Morgunblaðið - 14.08.2019, Blaðsíða 15
15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 2019
Ég vona að sálar-
angist stjórnarand-
stöðunnar sé að baki.
Hrakspár um alvar-
legan efnahags-
samdrátt hafa að
minnsta kosti ekki
gengið eftir. Brúnin á
þingmönnum ætti því
að vera nokkuð léttari
þegar þing kemur
stuttlega saman í lok
mánaðarins en hún var undir lok
þinghalds í vor.
Þingmenn stjórnarandstöðunnar
voru fremur þungir í lund mestan
hluta síðasta vetrar. Og ekki léttist
geð þeirra þegar ákveðið var í ljósi
breyttra aðstæðna í efnahagsmálum
að endurskoða fjármálastefnuna. Í
gegnum þoku svartsýni var mörg-
um lífsins ómögulegt að viðurkenna
að skynsamlegt væri, vegna verri
aðstæðna í efnahagslífinu, að auka
svigrúm hins opinbera og létta þar
með undir með heimilum og fyr-
irtækjum. Engu var líkara en að
stefna ríkisstjórnarinnar að ýta
undir hagkerfið, í stað þess að
kreppa að því með óbreyttri fjár-
málastefnu, tætti sundur viðkvæmt
sálarlíf sumra stjórnarandstæðinga.
Flestum var ljóst í upphafi árs að
umskipti væru fram undan í efna-
hagslífinu. Í stað mikils hagvaxtar
yrði tímabundinn samdráttur. Or-
sök samdráttar er ekki að finna í
ákvörðunum sem teknar hafa verið
á vettvangi opinberra fjármála.
Gjaldþrot WOW vó þar þyngst en
loðnubrestur var ekki til að létta
róðurinn. Við þessum breyttu að-
stæðum var brugðist með breyt-
ingum á fjármálastefnu.
Samhengi skatta og
ráðstöfunartekna
Aðilar vinnumarkaðarins báru
gæfu til að taka höndum saman með
nýjum kjarasamningum og þar lagði
ríkisstjórnin þung lóð á vogaskál-
arnar. Fyrir hægrimenn var það
sérstakt gleðiefni að skynja hverju
þung áhersla var lögð á lækkun
skatta, ekki síst á þá sem lægstu
tekjurnar hafa.
Stuðningur við stefnu Sjálfstæð-
isflokksins um að hófsemdar skuli
gætt í skattheimtu opinberra aðila
hefur aukist og skilningur á sam-
hengi skattheimtu og ráðstöf-
unartekna launafólks náð að festa
rætur. Sterkur hagvöxtur á undan-
förnum árum hefur byggt undir
hærri laun og gefið færi á að lækka
opinberar álögur. Almenn vörugjöld
voru felld niður (áralöng barátta
Sjálfstæðisflokksins
skilaði árangri), milli-
þrep í tekjuskatti var
fellt niður og trygg-
ingagjald lækkað í
nokkrum skrefum.
Hækkun launa, lækk-
un skatta og stöð-
ugleiki hafa skilað
launafólki bættum lífs-
kjörum. Ráðstöf-
unartekjur allra ald-
urshópa hafa hækkað á
undanförnum árum –
mest hjá eldri borg-
urum en þeir yngstu hafa einnig
notið verulegra bættra kjara, eins
og sést á meðfylgjandi súluritum.
Á liðnu ári hækkuðu meðal at-
vinnutekjur um 5,5%. Kaupmáttur
launa í júní síðastliðnum var liðlega
32% meiri en að meðaltali árið 2013.
Þrátt fyrir mikinn og góðan hagvöxt
og verulega hækkun launa hefur
tekist að tryggja ágætan stöð-
ugleika frá árinu 2013. Ólíkt því sem
oft hefur gerst hefur verðbólgan
ekki étið upp launahækkanir og
skattmann ekki rifið til sín allar
launahækkanir. Að meðaltali var
verðbólga um 2,3% á ári á sex árum
til 2018. Á mælikvarða neysluverðs
var verðhjöðnun í júlí síðastliðnum
en verðbólga síðustu 12 mánuði er
3,1%. Miðað við hækkun vísitöl-
unnar síðustu þrjá mánuði er verð-
bólgan hins vegar rétt um 1,6%.
