Morgunblaðið - 19.08.2019, Side 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. ÁGÚST 2019
Ég veit ekki með
ykkur en hjá mér er
það þannig að mér
finnst tíminn vera
fljótur að líða og allt í
einu er farið að stytt-
ast í hinn endann. Sú
var tíðin að við á yngri
árum biðum gjarnan
eftir því að verða eldri
til þess að mega gera
eins og hinir eldri voru
að gera. Nú snýst þetta við og maður
vildi gjarnan að tíminn væri ekki
svona fljótur að líða. Við höfum oft
lesið um það að lífeyriskerfið okkar
sé einstakt í víðri veröld og það sé
ótrúlegt hvers þetta samtrygginga-
kerfi er megnugt. Reyndar heyrum
við líka af því að fólkið í
kringum okkur er með
áhyggjur af öldruðum
foreldrum sínum sem
geta varla lengur séð
um sig sjálf. Þau segja
að sama hvað þau reyni
til þess að finna úrræði
séu þau öll löngu upp-
seld og biðin til þess að
komast í einhverja
lausn er óralöng. Einu
úrræðin virðast í sum-
um tilfellum vera þau að
börnin hugsi sjálf um
foreldra sína og skipti
með sér verkum. Í hinu fullkomna
nútímasamfélagi er það nú svo að
báðir makar eru útivinnandi og geta
illa bætt slíkri umönnun á sig. Við
heyrum líka af því frá heilbrigðis-
kerfinu að sjúkrahúsin eigi í erfið-
leikum með að sinna þjónustu sinni
sem til er ætlast vegna langveiks
gamals fólks sem ekki eru nein úr-
ræði fyrir og ekki er hægt að senda
til síns heima vegna þess að fólkið er
einfaldlega of veikt til þess.
Mín fræði segja mér að á næstu
árum verði algjör sprenging í þeim
aldurshópi sem er að komast á efri
árin og líkur eru til að þurfi á aukinni
þjónustu að halda í heilbrigðiskerf-
inu. Ekki er loku fyrir það skotið að
það örli á því að maður velti því fyrir
sér hvað verði um mann sjálfan.
Sjálfum finnst mér umræðan um
þessi mál fá fremur litla athygli og
ekki laust við að maður sé að verða
vitni ap einhverskonar þöggun!
Einhver myndi segja að lausnin
við þessu hljóti að vera einhver áætl-
un um þörfina á komandi árum og
hver okkar viðbrögð eru við því?
Stundum hættir manni til að segja
eitthvað á þessa leið: Hvað eru okkar
fulltrúar á Alþingi að gera í málinu?
Hverju eru okkar fulltrúar í bæjar-
stjórnum að velta fyrir sér í þessum
efnum?
Mér finnst það blasa við að við er-
um að horfa á risastórt verkefni sem
mun ekki hverfa af yfirborði jarðar,
svo mikið er víst. Heimurinn sem við
búum í verður stöðugt betur í stakk
búinn til þess að útvega okkur lyf og
önnur þægindi sem aftur auka lífs-
líkur okkar sem aftur leiðir til þess
að við lifum lengur. Þetta þýðir
væntanlega það að fjöldi gamals
fólks vex og hlutfall þeirra sem fyrir
þeim öldruðu þurfa að sjá verður
minna. Við skulum ekki halda að það
muni lagast af sjálfu sér, alla vega
ekki í náinni framtíð. Við búum við
samtryggingarkerfi sem miðar að því
að allir eigi sama rétt en er það svo?
Mínar hugleiðingar ganga út á að
heyra frá samborgurum mínum hvað
til bragðs skuli taka. Í mínum huga
er alveg skýrt að eftirspurn eftir
öldrunarrými mun margfaldast á
komandi árum. Spítalarnir okkar eru
ekki lausn til lengri tíma fyrir gamalt
og veikt fólk. Það þarf að tryggja að
sjúkrahúsin geti sinnt sínum verk-
efnum í staðin fyrir að þurfa að sinna
eldra fólki sem á ekki í önnur hús að
venda.
Eftir Sigurþór
Charles
Guðmundsson
Sigurþór Charles
Guðmundsson
»Mér finnst það blasa
við að við erum að
horfa á risastórt verk-
efni sem mun ekki
hverfa af yfirborði jarð-
ar, svo mikið er víst.
Höfundur er endurskoðandi.
sigurthorgudmundsson@gmail.com
Áhyggjulaust ævikvöld
Undanfarna mánuði
hefur mikið verið rit-
að um 3. orkupakka
ESB en lítil sem eng-
in umræða hefur átt
sér stað milli þeirra
sem hafa andstæð
viðhorf í þessu máli.
