Morgunblaðið - 14.08.2019, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 14.08.2019, Qupperneq 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 2019 ✝ GuðbrandurÞórir Kjart- ansson fæddist í Reykjavík 22. sept- ember 1941. Hann lést á gjörgæslu- deild Landspít- alans í Fossvogi 24. júlí 2019. Foreldrar hans voru hjónin Eydís Hansdóttir verka- kona, f. 1917, d. 2008, og Kjartan Guðbrandsson flugmaður, f. 1919, d. 1952. Guðbrandur var elstur þriggja systkina. Systkini hans eru Magdalena Margrét, mynd- listarmaður, f. 1944, gift Ingólfi Steinari Óskarssyni, f. 1941, og Magnús Ólafur, myndlistar- maður, f. 1949, d. 2006, kvænt- ur Kolbrúnu Björgólfsdóttur leirlistamanni, f. 1952. Fyrri kona Guðbrands var Lína Kragh, tannsmiður og kaup- maður, f. 1938, d. 1992, þau 1958, og hófu þau fljótlega bú- skap. Sonur hennar er Gunnar Örn Haraldsson tölvunarfræð- ingur, f. 1979, sambýliskona hans er Ásta Eyfjörð Arn- ardóttir, f. 1972, börn hans eru Aron Örn og Sóley Líf. Guðbrandur ólst upp í Reykjavík og lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1962 og embættis- prófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands 1969. Að loknu námi starfaði hann sem héraðslæknir í Raufarhafnar- og Kópaskers- héruðum, Hvammstangahéraði og Akraneshéraði. Árið 1979 flutti Guðbrandur aftur til Reykjavíkur og starfaði hann lengst af á lungnadeild Vífils- staðaspítala, Landspítala, og síðustu árin í starfi á hjúkrun- arheimilinu Eir. Guðbrandur tók virkan þátt í félagsstarfi Lions fyrr á árum og sat þar í stjórnum. Hann sat einnig í stjórn Hestamanna- félagsins Fáks um árabil auk þess að vera varaformaður Landssambands hestamanna um nokkurt skeið. Útför hans fer fram frá Bú- staðakirkju í dag, 14. ágúst 2019, klukkan 13. skildu. Börn Guð- brands og Línu eru Kjartan, einka- þjálfari, f. 1966, börn hans eru Sindri Valur og Ar- iel Avon. Eydís Gréta, f. 1970, eig- inmaður hennar er Kjartan Antonsson, f. 1968. Börn Ey- dísar Grétu eru Arnar, f. 1987, sambýliskona hans er Inga Lóa Ragnarsdóttir, f. 1993, börn Bríet Lóa, Embla Rán og Alex- ander Breki. Tinna Rán, f. 1993, sambýlismaður hennar er Smári Leó Leifsson, f. 1992, börn Natan Elí og Máni Hrafn, og Breki, f. 1995. Lína átti fyrir synina Svein, f. 1959, d. 2019, og Þorstein, f. 1961, d. 2017. Árið 1981 kynntist Guðbrandur eftirlifandi eig- inkonu sinni, Öldu Gunn- arsdóttur hjúkrunarfræðingi, f. Elsku hjartans pabbi minn, hvernig get ég kvatt þig í hinsta sinn? Þú tókst á móti mér í þenn- an heim ekki við bestu aðstæður á Raufarhöfn og nú kveð ég þig í hinsta sinn. Þú kenndir mér að virða bæk- ur og alltaf lánaðir þú mér bæk- ur um leið og þú varst búinn að lesa og svo ræddum við saman og krufðum bækurnar eftir að við bæði höfðum lesið. Lífið hefur ekki alltaf verið dans á rósum hjá okkur og er ég þér svo þakklát fyrir hvað þú hélst vel utan um og hjálpaði okkur systkinum þegar mamma dó langt fyrir aldur fram. Þú varst virtur, mannlegur og góður læknir sem hjálpaðir og bjargaðir mörgum mannslífum á ferli þínum. Þú elskaðir að vera úti í nátt- úrunni í hestaferðum, veiðum og öllu sem tengdi þig við náttúr- una. Dýravinur varstu mikill, virkur í félagsstörfum varðandi hestamennskuna, bæði í Fáki og Landssambandi hestamanna og líkamsrækt var þinn lífsstíll svo fátt eitt sé nefnt. Alltaf var ég stolt af þér en þó stoltust af edrúmennsku þinni, en þú felldir Bakkus fyrir rúm- um 40 árum og hafðir hann undir