Verðstöðugleiki hefur ekki aðeins
tryggt að launafólk hafi notið launa-
hækkana heldur einnig búið til jarð-
veg fyrir lægri vexti. Fátt kemur
heimilum og fyrirtækjum betur en
lækkun vaxta.
Séreignastefnan styrkist
Árangursrík efnahagsstjórn, ekki
síst festa í ríkisfjármálum, birtist
með ýmsum hætti – ekki aðeins í
hækkun ráðstöfunartekna allra ald-
urshópa. Styrkari stoðum hefur ver-
ið skotið undir séreignastefnuna.
Nýjar tölur Íbúðalánasjóðs sýna
þetta svart á hvítu. Árið 2009 voru
fyrstu íbúðakaup um 7,5% allra
íbúðakaupa en á öðrum ársfjórðungi
þessa árs var hlutfallið komið í tæp
28%, og hefur aldrei verið hærra frá
því að mælingar hófust árið 2008. Í
nýrri skýrslu sjóðsins um fast-
eignamarkaðinn kemur fram að
vaxandi hlutfall fyrstu íbúðakaup-
enda á meðan fjöldi kaupsamninga
hefur lítið breyst gefi til kynna að
auðveldara sé að safna fyrir íbúð en
áður. Bent er á að svo virðist sem
kaupmáttaraukning, lækkun vaxta
og aðgerðir ríkisins til stuðnings
fyrstu kaupendum hafi vegið
þyngra en mikil hækkun fast-
eignaverðs.
Þessi ályktun sérfræðinga Íbúða-
lánasjóðs er örugglega rétt. Árið
2014 beitti Bjarni Benediktsson sér
fyrir því sem fjármálaráðherra að
heimila launafólki að nýta sér-
eignasparnað skattfrjálst til íbúðar-
kaupa og greiðslu íbúðaskulda. Alls
hafa um 56 milljarðar króna runnið
til öflunar húsnæðis með samþætt-
ingu skattalækkunar og séreign-
arstefnu. Um 23 þúsund ein-
staklingar hafa að jafnaði nýtt sér
þessa heimild í hverjum mánuði.
Kjarninn í stefnu Sjálfstæðisflokks-
ins er að stuðla að eignamyndun
launafólks, ekki síst í íbúðar-
húsnæði.
Það er ekki aðeins að sífellt fleiri
geti keypt sína fyrstu íbúð heldur
hefur íslenskum heimilum tekist að
umbylta eigin efnahagsreikningi á
síðustu árum. Þau eru betur í stakk
búin til að takast á við efnahagsleg
áföll. Eigið fé, að frátöldum lífeyris-
réttindum, er um 157% af lands-
framleiðslu. Staðan er miklu sterk-
ari en í öðrum Norðurlandaríkjum.
Skuldir heimila sem hlutfall af
landsframleiðslu eru 75% hér en um
105% að meðaltali annars staðar á
Norðurlöndunum. Sem hlutfall af
ráðstöfunartekjum eru skuldirnar
einnig lægri hér, eða tæplega 150%
á móti liðlega 200%.
Sama á við um fyrirtækin og
heimilin. Þeim hefur tekist að
styrkja efnahag sinn.
„... engin stórkostleg krísa“
Efnahagsleg velgengni okkar Ís-
lendinga á síðustu árum, eftir mikl-
ar hremmingar í kjölfar falls fjár-
málakerfisins, er ekki tilviljun.
Auðvitað hefur margt lagst með
okkur en mestu hefur skipt að við
höfum náð að nýta tækifærin með
skynsamlegum hætti. Styrk stjórn
ríkisfjármála og algjör umskipti er
varðar skuldir ríkisins hafa lagt
grunninn. (Þannig er vaxtakostn-
aður ríkisins sem hlutfall af lands-
framleiðslu um 1% en var fimm
sinnum hærri fyrir áratug.) Erlend
staða þjóðarbúsins hefur aldrei ver-
ið betri.