Aðaláherslan er á
lagaleg atriði en varla
er minnst á eðli orku-
lindanna. Fram hjá
því verður þó ekki gengið að eðli
auðlinda ræður miklu um það
hvernig hin lagalega umgjörð um
þær þarf að vera.
Orkustefna ESB
Í mörg ár hefur ESB verið að
móta eigin raforkustefnu. Hún er
allt í senn, flókin, ólýðræðisleg og
torskilin, a.m.k. fyrir hinn al-
menna lesanda. ESB hefur sett á
laggirnar yfirþjóðlega stofnun,
ACER, sem getur tekið lagalega
bindandi ákvarðanir um nýtingu
orkulinda í ESB- og EFTA-
löndum. ESB skilgreinir raforku
sem hverja aðra vöru. Viðskipti
með þessa vöru eiga að vera frjáls.
Skilgreiningin á raforku sem vöru
er harla undarleg. Yfirleitt hafa
menn val þegar um kaup á vöru er
að ræða. Hins vegar er ekkert val
þegar um aðgengi að rafmagni er
að ræða. Raforka er ómissandi
fyrir heimili og fyrirtæki og lýs-
ingu í bæjum og borgum. Mikil-
vægt er að skilja hvað raunveru-
lega liggur að baki skilgreiningu
ESB.
Með regluverki sínu um orku-
mál vill ESB afla sér réttar til að
geta nýtt orkulindir í aðild-
arríkjum sínum. Af hverju má ekki
gera tvíhliða samninga eins og
venjan er í viðskiptum með vörur?
Orkulindir okkar
Orkulindir Íslendinga eru fall-
vötn, jarðhiti og vindur. Lítið er
vitað um vindorkuna því nýting
hennar en enn hverfandi. Samt
sýnist ljóst að vindurinn sé mjög
stór orkugjafi.
Orka í fallvötnum og jarðhita
hér á landi er mikil miðað við
íbúafjölda í landinu en hverfandi á
heimsvísu. Aflgeta (afl merkir
flæði eða streymi á orku, hér á
rafmagni) vatnsorkuvera og jarð-
gufustöðva á Íslandi er nú nálægt
2.800 megavöttum (MW). Á heims-
vísu er uppsett afl raforkuvera að
nálgast 7.000 gígavött (GW), þ.e.
sjö milljónir MW. Hlutur Íslands
er 0,04%.
Árið 2017 nam framleiðsla raf-
orku með jarðgufu 5
teravattstundum
(TWh) en 14 TWh
með vatnsafli. Orku-
vinnslugeta virkj-
unarhugmynda sem
fjallað er um í 2.
áfanga rammaáætl-
unar er um 15 TWh á
ári, en óvíst er hversu
margar þeirra verði
nýttar, m.a. vegna
umhverfisáhrifa. Til
samans eru virkjanir
og nefndar virkj-
unarhugmyndir tæplega helm-
ingur af áætlaðri nýtanlegri vatns-
orku á Íslandi (64 TWh á ári) skv.
skýrslu Orkustofnunar (OS 83068/
VOD31B) frá 1983. Þessi tala
grundvallast á mati á vatnsbúskap
Íslands. Aðferðafræðin við matið
ber með sér að það hljóti að vera
ónákvæmt. Eldra mat sem í er
vitnað í nefndri skýrslu gaf 38
TWh á ári og annað enn eldra 26
TWh á ári.
Fróðlegt er að bera saman raf-
orkubúskap í fjölmennasta ríki
ESB, Þýskalandi, við Ísland. Þar
er árleg framleiðsla raforku með
jarðefnaeldsneyti 40,2% af heild-
inni, kjarnorka 13,2% en fyrir
endurnýjanlega orkugjafa (vindur,
sól, fallvötn og lífmassi) er talan
46,6%. þar af eru fallvötn 4,0%. Á
Íslandi eru nýttir tveir orkugjafar
til raforkuframleiðslu, fallvötn
(rúm 70%) og jarðgufa (tæp 30%).
