Morgunblaðið - 14.08.2019, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 14.08.2019, Qupperneq 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 2019 ✝ Sigurður Guð-mundsson vél- stjóri fæddist í Reykjavík 4. júní 1950. Hann lést 2. ágúst 2019 á Drop- laugarstöðum. Foreldrar Sig- urðar voru Guð- mundur Hafsteinn Sigurjón Guðjóns- son (f. í Vest- mannaeyjum 1914, d. 1975) og Kristín Sigurð- ardóttir (f. 1923 á Kalmanstjörn í Hafnahreppi, d. 1973). Systkin Sigurðar voru Jóna Steinunn Patricia Conway (Pattý) (sammæðra) (f. 1941, d. 2011) og Steinar Guðmundsson (Golli) (f. 1947, d. 2007). Eftirlifandi eignkona Sig- urðar er Kristín María West- lund, f. 1956. Dætur Sigurðar eru tvær: 1) Herdís Dögg Sigurðardóttir (f. 1968). Barnsmóðir Borghildur Anna Jónsdóttir (f. 1951). Börn Her- dísar eru: Jón Sig- urður Pétursson (f. 1988) og Zoe Christi Ann Moul- der (f. 1996). Eiginmaður Her- dísar er Kristinn Johnsen (f. 1966), dætur hans eru Katrín (f. 1997) og Freyja (f. 1999). 2) Kristín Eva Sigurðardóttir (f. 1990). Unnusti Kristínar Evu er Ingvar Pálmarsson (f. 1991). Útför Sigurðar fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 14. ágúst 2019, klukkan 13. Pabbi var bæði fróðleiksfús og hafði vítt áhugasvið. Það gerði hann að skemmtilegasta pabba sem hægt er að hugsa sér. Hann smíðaði húsgögnin í herbergið mitt og samdi sögur sem geymdu góðan boðskap. Þrátt fyrir að pabbi væri alla tíð mikið útivinnandi, jafnvel á kvöldin og um helgar, hafði hann alltaf þrek og vilja til að sinna óteljandi verkum og áhugamálum þess utan. Ég hef ekki kynnst neinum með jafn mikinn kraft og atorku, enda var hann engum líkur. Hann las heilu kennslubækurnar fyrir mig og útskýrði efnið fyrir mér með einföldum hætti. Þannig hjálpaði hann mér í gegnum nám á grunn- og menntaskóla- stigi. Við feðgin höfðum gaman af því að fara í hjólreiðatúra, sund og skoða bækur og tímarit á ýmsum bókasöfnum. Við lékum okkur að því að semja tónlist og glamra, læra á tölvuforrit og fleira. Listinn er ótæmandi. Okkur leiddist aldrei saman og gátum alltaf fundið okkur eitt- hvað skemmtilegt að gera. Þannig myndaðist líka sterkt vináttusamband okkar á milli. Það sem einkenndi pabba í mínum huga var góðsemi og réttsýni. Hann hafði jafnframt einstaka skapgerð og var lífs- glaður og léttur í lund, hafði mikla þolinmæði og jafnaðargeð. Það var því mjög gott að vera í návist hans. Hann var yfirleitt sá fyrsti sem fólk hringdi í ef vantaði að- stoð við eitthvað, hvort sem það voru persónuleg málefni, flutn- ingar eða viðgerðir, því hann var bæði handlaginn og hjálpsamur. Hann var alltaf tilbúinn að hlusta og gaf bestu ráðin. Mamma og pabbi hafa verið lífs- förunautar stærstan hluta ævi sinnar, hefðu fagnað 40 ára brúðkaupsafmæli sínu hinn 30. nóvember næstkomandi. Í gegn- um veikindi pabba stóð mamma þétt við bakið á honum og hugs- aði vel um hann. Ég er mjög þakklát fyrir það. Elsku pabbi minn, þetta er mín hinsta kveðja til þín. Ég deili hér texta eftir Þorstein Sveinsson sem Björk Guð- mundsdóttir söng svo fallega og á svo vel við þig. Ó, pabbi minn, hve undursamleg ást þín var. Ó, pabbi minn, þú ávallt tókst mitt svar. Aldrei var neinn svo ástúðlegur eins og þú. Ó, pabbi minn, þú ætíð skildir allt. Liðin er tíð, er leiddir þú mig lítið barn. Brosandi blítt, þú breyttir sorg í gleði. Ó, pabbi minn, ég dáði þína léttu lund. Leikandi kátt, þú lékst þér á þinn hátt. Ó, pabbi minn, hve