Morgunblaðið - 14.08.2019, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 2019
✝ Sigrún JónínaJensdóttir
fæddist í Skipagötu
2 á Akureyri 13.
september 1941.
Hún lést á hjúkr-
unarheimilinu Sel-
tjörn 2. ágúst 2019.
Foreldrar henn-
ar voru Þorbjörg
Friðrikka Jóns-
dóttir frá Fagra-
nesi á Langanesi, f.
13.9. 1921, d. 7.10. 2006, og
Jens Kristinn Sigurðsson frá
Flatey á Skjálfanda, f. 24.12.
og Jan Bertil Mörreaunet er
Atli Logi, f. 25.7. 1987. 2) Haf-
dís Hilmarsdóttir, f. 23.10.
1962, gift Bjarna Jóni Jónssyni,
f. 12.7. 1963, börn þeirra eru
Hilmar Daði, f. 10.9. 1991, og
Sigrún Dís, f. 12.5. 1997.
Sigrún vann fyrst við hin
ýmsu störf, lengst af við garð-
yrkju. Um fertug hóf hún nám í
nálastungu-meðferð og svæð-
anuddi og í beinu framhaldi af
því lærði hún höfuð- beina- og
spjaldhryggsjöfnun. Við þetta
starfaði hún alla tíð síðan. Sig-
rún gekk í Lions í Garðabæ þar
sem hún tók þátt í ýmsum fé-
lagsstörfum til margra ára.
Hún gekk í Oddfellow-regluna
1978.
Sigrún verður jarðsungin frá
Vídalínskirkju í dag, 14. ágúst
2019, klukkan 15.
1919, d. 13.5. 1996.
Systkini Sigrúnar
eru Jens, Anna,
Helga, Karl og
Guðrún Elísabet.
Sigrún giftist
eftirlifandi manni
sínum Hilmari
Loga Guðjónssyni,
f. 22.6. 1937, 13.
september 1961.
Dætur Sigrúnar og
Hilmars eru 1) Þor-
björg Helga Hilmarsdóttir, f.
8.8. 1961, gift Viðari Ágústs-
syni, f. 9.11. 1950, sonur hennar
Elsku besta, fallega mamma
mín. Núna hefur þú farið í þitt
síðasta ferðalag, án mín. Þú
varst kletturinn í lífinu mínu, þú
varst besta vinkonan mín, þú
varst skemmtilegasti ferðafélag-
inn minn, þú varst bónbesta
manneskjan sem ég hef þekkt,
þú varst mamma mín. Eftir sit
ég með sorg í hjarta í risastóru
tómarúmi sem ég ræð ekki við.
Eftir sit ég líka með bestu minn-
ingarnar um okkar einstaka
samband, endalausu ferðalög
bæði hérlendis og erlendis og
allar samverustundirnar okkar
sem við áttum. Við gátum talað
endalaust um heima og geima,
við gátum þagað saman, prjónað,
heklað, nú eða leikið okkur í
tölvuleikjum eins og orðasnakki.
Þessar minningar mun enginn
taka frá mér eins og þú varst
tekin frá mér. Eftir langa og
stranga baráttu við krabbamein
varðstu því miður að láta í minni
pokann.
Elsku besta, fallega mamma
mín, góða ferð, það mun ekki líða
sá dagur að ég sakni þín ekki.
Hvíl í friði, fallega sál, ég elska
þig.
Þín dóttir,
Helga.
Nú hefur það enn og aftur
skeð sem enginn er undirbúinn
fyrir þegar maður fetar lífsins
veg. Maður missir alveg magn-
aða konu sem er manni mjög
hjartkær og var á margan máta
meira stundum eins og mamma
númer tvö hjá mér. Sterkar og
duglegar konur voru þær báðar
tvær mamma okkar hún Þor-
björg F. Jónsdóttir heitin og
Sigrún systir mín sem núna eru
sameinaðar þar sem ljósið ræður
ríkjum. Þær voru alltaf klettur í
mínu lífi og stóðu með mér og
mínum fram á síðustu stundu.