Sláandi er hversu Þjóðverjar
nota þegar mikla sólar- og vind-
orku til raforkuframleiðslu, 36,0%
af heildinni. Samt hefur jarðefna-
eldsneyti enn vinninginn með
40,2%. Þjóðverjar eru í vandræð-
um með að standa við markmið sín
um að draga úr losun koltvíoxíðs í
andrúmsloftið. Ennfremur skortir
Þjóðverja aðgengi að vatnsorku-
verum til að hafa nóg rafafl í
álagstímum á daginn. Það má mik-
ið vera ef orkustefna ESB snýst
ekki mest um aðgengi að vatnsafli
og að uppbygging á regluverki
þess snúist um það. Stóra spurn-
ingin er: Verða Íslendingar beittir
þrýstingi ef þeir vilja hvorki sam-
þykkja orkupakka 3 né leggja sæ-
streng. Tíminn einn mun leiða
sannleikann í ljós.
Eftir Stefán
Arnórsson
» Orkulindir á Íslandi
eru miklar miðað við
íbúafjölda en hverfandi
á heimsvísu.
Stefán Arnórsson
Höfundur er jarðefnafræðingur og
hefur starfað að orkumálum í meira
en 50 ár.
sted@hi.is
Orkustefna
ESB og íslenskar
orkulindirHvalárvirkjun íÓfeigsfirði hefur veriðþó nokkuð í um-
ræðunni að undan-
förnu sökum þeirra
umhverfisspjalla sem
hún hefur í för með
sér. Samkvæmt mati
Skipulagsstofnunar
munu sjö stöðuvötn,
sem njóta sérstakrar
verndar, fara undir lón
og rennsli í þremur óröskuðum ám
minnka mikið. Fossinn Drynjandi í
Hvalárgljúfrum mun sama sem
þurrkast upp þar sem rennsli í hann
verður nær ekkert á löngum tímabil-
um. Einnig verða fleiri fossar, Rjúk-
andafoss og fossa- og flúðaröð í Ey-
vindarfjarðará, fyrir töluverðum
áhrifum af framkvæmdinni.
Þetta er bara brot af þeim óaftur-
kræfu umhverfisáhrifum sem virkj-
unin mun hafa í för með sér en hún
kemur auk þessa niður á dýralífi á
svæðinu og mun hafa neikvæð áhrif
á þá fugla sem verpa og eiga sér bú-
svæði á Ófeigsfjarðarheiði. Það er
því mikið í húfi fyrir náttúruna að
virkjunin verði ekki að
veruleika.
Þeir sem standa að
virkjuninni eru fyrir-
tækið Vesturverk, en
það er með skráð aðset-
ur á Ísafirði. Þegar
fyrirtækið er skoðað
kemur í ljós að
stjórnarformaður þess
er Ásgeir Margeirsson,
sem er betur þekktur
fyrir að hafa starfað
sem forstjóri Magma
Energy Iceland. Þetta
er þó ekki eina orkufyrirtækið sem
hann hefur komið nálægt, en hann
sat sem stjórnarformaður og pró-
kúruhafi Hrafnabjargavirkjunar
fram til 2007 og sem stjórnar-
formaður HS Orku til 2011.
Ásgeir er ansi virkur í fjármálalíf-
inu og hefur komið víða við. Má þar
nefna að hann sat í stjórn Bláa lóns-
ins fram til 2019 en þar situr einnig
Ágústa Þóra Johnson, eiginkona
Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utan-
ríkisráðherra. Einnig var hann með-
stjórnandi Hreyfingar Eignarhalds-
félags og Hreyfingar-Fasteigna
fram til 2012 en eins og alkunna er
eru þau fyrirtæki í eigu Ágústu.
Nú er Ísland lítið land og því er
oft sagt að allir þekki alla. Það er þó
eftirtektarvert að stjórnir þessara
tveggja fyrirtækja Hreyfingar eru
báðar fámennar en í þeim virðast al-
mennt sitja þrír stjórnarmenn
ásamt Ágústu. Til samanburðar sitja
þrjátíu og átta í stjórn Viðskiptaráðs
Íslands þar sem Ágústa á einnig
sæti. Nú er greinilegt að Hvalár-
virkjun mun hafa mikil áhrif á nátt-
úruna á Ófeigsfjarðarheiði og því
eðlilegt að furða sig á hvers vegna
samþykki hefur fengist fyrir þessari
náttúruspillandi framkvæmd. Erfitt
er að segja til um það en þó er eðli-
legt að staldra við þessi óheppilegu
pólitísku tengsl þegar allir fletir
málsins eru skoðaðir.
Hvað er í húfi?
Eftir Hildi Sif
Thorarensen
Hildur Sif Thorarensen
»Hvalárvirkjun er
framkvæmd sem
mun hafa ófyrirsjáanleg
áhrif á náttúruna og nú
þegar má áætla mikil
náttúruspjöll.
Höfundur er verkfræðingur.
hildursifgreinar@gmail.com