undursamleg ást þín var. Æskunnar ómar ylja mér í dag. (Þorsteinn Sveinsson) Ég sakna þín, en minningin lifir. Kristín Eva Sigurðardóttir. Elskulegi pabbi, hann kom og kvaddi mig í draumi nóttina áð- ur en hann dó. Ég sat á fallegri grasflöt og hann kom dansandi og syngjandi upp tröppur, gam- alt lag úr svarthvítu myndunum, og lagðist svo á flötina hjá mér með höfuðið í kjöltu minni. Ég sagði „þetta er allt of mikil áreynsla fyrir þig, pabbi minn“ og hann svaraði, „nei, nú get ég allt, Herdís mín“. Svo dó hann í fanginu á mér. Ég vona að hann geti nú allt sem hann gat ekki lengur. Pabbi minn næturgalinn kvaddi mig fallega eins og hon- um var lagið. Söng sinn síðasta söng til mín í draumi, en líkt og næturgalinn var hann feiminn og blíður og elskaði að syngja. Hann tjáði sig oftar í söng en í orðum, en orð voru nánast óþörf því nærvera hans hlýjaði öllum um hjartarætur. Pabbi var ættaður frá Kalmanstjörn í Höfnum og mín fyrsta minning er af honum í gamla húsinu þar þegar ég vaknaði og togaði mig upp á rimlunum í rúminu og hann sat á svefndívan á móti og horfði á mig með ást í augum. Við fórum þangað í sumarfrí fyrstu ár ævi minnar á blæjubílnum sem for- eldrar mínir áttu, keyrðum eftir rauða veginum upp að túninu, mér fannst vegurinn svo falleg- ur og í minningunni var alltaf sól sem ég stórefast um að sé rétt, en ég var hamingjusöm og þá er allt svo fallegt. Ég hef allt- af elskað rauða malarvegi síðan, þeir eru ímynd fagurleikans fyr- ir mér. Þegar amma dó hættum við að fara þangað í frí en ég fór alltaf í árlega pílagrímsferð með pabba á Kalmanstjörn og í gamla kirkjugarðinn við Kirkju- vogskirkju þar sem margir for- feður okkar eru jarðsettir. Hvert sem ferðalag hans leiðir nú er ég viss um að það er eftir rauðum malarvegi. Herdís Dögg Sigurðardóttir. Á sólríkum sumardegi lést mágur okkar Sigurður eftir ára- langa baráttu við illvíg krabba- mein. Af okkur var hann alltaf kallaður Lilli. Lilli var samferða- maður okkar í hartnær 50 ár og minningarnar sem tengjast hon- um eru æði margar og sökn- uðurinn mikill. Í fyrstu þegar hann og systir okkar Kristín, byrjuðu að rugla saman reytum, þá hringdi hann oft á æskuheimili okkar til að ná tali af henni. Í þá daga, áður en GSM-símar komu til sögunnar, þá var enginn símnúmerabirtir sem sýndi hver hringdi. Lilli var feiminn á þessum árum og talaði lágt, þannig að það var hóað í Kristínu að Lilli væri að hringja, þó ekki bærist neitt hljóð úr símtólinu. Sum voru símaöt og því alls ekki til Kristínar og urðu að endalausum bröndurum hjá fjölskyldunni eftir því sem árin liðu. Það sýnir kannski best hvaða mann hann hafði að geyma, að börn og dýr voru sátt í nærveru hans. Lilli hafði einstakt lag á ungbörnum og það var stórkost- legt að sjá að hann gat sefað sáran grát með því einu að taka upp ungabarn og bera það upp að bringu sinni. Það brást ekki að á örskömmum tíma hætti barnið að gráta. Minningin er sterk, af nýbökuðum og svo of- urstoltum föður þar sem hann hélt á dóttur sinni Kristínu Evu nýfæddri, agnarsmárri. Svo nett var hún að hún passaði í lófa föður síns. Hann hreinlega geisl- aði af gleði og hann tók hlutverk sitt sem verndari og faðir þessa barns mjög alvarlega og fylgdi henni vel úr hlaði. Þá þegar mynduðust órjúfanleg tengsl milli þeirra. Lilli var alltaf til í gott partí enda mikill tónlistarunnandi. Sem þessi orð eru skrifuð, þá hljóma Bítlarnir í huganum „In my life“ því það á svo