allt til síðasta dags. Það segir sig sjálft að það gekk stundum svo- lítið á þegar Bakkus var enn meðreiðarsveinn þinn en ég vil muna síðustu 40 ár því þau voru þú. Að kveðja þig hinsta sinni er ofboðslega erfitt fyrir mig, elsku pabbi. Við heyrðumst daglega í síma og var það hreinlega hluti af daglegri rútínu. Ég stend mig enn að því að ætla að hringja í þig en þá rennur það jafnóðum upp að ég get það ekki. Fyrir mig var það ómetanlegt að vera hjá þér nánast daglega eftir að þú fékkst slæmu fréttirnar. Þar stendur upp úr þegar við lögðum okkur saman og ég hélt utan um þig. Einnig þegar ég mætti með hátalarann og spilaði öll þau lög sem þú baðst um og þú varst far- inn að dilla þér og syngja með. Þetta eru ásamt mörgum öðrum minningum um þig ómetanlegar minningar. Það var yndislegur dagur 19. júlí sem gaf þér svo mikið þar sem allir í fjölskyldunni komu saman og áttu æðislegan dag. En það sem mér á þó alltaf eftir að finnast vænst um er fyr- irgefningin sem þú baðst mig um og ég var í raun búin að bíða eft- ir nánast allt mitt líf. Fyrir mig var svo dýrmætt og grétum við bæði og ég fann það svo hvað þú meintir það innilega. Það er hægt að tala endalaust um kostina þína. Þú varst allt í senn grallari og stríðnispúki með góða kímnigáfu. Þú varst fróður, frábær penni og mikill mann- þekkjari en fyrst og fremst varstu góður vinur og pabbi minn. Þú varst einn mesti nagli sem ég hef kynnst og stundum vissi ég hreinlega ekki á hverju þú gekkst. Þú sigraðir allar spár og náðir svo miklu lengra í veik- indum þínum en nokkurn hefði órað fyrir. Þú barðist hetjulega eins og ljón fyrir þínum síðasta andardrætti, þú skyldir einnig vinna þessa orrustu, þú hafðir nú unnið þær svo margar. Elsku pabbi, ég sakna þín og elska þig svo óendanlega mikið en reyni samt að hugga mig við það að þú sért á betri stað og finnir ekki til. Knúsaðu mömmu og bræður mína fast þegar þú hittir þau þarna uppi. Þín dóttir, Gréta. Komið er að leiðarlokum hjá fósturföður mínum, Guðbrandi Kjartanssyni. Það var sárt að horfa upp á það síðustu dagana hvað það hafði dregið mikið af honum. Ég hugsaði með mér í sumar að það væri nú ráð að fara saman á fal- legu sumarkvöldi og veiða, t.d. á Þingvöll eða að Langavatni. Fyr- ir stuttu sátum við á spjalli og ég nefndi við hann hvort hann treysti sér ekki til þess að kíkja saman í veiðitúr, hann hélt það nú og ætlaði einmitt að nefna það sama sagði hann. Sú tímasetning sem leit út fyrir að koma til greina var um það bil sá tími sem hann var að heyja sína hinstu baráttu, það var of seint. Það var annað sem mig hafði langað að gera og beið ég eftir rétta tækifærinu til að segja hon- um hversu þakklátur ég væri fyrir allt sem hann hefur gert fyrir mig og börnin í gegnum tíð- ina, kennt mér á lífið, auðmýkt og þakklæti, virðingu fyrir mönnum og dýrum, náttúrunni og fleira. Hann átti í raun stóran þátt í því að gera mig að þeim manni sem ég er í dag. Við Aron sonur minn sátum við hliðina á Guðbrandi þar sem hann lá og barðist fyrir lífi sínu, ég segi við Aron hvað ég sé þakklátur og eigi Guðbrandi mikið að þakka, áður en ég næ að klára setn- inguna grípur Aron orðið, klárar setninguna og segir „nákvæm- lega, hann hefur gefið manni svo mikið og gert mann að þeim manni sem maður er í dag“. Það var svo gott að heyra að hann upplifði það líka. Það er ljúfsárt að rifja upp minningarnar um hann og öll þau ævintýri sem við höfum lent í en hann hefur verið mér sem faðir eins lengi og ég man eftir mér. Þegar ég var smá pjakkur þvældist ég mikið með honum, við bjuggum á Vífilsstöðum, hestarnir í girðingu við hliðina á húsinu. Það þurfti að bera á hag- ann, gera við girðingar o.