Sigrún barðist hetjulega við
krabbamein sem á endanum
hafði betur. En minningarnar
lifa um kjarkaða og duglega
konu og góða fyrirmynd okkar
sem á eftir henni koma. Rækt-
arsemi og kærleikur var það sem
maður mætti alltaf. Ég sem barn
fékk til dæmis alltaf fallegan
heimasaumaðan jólakjól eins og
dætur hennar Helga og Hafdís
sem eru nánast jafngamlar mér
en ég var oft ekki nógu þakklát
því ég vildi minna hana á að ég
væri sko móðursystir þeirra og
ætti sjálf mömmu sem sæi um
mín jólaföt. Ég man líka eftir
mér í sjálfstæðisbaráttu sem
unglingur og við systur tókumst
á þegar við vorum ekki sammála
í skoðunum. En alltaf á endanum
gat hún leiðbeint mér á rétta
vegu og í dag er ég henni mikið
og endalaust þakklát fyrir að
hafa átt vináttu hennar og kær-
leika.
Ég á margar yndislegar og
verðmætar minningar um hjálp-
semi hennar, til dæmis þegar ég
giftist manni mínum Balda, þá
fannst Sigrúnu og Hilmari eðli-
legt að hjálpa móður minni og
okkur að halda brúðkaupsveislu
okkar á heimili sínu. Það fáum
við seint fullþakkað. Eins þegar
við svo fluttum inn í okkar fyrstu
híbýli, þá voru þau mætt vestur í
Rif þar sem við búum með tepp-
isrúlluna í sendibílnum sínum til
að leggja með okkur teppið.
Hellur sem voru lagðar í kring-
um hús okkar og þökur voru
lagðar með þeirra aðstoð.
Sigrún var viðstödd fæðingu
frumburðar okkar hjóna, hans
Hjalta Más heitins, og stóð sig
þar eins og hennar var von og
vísa, traust og hvetjandi. Honum
og öðrum börnum okkar var hún
ætíð góður vinur og hjálpleg. Við
Baldi gætum talið upp ótalmarg-
ar minningar aðrar með þeim
hjónum svo sem ferðalög bæði
innanlands og utan sem eru
ógleymanleg og öll skemmtilegu
áramótin þar sem við systkinin
öll og fjölskyldur komum til að
fagna nýju ári. Það myndi fylla
margar síður sem hægt væri að
skrifa um þessa stórkostlegu
konu sem nú hefur kvatt okkur.
En vonandi flytur hún kveðjur
fyrir okkur sem eftir lifum til
þeirra sem í sólarlandinu búa.
En eitt veit ég að falleg minn-
ing um Sigrúnu systur, mágkonu
og frænku mun ávallt fylgja okk-
ar fólki.
Elsku Hilmar Logi, Þorbjörg
Helga og Hafdís, okkar dýpstu
samúð sendum ykkur og fjöl-
skyldunni allri. Missir ykkar er
mikill.
Augun þreyttu þurftu að hvíla sig.
Það er stundum gott að fá að sofa.
Armar drottins umlykja nú þig,
okkar er að tilbiðja og lofa.
Við þér tekur annað æðra stig,
aftur birtir milli skýjarofa.
Enginn nær flúið örlögin sín
aldrei ég þér gleymi.
Nú ert þú sofnuð systir mín
Sæl í öðrum heimi.
Hlátra og hlýju brosin þín
í hjarta mínu geymi.
(Haraldur Haraldsson)
Guðrún Elísabet, Baldur
Freyr og fjölskylda.
Elsku Sigrún. Takk fyrir að
hafa alltaf verið þú; heiðarleg,
hjálpsöm og hlý. Alltaf hugsaðir
þú til okkar, meðal annars pass-
aðirðu börnin okkar ævinlega
þegar á þurfti að halda. Við
minnumst sérstaklega fjöl-
margra ferðalaga sem við fórum
saman; Þórsmörk um miðjan
vetur, Hrafntinnusker að sumar-
lagi, það mætti lengi telja. Svo
maður tali nú ekki um Róm og
Kaprí.
Síðasta áratuginn eða þar um
bil var alla föstudaga mætt á ein-
hverri kaffistofu þar sem málin
voru rædd. Þar var ekkert óvið-
komandi.