vel við. Hann var fyndinn og hafði unun af að segja frá skemmtilegum uppákomum eða rökræða mál- efni líðandi stundar sem hann hafði ákveðnar skoðanir um. Hann var alltaf til í að hjálpa þeim sem voru hjálpar þurfi, hafði endalausa þolinmæði og var góður kennari. Hann var bakhjarl þeirra sem minna máttu sín og það var t.d. algengt á jólum og öðrum hátíðum að einstæðingar úr ýmsum áttum sátu til borðs með þeim hjónum og enginn fór tómhentur heim. Umfram allt, þá var Lilli góð- ur maður og réttlátur. Kristín var heppin að finna sér slíkt ljúfmenni sem lífsförunaut. Það er með sorg í hjarta að við kveðjum góðan dreng og minning hans mun lifa. En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið. og þín er liðin æviönn, á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. Þín vinartryggð var traust og föst og tengd því sanna og góða, og djúpa hjartahlýju og ást þú hafðir fram að bjóða. Og hjá þér oft var heillastund, við hryggð varst aldrei kenndur. Þú komst með gleðigull í mund og gafst á báðar hendur. Svo vinur kæri vertu sæll, nú vegir skilja að sinni. Þín geta máttug verndarvöld á vegferð nýrri þinni. Með heitu, bljúgu þeli þér ég þakka kynninguna, um göfugan og góðan dreng ég geymi minninguna. (Höf. ók.) Saknaðarkveðjur: Margrét, Edward, Sús- anna og Katrín Westl- und, makar og börn. Nú er fallinn frá einstakur maður með stórt hjarta, mikla ást og væntumþykju, hógvær og eldklár. Erfitt væri að finna ákveðnari manneskju, sem sést best á yfir áratuga langri bar- áttu við sjúkdóm sem hann neit- aði að gefast upp á móti. Þökk sé þessum baráttuvilja fékk ég tækifæri til að deila með honum Sigurður Guðmundsson ✝ Magnús Sig-fússon fæddist hinn 13. mars 1940 í Hafnar- firði. Hann lést á Vífilsstöðum hinn 5. ágúst 2019. Faðir Magnúsar var Sigfús Magn- ússon, f. 13. júlí 1905, d. 19. júní 1990. Móðir Magnúsar var Sigurást (Ásta) Ásbjörns- dóttir, f. 27. nóv. 1910, d. 23. mars 1997. Systkini Magn- úsar eru: Sverrir, f. 1932, d. 2002, maki Sólveig Þórð- ardóttir, Baldur, f. 1934, maki Elsa H. Ágústsdóttir, Jóhanna, f. 1937, maki Björn maí 1967, d. 22. sept. 1978, og Sigfús, f. 14. des. 1968, kvæntur Halldóru Jóhann- esdóttur, f. 23. des. 1968. Börn þeirra Sigfúsar og Hall- dóru eru Ísak, f. 1996, Gígja, f. 2000, og Ásbjörn Jóel, f. 2004. Magnús nam húsasmíði við Iðnskólann í Hafnarfirði og hlaut sveinsréttindi sín 1963 og meistararéttindi 1967. 19 ára gamall hóf hann störf við Trésmiðju Björns Ólafssonar í Hafnarfirði og starfaði þar í rúma þrjá áratugi. Þá flutti hann sig yfir til sérvinnslu BYKO, en BYKO hafði keypt trésmiðjuna árið 1991. Hjá BYKO starfaði Magnús síðan út starfsævi sína. Útför Magnúsar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 14. ágúst 2019, og hefst athöfnin klukkan 13. H. Björnsson, Ás- björn, f. 1948, d. 2001, maki Jó- hanna Björns- dóttir, og Hólm- fríður, f. 1953, maki Björn Þór Egilsson. Hinn 31. júlí 1969 kvæntist Magnús eftirlif- andi eiginkonu sinni, Auðdísi Karlsdóttur, f. 24. des 1936. Foreldrar hennar voru Karl V. Guðbrandsson, f. 3. ágúst 1903, d. 25. maí 1977, og Anna Kristín Hjörleifsdóttir, f. 12. maí 1904, d. 8. maí 1980. Börn þeirra Magnúsar og Auðdísar eru Gígja, f. 30. Elsku bróðir minn, það er erfitt að trúa því að þú sért far- inn frá okkur. Þú sem ég var svo viss um að myndir ná því að verða í það minnsta 100 ára. Alltaf svo hress og kunnir svo vel að njóta lífsins. Við vorum sex systkinin og