þ.h., oftar en ekki fór ég með honum. Við fórum margar hestaferðir saman. Ég gleymi ekki þegar við fórum yfir jökulána við Haga- vatn, ég var u.þ.b. 10 ára gamall, það hvarflaði ekki að mér að það gæti verið hættulegt, maður gerði bara eins og Guðbrandur sagði og hélt að allir vegir væru færir. „Vertu á traustum hesti, ekki horfa niður og haltu í hnakkinn,“ sagði hann. Hann kenndi mér margt í gegnum tíð- ina, meðal annars að kunna að meta náttúruna, takast á við veð- uröflin og ef maður datt af baki að gefast ekki upp heldur setjast aftur í hnakkinn, ekki bara í bók- staflegri merkingu, þó svo að það hafi líka átt við. Síðar fórum við bæði í skot- og laxveiði en það eru ófáir túrarnir sem við höfum farið saman á gæsaveiðar. Stundum veiddum við vel og stundum ekki eins og gengur og gerist en það breytti því ekki að alltaf var gaman og það sköpuðust margar minning- ar. Hann var alltaf til í einhver ævintýri með okkur. Mikið vildi ég að við gætum farið saman einn túr enn. Hann var traustur vinur, mað- ur gat alltaf sest niður með hon- um og rætt hvað sem er. Hugsunin um að hann sé bú- inn að hitta Snilla aftur yljar manni, sjá hann fyrir sér svífandi um á sólbjartri sumarnótt ríð- andi á góðum moldargötum, já, það er ekki spurning að hann færi fremstur ef þeir eru fleiri saman. Guð blessi þig og minningu þína. Meira: mbl.is/minningar Gunnar Örn. „Sekúndubrot í eilífðinni.“ Elsku tengdafaðir minn. Það er erfitt að ímynda sér lífið án þín. Þú hefur verið í lífi mínu síð- astliðin 15 ár, allt frá því ég kynntist dóttur þinni, Grétu, sem er mesta blessun í mínu lífi. Okk- ur tveim varð vel til vina þó að við værum ekki í daglegu sam- bandi en þess þurfti ekki því þið feðginin heyrðust nánast dag- lega svo alltaf fékk ég fréttir af þér. Ykkar daglegu símtöl verða ekki fleiri, nú fæ ég ekki lengur fréttir af þér þegar ég kem heim úr vinnunni. Missirinn er mikill og að upplifa hann einnig í gegn- um Grétu er enn sárara. Undir það síðasta varstu orð- inn mjög hræddur svo það var alltaf erfitt að kveðja þig. Mér þykir svo vænt um ykkar Grétu vegna þess hvað hún kom mikið til þín og þið áttuð ykkar ynd- islegu stundir saman síðustu vik- urnar áður en að leiðarlokum kom. Ég veit að það gaf þér mik- ið og er Grétu svo dýrmætt og mun alltaf verða. Við tveir ræddum það undir lokin að einn mannsaldur væri eins og sekúndubrot í eilífðinni. Það væri í raun enginn tími í því samhengi. Við fæðumst, við deyj- um og nokkrum áratugum seinna veit enginn hver við vor- um. Minningargreinar hafa tak- markað pláss svo að ég get eng- an veginn sagt það sem mig langar hér enda þarf þess ekki. Ég get skrifað eins og hugurinn annars staðar og mun ég örugg- lega eiga eftir að skrifa helling um þig því saga þín er merkileg. Sérstaklega seinni hluti hennar eftir að ég kynntist þér og mig grunar að það eigi hellingur eftir að bætast við jafnvel eftir þinn dag því margar eru sögurnar. Elsku tengdafaðir minn, takk innilega fyrir bestu gjöf sem ég mun nokkurn tímann fá í lífinu. Ég heiti þér því að ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að passa hana Grétu okkar. Ég veit að þú hafðir ekki áhyggjur af því seinni árin. Þótti mér vænt um þegar þú sagðir við mig um árið að nú hefðir