Þrátt fyrir veikindin áttirðu
góðar stundir síðustu árin og
gast ferðast m.a. til Atla Loga.
Og Önnu er minnisstæð ferðin
góða til Gunnu og Balda á Spáni.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni.
Sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
Anna, Páll, Hildur og
Hlynur og fjölskyldur.
Ég kynntist Sigrúnu fyrir um
60 árum þegar Hilmar bróðir
minn kom í heimsókn og kynnti
hana sem kærustu sína en hún
varð síðar eiginkona hans og lífs-
förunautur. Það tókust strax
með okkur Sigrúnu góð kynni
sem entust alla ævi. Sigrún bjó
yfir miklum mannkostum og
hæfileikum. Hæfileikarnir komu
fram í öllu því sem hún tók sér
fyrir hendur, hún saumaði til að
mynda þjóðbúning á sig og brúð-
arkjól á dóttur sína, var mikil
blómakona og töfraði fram fal-
legar blómaskreytingar við hin
ýmsu tækifæri, en þau hjónin
ráku blómabúð og síðar gróðr-
arstöð til margra ára.
Sigrún og Hilmar eignuðust
tvær dætur, þær Helgu og Haf-
dísi, og var gaman að sjá hversu
samstillt fjölskyldan var.
Við fjölskyldan áttum margar
ánægjustundir saman í gegnum
árin. Við heimsóttum Hilmar og
Sigrúnu þegar þau bjuggu í Nor-
egi en Hilmar var þar við nám.
Við ferðuðumst um norsku firð-
ina og gistum í tjöldum og sigld-
um milli hafna. Ekki má gleyma
ferðinni til Danmerkur á vegum
Oddfellow-reglunnar, en þar var
margt skemmtilegt og eftir-
minnilegt á dagskrá. Þau hjónin,
Hilmar og Sigrún, voru alltaf svo
glöð og skemmtileg og góð heim
að sækja og gaman að ferðast
með þeim. Þau höfðu mikla
ánægju af því að ferðast bæði
innanlands og utan og síðasta ár-
ið sem Sigrún lifði var hún enn
að ferðast þótt sjúkdómurinn
sem dró hana til dauða væri bú-
inn að taka af henni mikinn toll.
Ég kveð kæra mágkonu mína
með miklum söknuði og votta
Hilmari bróður mínum, Helgu,
Hafdísi og barnabörnunum mína
dýpstu samúð og óska þeim guðs
blessunar.
Emilía Ósk Guðjónsdóttir.
Það er með miklum söknuði
sem við kveðjum Sigrúnu Jens-
dóttur. Það var árið 1985 sem ég
kynntist Sigrúnu, þá aðeins 12
ára gamall, en foreldrar mínir
fóru með Sigrúnu og Hilmari í
sýningarferð sem leikfimishópar
úr Garðabæ og Kópavogi fóru
sameiginlega í til Brasilíu árið á
undan. Sigrún og Hilmar réðu
mig til vinnu hjá þeim í Garða-
mold og gróðrarstöðina sem þau
voru með í Garðabænum, stein-
snar frá heimili mínu. Ég kom til
þeirra sem ráðvilltur 12 ára pilt-
ur á upphafsárum unglingsins.
