Morgunblaðið - 19.08.2019, Page 17
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. ÁGÚST 2019
Elsku Sigga Ósk
okkar. Hinn 21. júlí
fluttir þú á heimilið
Blikaás og nú 17 ár-
um síðar nánast
upp á dag flytur þú í sumarland-
ið. Eftir stutt veikindi kvaddir
þú, en ósjaldan hefurðu hrist af
þér flensur og náð þér á strik,
enda varstu algjört hörkutól.
Þú varst mikill karakter og
þrátt fyrir fötlun þína sýndir þú
og kenndir okkur svo margt.
Með svipbrigðum, tunguhreyf-
ingum og blisstáknum gasti sagt
til um nánast allt sem þú varst
spurð að eða það sem þú vildir
koma á framfæri. Þú varst ein-
stök, klár og skemmtileg og
bjóst yfir visku sem náði okkur í
hjartastað. Og það sem þú gast
skemmt þér þegar verið var að
gantast og hafa gaman, enda
mikill húmoristi, og þú hreifst
okkur með þér í gleðinni.
Þú hafðir sterkar skoðanir og
Sigríður Ósk
Jónsdóttir
✝ Sigríður Óskfæddist 19. júní
1964. Hún lést 22.
júlí 2019.
Útför Sigríðar
Óskar fór fram 16.
ágúst 2019.
lést þær berlega í
ljós, hvort sem það
var sjónvarpsefni,
bíómyndir eða
stjórnmál. Þú nýttir
þér þinn kosninga-
rétt eins og hver
annar og hafðir
ákveðnar skoðanir
á því hvað þú vildir
kjósa, það mætti
segja að þú hafir
verið kvenréttinda-
kona. Þú tókst þér alveg tíma til
að kynnast og treysta nýju
starfsfólki en þegar það var
komið þá varð til sterk og falleg
vinátta og fyrir það erum við
þakklát. Þú elskaðir að fara á
tónleika, leikhús og bíó. Ósjald-
an vildir þú horfa á „Mamma
Mia“ í sjónvarpinu og var topp-
urinn þegar þú fórst að sjá
Mamma mía á sviði, eða þegar
þú fórst að sjá „Elly“, vá, hvað
þú skemmtir þér vel enda mikill
aðdáandi – svo ekki sé talað um
hvað Bubbi var í miklu uppá-
haldi. Við eigum eftir að sakna
þessara samverustunda, að
hlusta á góða tónlist eða horfa á
góða bíómynd. Og við eigum eft-
ir að syngja „Mamma mia, here
I go again. My my, how can I
resist you? Mamma mia, does it
show again? My my, just how
much I’ve missed you“ og þá
hugsum við til þín.
Þú munt alltaf eiga stað í
hjarta okkar allra, við vorum
lánsöm að fá að kynnast þér.
Takk fyrir samveruna. elsku
Sigga Ósk.
Fyrir hönd allra á Blikaási 1,
Ellen Jónsdóttir.
Haustið 1979 hóf ég kennslu
við Þjálfunarskólann á Kópa-
vogshæli. Nemendur voru flestir
búsettir á Hælinu og mátti því
ætla að greindarþroski þeirra
væri skertur. Ég hafði litla
þekkingu á frávikum í þroska og
vissi að ég hefði margt að læra.
Þó átti ég þess síst von að þarna
biði mín eitthvert vandasamasta
verkefni sem ég hef tekist á við.
En þetta haust varð ég aðal-
kennari Sigríðar Óskar og vann
með henni í fjögur skólaár. Í
byrjun fikraði ég mig áfram að
finna kennsluefni og minnist
formkubba í ýmsum litum. Þessi
þroskaleikföng sýndi ég Sigríði
Ósk og sagði um leið að þetta
væri nú rauður hringur, þetta
blár ferningur og þannig koll af
kolli. Hún sýndi þessu lítinn
áhuga og nennti tæpast að taka
þátt í svona stússi.
Allt annað var uppi á teningn-
um ef lesin var fyrir hana bók.
Þá fylgdist hún með af áhuga og
brást allt öðru vísi við en sam-
nemendur hennar. Mig fór þá að
gruna að í höfði Siggu Óskar
byggi fleira en búast mátti við í
ljósi þess hvar hún var búsett.
