Morgunblaðið - 19.08.2019, Qupperneq 1
M Á N U D A G U R 1 9. Á G Ú S T 2 0 1 9
Stofnað 1913 193. tölublað 107. árgangur
SELFYSSINGAR
BIKARMEISTARAR
Í FÓTBOLTA SÁLUFÉLAGAR
MIKIL ÞÖRF FYRIR
SÉRFRÆÐINGA Í
TRJÁFRÆÐI
ÍMYND ÍSLENSKU ÞJÓÐARINNAR 28 TRJÁKLIFRARAR AÐ ATVINNU 11ÖFLUGUR ÍÞRÓTTABÆR SPORT
A
ct
av
is
91
10
13
Omeprazol
Actavis
20mg, 14 og 28 stk.
Magasýruþolin hörð hylki ætluð fullorðnum til
skammtímameðferðar við einkennum bakflæðis
(t.d. brjóstsviða og nábít). Gleypið hylkin í heilu
lagi með hálfu glasi af vatni fyrir mat eða á
fastandi maga. Lesið vandlega upplýsingar á
umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins.
Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á
frekari upplýsingum um áhættu og auka-
verkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á
www.serlyfjaskra.is
„Í gær urðum við vitni að dapurlegri
stund í sögunni þegar við klifruðum
upp á það sem áður var jökullinn Ok,
til að setja þar upp skilti til að minn-
ast eyðingar hans,“ segir í upphafi
aðsendrar greinar eftir Mary Robin-
son, fyrrverandi forseta Írlands, og
Ólaf Elíasson listamann, sem birt er
í Morgunblaðinu í dag. Voru þau í
gær bæði viðstödd formlega kveðju-
athöfn á jöklinum Ok.
Árið 1945 var Ok einungis sjö fer-
kílómetrar, að því er fram kemur í
frétt Morgunblaðsins frá október ár-
ið 1960 sem fjallar um hraða eyðingu
jökla á Íslandi. Svo hefur jökullinn
stækkað duglega því árið 1956 var
hann orðinn 34 ferkílómetrar, ef
marka má tölur úr lokaritgerð frá
jarðvísindadeild Háskóla Íslands.
Frá 1985 hefur Ok farið minnkandi.
Hann missti sess sinn sem jökull árið
2014 þegar hann var úrskurðaður
„hreyfingarlaus dauðís“ af jarðfræð-
ingnum Oddi Sigurðssyni.
Hvetja stjórnvöld
Í áðurnefndri grein hvetja Robin-
son og Ólafur stjórnvöld til að grípa
til aðgerða vegna loftslagsbreytinga.
„Fyrir hönd núverandi kynslóða,
kynslóðanna sem eftir koma og
þeirra jökla sem eftir lifa í heimin-
um,“ segja þau í greininni.
„Vitni að dapurlegri stund“
Jökullinn Ok var að dauða kominn árið 1945 og talinn vera sjö ferkílómetrar
Kveðja Ólafur Elíasson og Mary Robinson við kveðjuathöfnina í gær.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
M Dapurleg stund »15 og 4
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Upplýsingar um launaþróun forstjóra ríkisfyrir-
tækja setja kjaraviðræður BHM við ríkisvaldið í
nýtt ljós að sögn Þórunnar Sveinbjarnardóttur,
formanns BHM. Upplýsingarnar sem um ræðir
komu fram í svari við fyrirspurn Þorsteins Víg-
lundssonar, þingmanns Viðreisnar, til fjármála-
ráðherra. Þar kom fram að laun ríkisforstjóra
hefðu hækkað um tæplega fjórðung síðan kjara-
ráð var lagt niður árið 2017. Stjórnir viðkomandi
fyrirtækja bera nú ábyrgð á launakjörunum. Í
samtali við mbl.is í gær sagði Þorsteinn sláandi
hve mikið ósamræmi væri í launaákvörðunum
eftir fyrirtækjum. Kallaði hann eftir samræmdri
launastefnu sem stjórnum umræddra fyrirtækja
yrði gert að fylgja.