Ásdís Kristjánsdóttir, hagfræð-
ingur Samtaka atvinnulífsins, benti
á í samtali við Morgunblaðið síðasta
laugardag að þótt hagkerfið væri
„að sigla í gegnum lægð er ljóst að
það er engin stórkostleg krísa fram
undan, sem betur fer“:
„Það var dregin upp mjög dökk
mynd á fyrstu mánuðum ársins þeg-
ar fyrstu merki komu fram þess
efnis að uppsveiflunni væri lokið og
niðursveifla fram undan samfara
falli WOW air. Sú mynd virðist ekki
vera að raungerast. Ólíkt því sem
við erum að sjá í Evrópu, þar sem
stýrivextir eru neikvæðir og skuldir
hins opinbera hjá mörgum ríkjum
hærri í dag en fyrir síðustu efna-
hagskreppu 2008, þá hefur Seðla-
banki Íslands og íslensk stjórnvöld
talsvert svigrúm til að bregðast við
og styðja við hagkerfið þannig að
niðursveiflan verði mildari en ella.“
Staða þjóðarbúsins – heimilanna,
fyrirtækjanna og hins opinbera – er
í flestu sterk og það er vel undir það
búið að takast á við tímabundinn
samdrátt. En það mun reyna á
Seðlabankann og það mun reyna á
ríkissjóð. Krónan er stöðug og verð-
bólguvæntingar í takt við markmið
Seðlabankans. Það gefur bankanum
tækifæri til að halda áfram að
lækka vexti. Staða ríkissjóðs er
sterk, sem gefur ekki aðeins mögu-
legt að hrinda í framkvæmd þeim
skattalækkunum sem þegar hefur
verið lofað, heldur stíga stærri
skref. Þrýstingur á sveitarfélögin að
endurskoða skatta- og gjaldastefnu
sína mun síðan aukast, ekki aðeins
útsvar heldur ekki síður fast-
eignagjöld.
Helsta ógn sem blasir við er staða
efnahagsmála í öðrum löndum.
Evrópusambandið berst við erfið-
leika – efnahagslega og pólitíska.
Brexit er áskorun fyrir okkur Ís-
lendinga en þar hefur Guðlaugur
Þór Þórðarson utanríkisráðherra
þegar unnið heimavinnuna. Við-
skiptadeilur Kína og Bandaríkjanna
geta valdið okkur eins og öðrum
þjóðum erfiðleikum.
Á stundum, ekki síst þegar vel
árar, gleymist hve við Íslendingar
erum háðir öðrum þjóðum. Greiður
aðgangur að erlendum mörkuðum
er okkur lífsnauðsynlegur – er for-
senda einhverra bestu lífskjara í
heiminum. Einmitt þess vegna eig-
um við að sameinast um að fjölga
tækifærum með opnum samskiptum
og viðskiptum við aðrar þjóðir, en
ekki fækka þeim. Í alþjóðlegum
samskiptum skiptir mestu að vera
sjálfum sér samkvæmur. Um það
verður kannski lítillega rætt þegar
þing kemur saman í nokkra daga í
lok mánaðarins.
Eftir Óla Björn
Kárason
»Árangursrík efna-
hagsstjórn birtist
ekki aðeins í hækkun
ráðstöfunartekna allra
aldurshópa. Styrkari
stoðum hefur verið skotið
undir séreignastefnuna.
Óli Björn Kárason
Höfundur er alþingismaður
Sjálfstæðisflokksins.
Efnahagsleg velgengni er ekki tilviljun
Ráðstöfunartekjur allra hafa hækkað
Mánaðartekjur 2013 og 2018 á verðlagi 2018 í þúsundum króna
Hlutfallsleg hækkun ráðstöfunartekna
500
400
300
200
100
0
35%
30%
25%
20%
15%
10%
5%
0%
2013 2018
16-24 ára 25-34 ára 35-44 ára 45-54 ára 55-64 ára 65-74 ára 75 ára og eldri
16-24 ára 25-34 ára 35-44 ára 45-54 ára 55-64 ára 65-74 ára 75 ára og eldri
27%
20%
18%
23%
26%
32%
34%
Heimild: Hagstofan/Fjármálaráðuneytið
Fyrir nákvæmlega
45 árum og einum
mánuði, 14. júlí 1974,
var blásið í lúðra við
Skeiðarárbrú og hald-
inn dansleikur á palli
fram eftir kvöldi. Til-
efnið var vígsla brúar-
innar, en með henni
var hringnum lokað og
Hringvegurinn, sem
tengir byggðir um-
hverfis landið, form-
lega opnaður. Skeiðarárbrú var án
nokkurs efa ein mesta samgöngu-
bót Íslendinga fyrr og síðar. Upp
frá þeim tíma gat ekkert hamlað
greiðri för bifreiða hringinn í
kringum landið og vegasamgöngur
tóku stakkaskiptum.