þú ekki lengur áhyggjur af dóttur þinni eftir að við Gréta giftum okkur. Þú hafðir þann sérstaka vana að mér fannst að segja „Blessi þig“ þegar þú kvaddir. Þú slepptir guð fyrir framan og allt- af kallaðir þú mig Antonsson, sem mér þótti alltaf vænt um án þess að þú vissir það. Ég trúi því og treysti að nú líði þér vel og sért án alls sárs- auka og kvíða. Við sjáumst fljótt aftur, eða ekki síðar en eftir vel tæpt hálft sekúndubrot. Treysti á að þú knúsir Línu tengdamóður mína sem ég því miður kynntist aldrei en hefði svo sannarlega viljað kynnast. Miðað við sögur veit ég að vel hefði farið á með okkur. „Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og visku til að greina þar á milli.“ Elsku tengdafaðir, blessi þig og góða ferð. Þinn tengdasonur, Kjartan Antonsson. Þær systur Ef og Hefði stöldruðu við í huga mínum þeg- ar móðir mín færði mér þær fréttir að bróðir hennar væri dá- inn. Síðasti fundur okkar átti ekki að vera hinsta kveðjan. Maður var vanur að Guggi frændi sigraði í þeim ójafna leik sem hann átti við veikindi sín. Við vissum þó báðir að fundir okkar undanfarið væru með þeim síðustu. Hvað fer í höll minninga er duttlungum háð og lítil aukaatriði festa sig oft í her- bergjum hallarinnar. Hvíti Trans Am-bíllinn með rauðu leðursæt- unum og áhorf á Guðföðurinn af vídeóspólu í Hvassaleitinu voru framandi fyrir ung augu á þeim tíma og allt eitthvað sem frændi töfraði fram. Glettinn frændi með sinn sérstaka og smitandi hlátur er í herbergjum hallarinn- ar og hve kveðjur hans voru ávallt hlýjar og persónulegar. Það var eitthvað kröftugt og ein- lægt við þær sem endurspeglaði karakter hans. Hann kvaddi mann með virktum, eins og mað- ur væri hetja úr hans ástkæru fornsögum og maður hlakkaði ósjálfrátt til að hitta hann aftur. Kveðjufundirnir sem við áttum saman í eldhúsinu í sumar með Öldu eru mér kærir. Milli okkar var einhver óútskýrð taug og í honum fann ég skyldleika. Og eftir á að hyggja var síðasta kveðjan hans eins og best verður á kosið og í anda nafna míns sem ég minnist með stolti. Þórir Örn Ingólfsson. „Vitur maður hefur sagt að næst því að missa móður sína sé fátt hollara úngum börnum en að missa föður sinn“ (HKL, Brekkukotsannáll). Þessa kaldhæðni bar oft á góma er Guðbrandur og systkini hans rifjuðu upp æsku og upp- eldi í litlu húsi í Kleppsholtinu þar sem umhverfið var ein nátt- úruparadís. Faðir þeirra, Kjart- an, lést ungur úr berklum og hjá börnum berklasjúklings gat til- veran verið erfið, margir óttuð- ust smit. Móðirin, Eydís, viðhélt aga en frjálsræði á heimilinu. Kvöldskemmtun fjölskyldunnar fólst iðulega í því að fylgjast með Guðbrandi og Eydísi fjalla um hvaða hetjur fornsagnanna væru bestar eða verstar og hlusta á aríur og sinfóníur enda lærði Guðbrandur oftast undir glymj- andi tónlist. Guðbrandur fór ungur dreng- ur í sveit að Álfhólum í Land- eyjum og kynntist þar hestum, sem urðu hans fríðu förunautar alla tíð. Hann fór 11 ára að vinna sem sendill, gerðist vegavinnu- maður í Húnavatnssýslu og varð helsta fyrirvinna heimilisins. Hann fetaði í fótspor föður síns með þátttöku í skátahreyfing- unni fram á unglingsár, lærði flug og tók stúdentinn. Hann fór í læknisfræði og þar fann hann sitt fag. Guðbrandur og Ingólfur mág- ur hans voru saman í Laugarnes- skóla, þar tók Ingólfur eftir þessum hægláta strák og hæfi- leikum hans í leikfimi. Þeir voru valdir til að sýna dans í skól- anum og göntuðust með það á efri árum að