Óhætt er að segja að bæði Hilm-
ar, og þá alveg sérstaklega Sig-
rún með sinn sterka persónu-
leika, hafi haft afgerandi áhrif á
hvernig ég leit á veröldina og
geri enn. Svo vel kunni ég við
mig hjá þeim að ég vann hjá
þeim allt fram að þeim tíma er ég
hóf laganám í Háskóla Íslands,
að frátöldu einu sumri. Það var
alltaf Sigrún sem lagði línurnar
á þeim árum sem ég vann hjá
þeim. Með áherslu á vinnusemi
og á sama tíma uppbyggilegt
samtal um mikilvæg málefni
hafði hún afgerandi áhrif á hugs-
unarhátt minn. Mér er til dæmis
ávallt minnisstætt samtal sem
við áttum um jafnrétti kynja í
launamálum, sem var ekki sjálf-
sagt að ungur drengur á þessum
tíma hefði verið búinn að mynda
sér heilbrigða afstöðu til. Einnig
má nefna samtal okkar Sigrúnar
um mikilvægi þess að halda vel
utan um skráningu vinnutíma,
virðingu fyrir því að mæta á rétt-
um tíma til vinnu og gott utan-
umhald um innheimtu fyrir seld-
ar vörur. Nefna mætti fjölmarga
aðra þætti sem Sigrún kenndi
mér og vísa ég reglulega til
hennar. Lífsviðhorf sem Sigrún
fékk mig til að aðhyllast hefur
fylgt mér inn í lífið. Það sem er
þó kannski mikilvægast af öllu
er það traust sem Sigrún sýndi
mér og trú hennar á því að ég
næði markmiðum mínum. Án
stuðnings hennar hefði líf mitt
sjálfsagt þróast á annan veg. Ég
verð henni ævinlega þakklátur
fyrir allt sem hún gaf mér.
Votta ég fjölskyldu Sigrúnar
samúð mína. Blessuð er minning
þín. Takk fyrir allt.
Jón Finnbogason.
Sigrún prinsessa. Já, við vor-
um 10 vinkonur sem kölluðum
okkur „prinsessur“. Fyrir tæp-
um 30 árum ákvað þessi hópur
að fara saman út að borða einu
sinni í mánuði. Ein sá um að
ákveða á hvaða veitingastað væri
farið og síðan bauð hún heim í
kaffi og auðvitað eitthvert
nammi með. Einnig var farið
nokkuð oft á jólahlaðborð og
helgarferðir eitthvert út á land
og buðum við þá okkar betri
helmingi með. Síðast en ekki síst
lögðum við 10 prinsessur land
undir fót og fórum í vikuferð til
Barcelona þar sem við fórum í
skoðunarferðir og þræddum fína
veitingastaði. Allar þessar sam-
verustundir eru ómetanlegar
þar sem við nutum samverunnar
og vináttunnar. Hverjum hefði
dottið í hug að Sigrún, þessi
sterka kona, yrði fyrst af okkur
að kveðja þennan heim. Nei, það
var fráleitt.
En kæra vinkona, nú ert þú
komin á betri stað og þjáningum
þínum er lokið.
Við „prinsessur“ þökkum fyr-
ir allar þær góðu samverustund-
ir sem við áttu saman og vottum
Hilmari, Helgu, Hafdísi og öðr-
um ástvinum okkar innilegustu
samúðarkveðjur. Minningin lifir.
Arna, Halldóra, Hrafnhild-
ur, Kristiana, Guðbjörg
Ólöf, Ólöf, Regína, Sig-
urveig og Þórunn.
Traustur vinur, litríkur per-
sónuleiki og kær samferðamað-
ur, Sigrún Jensdóttir, er nú
kvaddur. Sigrún var afar dugleg
og ákveðin, verklagin og hjálp-
fús og lét sér fátt óviðkomandi.
Hún var mikil félagsvera og virk
í störfum sínum sem og í þátt-
töku í félagsstarfi. Hún var með-
al stofnenda Lionsklúbbsins
Eikar í Garðabæ, einum af
fyrstu kvenna lionsklúbbum á
Íslandi. Oddfellow-reglan var
henni hugleikin enda virkur fé-
lagi um áratuga skeið og gegndi
þar ýmsum trúnaðarstörfum.
Innan samfélags Garðbæinga
var Sigrún vel liðin og þekkt
enda höfðu þau Hilmar búið
lengi í Garðabæ, allt frá þeim
tíma, að „allir svo að segja
þekktu alla“.
Hún var líka félagi í minna
þekktum félögum. Eitt slíkt
myndaðist úr hópi kunningja um
1990. Vinabönd fimm hjóna urðu
að traustum félagsskap sem
kallar sig „Sólskríkjurnar“.
Markmiðið var að ferðast saman
um Ísland.