erum núna þrjú eftir. Ég er langyngst af ykkur, svo það voru bara við þrjú yngstu sem ólumst upp saman. Nú eruð þið báðir farnir, þú og Ási. Það koma margar minningar upp í huga minn frá uppvaxt- arárum okkar. Þú varst þrettán árum eldri en ég og því skilj- anlegt að þú hafir þurft að sýna mér ákveðið umburðarlyndi, en þú gast einnig verið þrjóskur og fundist ég vera þreytandi. En það risti ekki djúpt því þegar þú fórst til New York með vinum þínum komstu hlaðinn gjöfum til mín. Þú gafst þér tíma til þess að velja á mig falleg föt í þessari ferð. Það segir að ég hafi verið þér ofarlega í huga. Mér er einnig minnisstætt að þú gafst mér skatthol í fermingargjöf, eins og vinkonur mínar fengu frá foreldrum sínum. Man þegar ég fékk að bóna flotta Saabinn þinn, þú eignaðist hann áður en pabbi eignaðist sinn fyrsta bíl. Man vel eftir ferð sem ég, mamma og pabbi fórum með þér á bílnum þínum, vestur á Hellissand, æskustöðv- ar mömmu. Það var vel heppnuð ferð. Man hvað ég beið óþreyju- full að þú færir að heiman því ég átti að fá herbergið þitt. Ég fór oft inn í herbergið þitt þegar þú varst ekki heima og raðaði dótinu mínu í huganum. Kíkti aðeins í skúffurnar í skrifborð- inu þínu, í leiðinni. Vona að þú fyrirgefir mér það. Elsku bróðir, þú varst ein- staklega bóngóður og hjálpleg- ur. Þau eru ófá smiðsverkin sem þú hefur hjálpað mér með, enda gott að spyrja þig ráða, fá leið- beiningar og faglega hjálp. Þú varst mikill handverksmaður. Þú varst vinamargur og þekktir flestalla samferðarmenn þína úr Hafnarfirði og áttir auð- velt með að telja upp ættar- tengsl þeirra og margra ann- arra. Þú varst sannur Gaflari. Elsku besti bróðir minn, þakka þér fyrir að verið alltaf til staðar fyrir mig og fjölskyldu mína. Ég á svo sannarlega eftir að sakna þess að geta ekki vink- að þér út um gluggann eins og ég var vön að gera þegar þú varst á þinni daglegu heilsubót- argöngu. Elsku mágkona, þú sem hefur misst svo mikið, núna einnig traustan lífsförunaut. Þið voruð einstaklega samhent hjón og miklir félagar. Elsku Sissi og fjölskylda, þið sjáið eftir einstökum föður, tengdaföður og afa. Hann var svo stoltur af ykkur öllum, fékk aldrei nóg af því að segja mér fréttir af ykkur. Minningin lifir um einstakan mann. Megi ykkur veitast kraft- ur til að yfirvinna sorgina. Vertu sæll, minn kæri bróðir. Hólmfríður (Fríða). „Tvíbýli! Það er versta sam- búðarform sem til er.“ Þetta voru orð sem við fengum að heyra þegar við hjónin festum kaup á efri hæð í Kvíholti 10. Við hittum þau heiðurshjón yfir kaffi nokkrum dögum eftir að við fluttum inn. Þar með hóf- ust ekki bara góð nágranna- kynni heldur góður og traustur vinskapur. Kaup okkar í Kvíholtinu eru okkar lottóvinningur í lífinu. Ekki bara vinskapur heldur einnig íbúðin sem við festum kaup á. Maggi og Dísa hafa greinilega lagt hjarta sitt í húsið og það finnst. Vel byggt og viðhaldið alla tíð. Andinn í húsinu er góð- ur og ber vitni hjartahlýju þeirra. Maggi var alltaf boðinn og búinn að rétta okkur hjálp- arhönd og ætla ég ekki að tí- unda þau verk og ráðleggingar sem við nutum, sem var oft. Kvíholt 10 er einstaklega vel byggt hús og í gegnum tíðina hefur Maggi frætt okkur um byggingu og viðhald. Maggi lagði blóð, svita og tár við þessa byggingu og væntumþykju í gegnum áratugina. Húsið og þessar tvær íbúðir bera þess merki. Við kaup okkar á sumarbú- staðarlandi reyndist Maggi okk- ur vel. Ég var duglegur að spyrja hann