna hafi
einnig sagt að ólíklegt sé að þeir styðji
vantrauststillögu gegn Johnson þar
sem þeir óttist að það verði til þess að
Jeremy Corbyn, leiðtogi Verka-
mannaflokksins, verði forsætisráð-
herra.
Vilja brexit með öllum ráðum
54% Breta vilja að Johnson beiti öllum nauðsynlegum ráðum til að tryggja útgöngu úr ESB 31. októ-
ber Eru m.a. hlynnt því að þingið verði sent heim ef þörf krefur til að tryggja að það hindri ekki brexit
AFP
Babú, babú Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, skoðaði sjúkrabíl
þegar hann var í heimsókn á sjúkrahúsi í enska bænum Boston á dögunum.
Fylgi Íhaldsflokksins
hefur aukist
» Ný könnun fyrir The Tele-
graph bendir til þess að fylgi
Íhaldsflokksins hafi aukist um
15 prósentustig frá því að Bor-
is Johnson varð forsætisráð-
herra.
» Fylgi Íhaldsflokksins mælist
nú 31% og Verkamannaflokks-
ins 27%. Frjálslyndir demó-
kratar og Brexit-flokkurinn eru
með 16% fylgi hvor flokkur.
» Gert er ráð fyrir að Íhalds-
flokkinn myndi vanta fimm
sæti til að fá meirihluta í neðri
deild þingsins ef þetta væri
niðurstaða kosninga.