Ein föst sumar útileguferð
hefur verið farin á ári æ síðan, í 7
til 10 daga, með mismunandi
ferðabúnaði, svo sem í brúna
Econoline-ferðabíl Sigrúnar og
Hilmars, tjöldum, tjaldvögnum,
fellihýsum, bílatjöldum eða hjól-
hýsum. Iðulega voru farnar
aukaferðir, jafnvel um eyjar og
hálendið, farið og dvalið í sum-
arhúsum og þeyst um jökla á
snjósleðum. Í þessum ferðum
naut Sigrún sín, slíkur ferða- og
fjallagarpur sem hún var.
Áhugi hennar geislaði og þeg-
ar þau Hilmar Logi lögðu saman
stóð ekkert í vegi þeirra, hvort
heldur voru grýttir fjallahryggir
eða brattar hlíðar, sandbleytur
eða árvöð jökulvatna. Þetta eru
hinar hugljúfustu ferðir, slysa-
laus ævintýri í fögru umhverfi og
góðum félagsskap.
Í seinni tíð hefur þó dregið úr
tilhneigingu ferðagarpanna til
svaðilfara.
Tvennt hefur einkennt þessar
ferðir. Hið fyrra er einstök
hæfni á vorfundum að skipu-
leggja veður komandi sumars og
til að finna besta veðrið á landinu
alla ferðadagana.
Stundum þarf þó aðeins að
breyta út af áætlun og er þá ekki
talið eftir sér að hendast á milli
staða, jafnvel landshluta, í elt-
ingaleik við sólina og lognið.
Enda geta fáir ef nokkur ferða-
klúbbur á landinu státað af jafn-
mörgum dögum með borðhald
undir berum himni við logandi
kertaljós í sólskini.
Hið síðara er daglegt veislu-
borð með tilheyrandi „sexara“
(fordrykk). Frá upphafi hefur
mikið verið lagt upp úr kvöld-
verðarborðhaldi í öllum okkar
ferðum.
Meistarakokkar blikna í sam-
burði þegar þriggja rétta máltíð
sem borin er fram við kertaloga
á uppdúkað og skreytt matborð
með tilheyrandi servíettubrot-
um.
Í vinahópi Sólskríkjanna er
enginn undanskilinn með sitt
metnaðarfulla framlag.
Nú verða ferðirnar með þátt-
töku Sigrúnar ekki fleiri. Henn-
ar verður minnst, svo sterkt
stendur hún í hugskotum okkar.
Um leið og við kveðjum Sigrúnu
þökkum við innilega allt sam-
neytið og ánægjustundirnar,
sem við fengum svo ríkulega not-
ið. Við vottum þér, Hilmar Logi,
og fjölskyldu dýpstu samúð.
Megi Guð veita ykkur styrk
og blessa minningu okkar kæru
vinkonu.
Arna og Sighvatur, Ólöf
Októs, Ebba og Þorgrímur,
Sólveig og Árni.
Sigrún Jónína
Jensdóttir
Minningarvefur á mbl.is
Minningar
og andlát
Vefur þar sem er sameinað efni sem snýr að
andlátum og útförum. Þar eru birtar andláts-,
útfarar- og þakkartilkynningar sem eru að-
gengilegar öllum en auk þess geta áskrifendur
lesið minningargreinar á vefnum.
þjónustuaðila sem aðstoða þegar andlát ber
ætlaðar aðstandendum við fráfall ástvina.
www.mbl.is/andlát
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi,
EINAR GRÉTAR SVEINBJÖRNSSON
fiðluleikari,
er látinn.
Útförin verður auglýst síðar.
Börnin
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
ÁSTBJARTUR SÆMUNDSSON,
dvalarheimilinu Höfða, Akranesi,
áður Álfhólsvegi 85, Kópavogi,
lést föstudaginn 9. ágúst á dvalarheimilinu
Höfða.
Pétur Ástbjartsson Hrafnhildur Hjartardóttir
Ástríður Ástbjartsdóttir Jón Þór Hallsson
Bjarni Valur Ástbjartsson Nongnart Lue-U-Kosakul
Gylfi Ástbjartsson Hafdís Helga Ólafsdóttir
Hjalti Ástbjartsson Bryndís Emilsdóttir
barnabörn og langafabörn