Sama ríkisvaldið í viðræðunum
„Þessar upplýsingar setja kjaraviðræðurnar í
nýtt ljós,“ segir Þórunn og nefnir að aðildarfélög
BHM eigi nú í kjaraviðræðum við „það sama ríkis-
vald og beri ábyrgð á rekstri og launakjörum þess-
ara fyrirtækjastjórnenda“. „Í viðræðum um kaup
og kjör félagsmanna innan BHM hefur sannarlega
ekki bólað á neinu viðlíka handa okkar fólki,“ segir
Þórunn, sem kveðst hugsi yfir upplýsingunum og
að þær verði rýndar betur.
Þórunn bætir því við að kjararáð hafi verið lagt
niður fyrir um tveimur árum til að koma í veg fyrir
að laun æðstu stjórnenda ríkisins þróuðust með
tilviljanakendum og ógegnsæjum hætti. „Nú virð-
ist sem einmitt það hafi gerst. Það er alvarleg hlið
á málinu og það verður að skoða þessar upplýs-
ingar í því ljósi líka,“ segir hún. „Miðað við það
sem nú liggur fyrir velti ég því fyrir mér hvort það
að leggja niður kjararáð hefur haft tilætluð áhrif,“
segir Þórunn.
Setja viðræður í nýtt ljós
Upplýsingarnar varpi nýju ljósi á kjaraviðræður Ekkert viðlíka boðist BHM
Laun virðist ákveðin með ógegnsæjum hætti þrátt fyrir niðurlagningu kjararáðs
Fjölmargir foreldrar mættu með börn sín að Kjarvalsstöðum í gær þar sem
byggður var ævintýraleikvöllur úr pappakössum, límbandi, spýtum og
öðrum efniviði. Er leikvöllurinn framtak samtakanna Meðvitaðir
foreldrar, sem leggur áherslu á virðingarríkt uppeldi.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ævintýraleikvöllur
úr pappakössum
Bæði Evrópska
persónuverndar-
ráðið og Evr-
ópska persónu-
verndarstofnun-
in telja nauðsyn-
legt að farið sé
yfir gildandi
alþjóðasamninga
Evrópusam-
bandsins við
Bandaríkin vegna skýjalöggjafar
Bandaríkjanna. Skýjalöggjöfin
heimilar löggæsluyfirvöldum í
Bandaríkjunum að krefjast afhend-
ingar á gögnum þjónustuaðila sem
staðsettir eru í Bandaríkjunum.
Óvíst er hvaða afleiðingar skýja-
löggjöfin hefur á Ísland en fjöl-
margir Íslendingar nýta sér banda-
ríska þjónustuaðila sem geyma
gögn í svokölluðum „skýjum“ á
netinu.
Helga Þórisdóttir, forstjóri
Persónuverndar, segir ólíklegt að
bandarísk löggæsluyfirvöld geti
nýtt skýjalöggjöfina til að nálgast
íslensk gögn án heimildar en gefur
sér að einhvers konar samkomulag
sé í gildi við bandarísk stjórnvöld
sem veiti slíka heimild. »10
Óvissa um áhrif
skýjalöggjafar
Helga Þórisdóttir
Páll Magnús-
son, formaður
allsherjar- og
menntamála-
nefndar, segist
vona og treysta
því að hægt verði
að grípa til aðgerða sem bæti
rekstrarstöðu einkarekinna fjöl-
miðla á Íslandi. Telur hann ekki
nóg að grípa til skattalegra að-
gerða eins og menntamálaráðherra
leggur til.
„Það verður jafnframt að fylgja
því að fyrirferð Ríkisútvarpsins á
auglýsingamarkaði verði tak-
mörkuð,“ segir Páll, sem lítur svo á
að RÚV hafi fengið talsverða hækk-
un rauntekna af útvarpsgjaldi. »2
Segir ekki nóg
að grípa til
skattaaðgerða