ráða og alltaf var hann boðinn og búinn að leggja mér lið. Nokkrar ferðir í bústaðinn þeirra eru eftirminnilegar og sérstaklega maturinn. Yndislegt að sjá þau hjón vinna saman að undirbúningi og matseld og maturinn alltaf upp á 10. Jólin 2002 ákváðum við að elda skötu. Einhver hafði orð á því að það þyrfti samþykki ná- granna. Það væru allir hálfvit- lausir þegar lyktina legði yfir. Við spurðum þau hvort þeim væri sama. Þau héldu það nú. Skata væri nú þeirra matur. „Nú ef svo er, er ykkur hér með boðið“ sögðum við. Í þeirri veislu voru einnig for- eldrar okkar. Gleðin og þakklæti skein úr öllum og ákveðið var að hafa þetta árlegt. Í dag er þetta fjörutíu manna veisla og Maggi og Dísa hafa verið með frá upp- hafi. Eins og hjá öllum er sorg og gleði. Maggi og Dísa hafa tekið þátt í því. Stuðningur þeirra við okkur hefur verið ómetanlegur. Nú er komið að leiðarlokum en eftir stendur ljúf minning um góðan mann. Elsku Maggi, við hugsum um Kvíholtið á þann hátt sem þú kenndir okkur og þökkum þér yndislega samfylgd þessi 17 ár. Fjölskyldunni sendum við okkar dýpstu samúðarkveðjur. Guðný og Jón, Kvíholti 10, efri hæð. Vinur minn, Maggi Fúsa, er farinn úr jarðlífinu og verður hann jarðsettur í dag. Ekki stóð þetta nú til þar sem við áttum pantaða miða til Te- nerife núna í haust. Innifaldir í ferðinni voru svo tveir sólarhringar á okkar kæra Hóteli í Puerto, þar sem við og konurnar okkar, Dísa og Sonja, dvöldum oft. Það var alltaf glatt á hjalla hjá okkur í Puerto og þar sung- um við gjarnan „Spanish Eyes“ við flottan undirleik innfæddra gítarspilara. Maggi var góður drengur og góður vinur minn. Marga ljúfa stundina áttum við saman og þær urðu bara betri og fleiri með árunum. Maggi átti hamar og sög og ég átti líka hamar og sög – og þannig vopnum búnir fengum við aðgang að skemmtilegri og gefandi aðstöðu í lífinu. Árum saman var Maggi mín hjálparhella og andans stuðn- ingsmaður við hinar ýmsu fram- kvæmdir í Hvassahrauninu. Þar var smíðað, málað, grjóti velt og sandi mokað – gamlar hurðir fjarlægðar og nýjar sett- ar í. Svo voru vandamál heims- ins rædd og leyst yfir kaffibolla og kleinu. Maggi skildi eftir hjá mér minningafjársjóð sem ætíð mun auðga mínar daglegu hugrenn- ingar. Takk fyrir það, Maggi, og bless að sinni. Þórður og Sonja í Hvassahrauni. Nú hefur elskulegur Maggi kvatt þennan heim. Ég naut þeirra forréttinda að alast upp í návist trausts og góðs fólks í Kvíholti 10. Þau tengsl héldust alltaf þrátt fyrir töluverðar fjar- lægðir okkar á milli í seinni tíð. Ég á margar góðar minningar um Magga allt frá barnæsku. Það sem einna helst stendur upp úr er einstök hjartahlýja hans, húmor og greiðvikni, sem hann deildi óspart. Hann sýndi mér og því sem ég hef verið að fást við hverju sinni alltaf áhuga, bæði með væntumþykju og athygli. Maggi var alltaf boðinn og búinn að aðstoða. Þá naut ég góðs af einstökum smiðshæfi- leikum og handlagni hans, má þar nefna haganlega smíðaðan boga sem hann gaf mér, fallega innrammað plakat af heims- meisturum Ítalíu í fótbolta og sérsmíðað rúm í herbergið mitt. Nú síðast í haust nutum við fjöl- skyldan aðstoðar Magga þegar við vorum nýflutt aftur til Ís- lands. Það var ekki að því spurt, rösklega gekk Maggi til verks og tvö rúm strákanna urðu aftur að koju eins og fingri væri smellt. Nýr stigi var betri og fallegri en nokkurn tímann sá gamli, Magnús Sigfússon

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.