Hófst þá leit að leiðum til þess
að leysa úr læðingi það sem
þessi nemandi minn kynni að
búa yfir. Því stríði hef ég áður
lýst í bókinni Á leið til annarra
manna og skal ekki fjölyrt um
orrustur þess hér.
Hitt skal sagt að Sigríður Ósk
kenndi mér mun fleira en ég
henni. Í kennslustundum okkar
fékk ég staðfestan þann grunn-
þátt kennslufræðinnar að allt
sem þarf til þess að árangur ná-
ist er að skilningur nemanda
ráði við verkefnin sem tekist er
á við og hugur hans standi til að
leysa þau. Það var sem sé fyrst
með því að fást við ritað mál að
skriður komst á vinnu okkar. Ég
þurfti ekki að kenna Siggu að
lesa, það hafði hún lært löngu
fyrr, en bókstafir voru afbragðs
tól til þess að nota við ýmsar
raddæfingar. Og ekki reyndust
rittáknin síður gagnleg til þess
að staðfesta að Sigríður Ósk gat
tæpast verið greindarskert.
Hið mikilvægasta sem ég
lærði af samskiptum okkar Sig-
ríðar Óskar var að þótt sterk
kerfi leggist gegn manni á mað-
ur aldrei að láta af sannfæringu
sinni. Það hrikti í Kópavogshæl-
inu þegar Á leið til annarra
manna kom út 1982 og önnur
hrina gekk yfir þegar í kjölfarið
var fjallað um Sigríði í sjón-
varpsþætti. Þá var hún komin í
Þinghólsskóla og greindi á
skjánum í orðflokka nafnorð,
lýsingarorð og sagnorð. Allur
skjálfti kerfisþjóna var óþarfur
því að ekki féll misjafnt orð um
Hælið, hvorki í bókinni né sjón-
varpsþættinum.
Deild 20 á Kópavogshæli und-
ir ákveðinni en mildri stjórn
Hönnu þroskaþjálfa var Sigríði
eins gott heimili og kostur var á.
Enda unni hún þeim stað. Nú
hefur Hælið verið aflagt og þjón-
usta við fatlaða er orðin öll önn-
ur en var þegar leiðir okkar Sig-
ríðar Óskar lágu saman. Ég hef
þá trú að þótt hún hafi ekki bein-
línis lagt stirðnað kerfi að velli
hafi saga hennar orðið til þess að
styðja við breyttar hugmyndir
um aðbúnað fatlaðra.
Sigríður Ósk var glaðvær og
félagslynd. Hún var gleðigjafi
margra og sýndi með lífi sínu að
mannauður mælist ekki í efn-
islegri framlegð.
Takk fyrir kennsluna, Sigríð-
ur Ósk. Fólkinu þínu sendi ég
samúðarkveðjur.
Trausti Ólafsson.
Mikil hetja, Sigríður Ósk
Jónsdóttir, er farin heim til hins
himneska föður okkar, sem tek-
ur vel á móti henni. Ég man þeg-
ar við hittumst fyrst. Þá var hún
að stíga sín fyrstu skref í tölvu-
samskiptum fyrir fatlað fólk á
Íslandi. Ég kom henni í kynni
við tölvuna mína, sem ég flutti
heim frá Danmörku. Við hitt-
umst alltaf í gegnum tíðina og
skildum hvor aðra þótt við ætt-
um báðar í erfiðleikum með að
tjá okkur.
Megi hinn himneski faðir um-
vefja fjölskyldu Sigríðar ást og
hlýju í sorg þeirra.
Megi minning þín lifa, elsku
Sigga Ósk. Við hittumst aftur
þegar minn tími er kominn.
Ég hugsa
Ég hugsa eins og þið
En þið vitið það ekki
Ég get ekki sagt ykkur það
Þið skiljið mig ekki
Ég reyni að tala við ykkur
En þið horfið bara á mig
og farið
Bros
Fangi í eigin líkama, hún brosir til
fólks sem veit ekki betur en
hún sé greindarskert
og kemur fram við hana
samkvæmt því.
