Morgunblaðið - 19.08.2019, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 19.08.2019, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. ÁGÚST 2019 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. NÝ VER SLUN Í MÖRKI NNI 3 OG UND IRHLÍÐ 2 AKUR EYRI ÓTRÚLE G OPNU NAR- TILBOÐ OPNUN AR TILBOÐ Mörkin 3 • Reykjavík | Undirhlíð 2 • Akureyri Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Tuttugu þýskir fréttamenn eru komnir til Íslands til þess að fylgjast með heimsókn Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, að því er áreið- anlegar heimildir Morgunblaðsins herma en hún kemur til landsins í dag. Er fjölmiðlafólk óvenjumargt miðað við það sem gerist við heim- sóknir annarra þjóðarleiðtoga til landsins. Öryggisgæsla í kringum heim- sókn Merkel mun vera með hefð- bundnu sniði, eftir því sem sömu heimildir herma. Eins og greint var frá í Morgunblaðinu síðastliðinn fimmtudag er Merkel sérstakur gestur árlegs sumarfundar forsætis- ráðherra Norðurlandanna og er hún hér í boði Katrínar Jakobsdóttur for- sætisráðherra. Fjölmiðlamenn frá Norðurlöndunum eru einnig hér- lendis vegna sumarfundarins. Gefa ekki upp komutíma Auk þess að sitja fundi forsætis- ráðherranna mun Merkel funda eins- lega með Katrínu á Þingvöllum í dag. Óljóst er hversu lengi Merkel verður á landinu en hún mun alla vega dvelja hér fram á þriðjudag. Af öryggisástæðum mun for- sætisráðuneytið ekki gefa upp klukkan hvað Merkel lendir á Ís- landi. Merkel hefur ekki heimsótt Ís- land áður í sinni kanslaratíð sem hófst árið 2005. Tuttugu fréttamenn fylgjast með komu Angelu Merkel AFP Gestur Angela Merkel bætist væntanlega í hóp Íslandsvina.  Öryggisgæsla verður hefðbundin „Ég óska ábúendum hér, Sigurði Hansen og fjölskyldu allri, hjartan- lega til hamingju með staðinn, sem er svo glæsilegur, að sýna sögu okkar og sagnaarfinum þessa ræktarsemi. Við megum vera stolt en þeirra er heiðurinn fyrst og fremst,“ sagði Guðni Th. Jóhannes- son, forseti Íslands, er hann ásamt Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfa- dóttur ráðherra opnaði í gær list- og sögusýningu í Kakalaskála í Skagafirði, sem byggist á sögu Þórðar kakala, oddvita Sturlunga. Sigurður Hansen á Kringlumýri hefur ásamt konu sinni, Maríu Guð- mundsdóttur, og fjölskyldu byggt upp menningartengda ferðaþjón- ustu þar sem áhersla er lögð á Haugsnesbardaga 1246 og sviðsetn- ingu hans. Á sýningunni eru verk 14 listamanna frá 10 þjóðlöndum, sem dvöldu þarna í sumar við að búa til verk er túlka sögu Þórðar kakala. bjb@mbl.is Sýna sagnaarfinum ræktarsemi  Forseti og ráð- herra vígðu sýningu í Kakalaskála um Sturlungaöld Morgunblaðið/Björn Jóhann Sýning Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ráðherra og Guðni Th. Jóhannesson forseti klipptu á borða í Kakalaskála er sýningin var opnuð í gær að viðstöddu fjölmenni. Hjónin Sigurður Hansen og María Guðmundsdóttir halda í borðann, en þau hafa byggt upp menningartengda ferðaþjónustu á staðnum. Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Katrín Jakobsdóttir, forsætisráð- herra og formaður Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs, staðfesti í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi að hún yrði ekki stödd hér á Íslandi þegar Mike Pence, varafor- seti Bandaríkjanna, kæmi í heim- sókn til Íslands hinn 4. september næstkomandi. Segist ekki sjá á ástæðu til að breyta dagskrá sinni „Það er rétt hjá þér. Fyrir nokkrum mánuðum samþykkti ég að vera ræðumaður á þingi Nor- rænu verkalýðssamtakanna, sem einmitt á sér stað þessa daga, og ég hef ekki séð ástæðu til þess að breyta þeirri dagskrá minni,“ sagði forsætisráðherra í samtali við Morgunblaðið í gærkvöld. Forsætisráðherra sagði jafnframt að hún væri hvenær sem væri reiðubúin að funda með ráðamönn- um Bandaríkjanna sem og annarra samstarfsþjóða Íslands. Guðlaugur Þór Þórðarson utan- ríkisráðherra sagði af sama tilefni að hann vissi ekkert um áform for- sætisráðherra og vissi því ekkert um það hvort hún yrði á landinu eða ekki þegar varaforseti Banda- ríkjanna, Mike Pence, kæmi hingað í heimsókn 4. september næstkom- andi. Katrín verður ekki á landinu  Mike Pence varaforseti mun ekki hitta forsætisráðherra Íslands Katrín Jakobsdóttir Mike Pence Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Páll Magnússon, formaður allsherj- ar- og menntamálanefndar, fagnar hugmyndum um að takmarka umsvif RÚV á auglýs- ingamarkaði, en telur ekki sjálf- gefið að félaginu verði bætt öll til- heyrandi tekju- skerðing að fullu í gegnum hækkað útvarpsgjald. „Ég lýsti þeirri skoðun minni, þegar mennta- málaráðherra kynnti hugmyndir sín- ar um að koma til móts við erfiða rekstrarstöðu einkarekinna fjöl- miðla, að það yrði einnig að tak- marka fyrirferð Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði,“ segir Páll. Haft var eftir Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráð- herra, í Morgunblaðinu síðastliðinn föstudag að það væri í undirbúningi að RÚV hyrfi af auglýsingamarkaði. Jafnframt sagði Lilja að RÚV yrði bætt tap vegna þessa með styrkjum, en auglýsingatekjur RÚV eru tæpir tveir milljarðar á ári. „Það gleður mig að menntamálaráðherra skuli núna ljá máls á þessu með þessum hætti sem hún gerir, því tækifærið er núna,“ segir Páll og vísar til þess að þjónustusamningur RÚV við ríkið sem gerður er til fjögurra ára rennur út um áramót. Fleiri greiðendur „Líta má svo á að í rauninni hafi Ríkisútvarpinu þegar verið bættur hluti af þessari hugsanlegu skerð- ingu. Það felst í því að rauntekjur af útvarpsgjaldi nú eru 600 milljónum króna hærri á ári en þær voru í upp- hafi þjónustusamningsins fyrir fjór- um árum,“ segir Páll. Hann vísar til þess að fyrir utan hækkanir á út- varpsgjaldinu í samræmi við verðlag eins og gert var ráð fyrir í þjónustu- samningnum hefur fyrirtækið fengið auknar tekjur í samræmi við fjölgun greiðenda. Spurður um þá 1,4 milljarða sem eftir eru af hugsanlegu tveggja millj- arða tekjutapi svarar Páll: „Það er bara miðað við það að Ríkisútvarpið yrði tekið alfarið af auglýsingamark- aði. Í mínum huga er ekkert sem segir að það sé sjálfgefið að skerðing á auglýsingatekjum yrði að vera bætt að fullu í gegnum útvarps- gjaldið.“ Nefndarformaðurinn segist ekki vita um einhug innan ríkisstjórnar- flokkanna um að takmarka umsvif RÚV á auglýsingamarkaði. „Um þetta mál eru mjög skiptar skoðanir. Ég veit að í mínum þingflokki eru skiptar skoðanir, málið hefur ekki verið afgreitt úr þingflokkum ríkis- stjórnarinnar.“ Tekjutap RÚV hefur þegar verið bætt  Rauntekjur af útvarpsgjaldi hafa aukist um 600 milljónir Páll Magnússon

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.