þeir væru frábærir dansarar. Leiðir skólafélaganna lágu seinna saman á slysavarð- stofunni þar sem Guðbrandur tók á móti Ingólfi slösuðum og komst sjúklingurinn í færar læknishendur. Þeirra góðu kynni leiddu til þess að Guðbrandur mætti sem læknir á landsleiki í handbolta og leiki hjá Fram þar til hann hvarf til starfa sem héraðslækn- ir. Guðbrandur var læknirinn í okkar fjölskyldu í víðasta skiln- ingi þessa orðs. Hann var kátur, skemmtilegur og umhyggjusam- ur og veitti okkur stuðning á erf- iðum stundum. Hann fylgdist vel með sínu fólki, ungum sem öldn- um, og var ætíð gott að leita til hans. Eftir situr minning um góðan dreng, mág og bróður sem við munum sakna. Eftirfarandi kvað Þórir Jökull í Sturlungu sem á vel við um Guðbrand, æðrulausan „nagla“ í lífi sínu og veikindabaráttu. Þar stóð eiginkonan Alda sem klettur við hlið hans ásamt fjölskyldu. Upp skal á kjöl klífa, köld er sævar drífa; kostaðu huginn herða, hér skaltu lífit verða; skafl beygjattu skalli, þótt skúr á þik falli: ást hafðir þú meyja, eitt sinn skal hverr deyja. (Þórir Jökull) Magdalena M. Kjart- ansdóttir, Ingólfur Steinar Óskarsson. Flestir sem störfuðu á Vífils- staðaspítala eiga góðar minning- ar þaðan. Spítalinn var upphaf- lega berklaspítali en upp úr 1970 var tekið til við að breyta honum í almenna lungnadeild sem sinnti margþættum viðfangsefnum. Margir færustu sérfræðingar landsins voru ráðnir þar til starfa og lungnasjúklingar áttu þar öruggt skjól. Að öðrum ólöstuðum átti Hrafnkell Helga- son yfirlæknir mestan heiður af þessu. Hann sagði jafnan að hans framlag til læknisfræðinnar væri að útvega góðum læknum vinnu. Það var sérstakt andrúmsloft á Vífilsstöðum. Staðsetning spít- alans í fallegu umhverfi var hluti af þessu og þarna ríkti góður starfsandi. Vinnudagur lækna byrjaði með röntgenfundi, en það er aðalsmerki góðra lungna- lækna að kunna að lesa úr rönt- genmynd. Hrafnkell var auðvitað í aðalhlutverkinu þarna en þegar ég hóf störf á Vífilsstöðum voru þar einnig Tryggvi Ásmundsson, Davíð Gíslason, Andrés Sig- valdason, Guðbrandur Kjartans- son og Benedikt Guðbrandsson. Eftir umræður um myndirnar var farið að ræða önnur áhuga- mál manna, svo sem fornsögurn- ar, sem Hrafnkell var mikill sér- fræðingur í, landafræði Íslands, hreppamörk, skotveiði og fleira. Þarna kynntist ég fyrst Guð- brandi Kjartanssyni. Hann hafði verið héraðslæknir á Hvamms- tanga en sótti um vinnu hjá Hrafnkeli, sem tók honum opn- um örmum og sá ekki eftir því. Guðbrandur reyndist frá fyrstu tíð vera einn besti læknir Vífils- staða. Það sem hann hafði sér- staklega til að bera var brenn- andi áhugi á faginu og alúð og ástundun við sjúklingana. Þeir leituðu til hans með vandamál sín og treystu honum. Hann tók staðarvaktir á spítalanum ára- tugum saman en þær voru anna- samar enda eru alvarleg veikindi lungnasjúklinga lífshættuleg og skiptir sköpum að kunna til verka. Hann var sérstaklega vasklegur í fasi, alltaf með slopp- ermarnar brettar upp að oln- boga, tilbúinn í hvað sem var. Í tímans rás varð hann mjög vel að sér í lungnasjúkdómum og al- mennum lyflækningum og kunn- átta hans jafnaðist á við sér- fræðilækna en fyrst og fremst var hans styrkleiki alúð og gott samband við sjúklingana. Þetta Guðbrandur Þórir Kjartansson Sálm. 14.2 biblian.is Drottinn horfir á mennina af himnum ofan til þess að sjá hvort nokkur sé hygginn, nokkur sem leiti Guðs.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.