Í framhaldinu var fljótlega farið
að leggja bundið slitlag á þjóðvegi
víðs vegar um landið. Nú, fjórum
áratugum seinna, er tímabært og
ánægjulegt að hafa lokið því brýna
verkefni að leggja slitlag á allan
hringinn með nýjum
vegarkafla um
Berufjarðarbotn. Það
kann að hljóma undar-
lega í eyrum margra
að ekki hafi verið
komið bundið slitlag á
allan hringinn fyrir
löngu og má tína til
margar ástæður fyrir
því.
Skiptar skoðanir
um leiðir
Þjóðvegakerfið er
viðamikið, um 13 þús-
und kílómetrar, og fyrir fámenna
þjóð kostar mikla fjármuni að
byggja það upp svo að uppfylli
megi lágmarkskröfur. Á und-
anförnum árum hafa fjármunir ver-
ið af enn skornari skammti og for-
gangsröðun vegaframkvæmda verið
í þágu umferðaröryggis þar sem
umferðin er mest. Undirbúningur
að þessum lokakafla hringvegarins
á sér langan aðdraganda og má
rekja til ársins 2007. Skiptar skoð-
anir voru um leiðir um Berufjarð-
Eftir Sigurð Inga
Jóhannsson » Tilgangurinn er
skýr; að efla at-
vinnusvæði og búsetu
um land allt til að Ísland
verði í fremstu röð með
trausta innviði og öflug
sveitarfélög.
Sigurður Ingi
Jóhannsson
Höfundur er samgöngu- og
sveitarstjórnarráðherra.
Hringnum lokað
arbotn, sem seinkaði undirbúningi
verksins, en niðurstaðan var þessi
nýi vegkafli sem ég held að við get-
um öll verið ánægð með.
Flókinn
undirbúningur
Það leiðir hugann að öðrum
brýnum vegaframkvæmdum sem
hafa dregist úr hófi. Undirbúningur
nýrrar veglínu er mun flóknari í
dag, ferlið langt þar sem margir
aðilar og stofnanir koma að málum,
s.s. skipulagsyfirvöld, landeigendur
og íbúar. Stjórnsýsluferlið er því
flókið og getur leitt af sér ófyr-
irséðar niðurstöður með tilheyrandi
seinkunum á samgöngubótum.
Hverjar sem ástæðurnar kunna að
vera koma þær nær oftast niður á
almenningi og fyrirtækjum á svæð-
inu.
Ný samgönguáætlun
Frá því að hringnum var lokað
hefur vegakerfið batnað umtalsvert
undanfarna áratugi. Mikið verk er
þó óunnið sem brýnt er að hraða
eins og kostur er. Umferð á vegum
hefur aukist mjög hratt á síðustu
árum en vegakerfið er víða við þol-
mörk vegna umferðar og ber þess
merki. Í stjórnarsáttmálanum var
sammælst um stórsókn í sam-
göngumálum og verður um 120
milljörðum kr. varið úr ríkissjóði til
framkvæmda á vegakerfinu á
næstu fimm árum. Þess fyrir utan
hefur verið leitað allra leiða til að
hraða vegaframkvæmdum enn
frekar og mun ég leggja fram end-
urskoðaða fimm ára samgönguáætl-
un núna í haust á Alþingi. Þar ber
hæst stærri framkvæmdir sem
mætti flýta, en verða gjaldskyldar
að þeim loknum. Gert er ráð fyrir
sérstakri jarðgangaáætlun og er
miðað við að hafin verði hófleg
gjaldtaka til þess að standa straum
af kostnaði við rekstur og viðhald
þeirra. Þá er markmið að gera um-
ferð á höfuðborgarsvæðinu skilvirk-
ari og er ljóst að ríki og sveit-
arfélög geta ekki borið nema að
hluta til fyrirhuguð samgöngu-
mannvirki, umferðargjöld muni því
renna til verkefnanna.
Næstu ár
Öryggi er sem fyrr leiðarljósið í
öllum framkvæmdum og er stærsta
verkefnið að auka öryggi í umferð-
inni. Markmið til lengri tíma er að
stytta vegalengdir og tengja
byggðir með bundnu slitlagi, sem
er eðlilegt framhald eftir að hafa
lokað hringnum. Tilgangurinn er
skýr; að efla atvinnusvæði og bú-
setu um land allt til að Ísland verði
í fremstu röð með trausta og
örugga innviði og öflug sveit-
arfélög.