En hún brosir bara
og veit að
einhvern tímann
nær andi hennar
fram að skína
skært eins og
sólin sem
fyrirgefur syndir
manna og
brosir bara
Kær kveðja, þín vinkona,
Ásta Dís Jenna Ástudóttir
Ástráðsdóttir.
✝ GuðmundurÁmundason
fæddist á Vatns-
enda í Villinga-
holtshreppi 10.
janúar 1932. Hann
lést á Vífilsstöðum
4. ágúst 2019.
Foreldrar hans
voru hjónin
Ámundi Guð-
mundsson, f. 12.
október 1902, d.
25. ágúst 1948, og Kristín
Guðmundsdóttir, f. 24. júlí
1910, d. 2. febrúar 1963,
bændur á Vatnsenda. Systkini
Guðmundar eru Sigrún, f.
1934, Ingibjörg, f. 1936, Gest-
ur, f. 1940, og Helgi, f. 1947.
Guðmundur kvæntist 18.
október 1958 Ólafíu Margréti
Ólafsdóttur tónmenntakenn-
ara, f. 23. apríl 1939. For-
eldrar hennar voru Bergþóra
Jónsdóttir atvinnurekandi, f.
15. apríl 1906, d. 29. mars
1990, og Ólafur Guðmundsson
spunameistari, f. 24. ágúst
Erni Baldurssyni, f. 1967,
börn þeirra eru Kolbeinn, f.
1997, og Auður, f. 2003. 6)
Hjalti, f. 1971, kvæntur Helgu
Áslaugu Þorleifsdóttur, f.
1968.
Barnabarnabörn Guð-
mundar og Ólafíu Margrétar
eru níu talsins.
Guðmundur ólst upp í Fló-
anum en fluttist ungur maður
til Reykjavíkur og starfaði
sem leigubílstjóri á Hreyfli
frá rúmlega tvítugu allt til 75
ára aldurs, auk þess að aka
rútum fyrir Vestfjarðaleið um
allnokkurt skeið. Þá stofnaði
hann og starfrækti fyrirtækið
Píra-húsgögn í félagi við þá
Sigurð Sigtryggsson og Stein-
grím Th. Þorleifsson. Hann
var heiðursfélagi Hreyfils og
gegndi ýmsum trúnaðar-
störfum fyrir bifreiðastjóra-
félagið Frama þar sem hann
sat meðal annars í stjórn um
árabil. Guðmundur var félagi
í ýmsum gönguklúbbum og
naut þess að ferðast vítt og
breitt um Ísland þar sem hann
stundaði gjarnan náttúru-
ljósmyndun.
Útför Guðmundar fer fram
frá Grafarvogskirkju í dag,
19. ágúst 2019, og hefst at-
höfnin klukkan 13.
1906, d. 30. júlí
1961.
Börn Guð-
mundar og Ólafíu:
1) Ólafur, f. 1959,
sambýliskona
Kristín Sigfús-
dóttir, f. 1962,
börn Ólafs eru
Unnur, f. 1984, og
Matthías, f. 1992.
2) Pálmi, f. 1960,
d. 2018, kvæntur
Eddu Sigríði Sigurbjarna-
dóttur, f. 1960, börn Pálma
eru Andrea, f. 1985, og Ey-
þór, f. 1988. 3) Kristín, f.
1961, gift Sigurði Birni Guð-
mundssyni, f. 1961, synir
þeirra eru Guðmundur Björn,
f. 1984, Bergþór Njáll, f. 1988,
Elvar Árni, f. 1993, og Sindri
Snær, f. 2000. 4) Ámundi, f.
1966, kvæntur Ingu Birnu
Björnsdóttur, f. 1965, börn
þeirra eru Stella Björt Berg-
mann Gunnarsdóttir, f. 1990,
og Guðmundur, f. 1999. 5)
Bergþóra Njála, f. 1969, gift
Elskulegi pabbi minn er lát-
inn, 87 ára að aldri. Hann var
hvíldinni feginn en þakklátur
fyrir að hafa lifað svo lengi
þrátt fyrir hjartaveiki sem
hrjáði hann stóran hluta ævinn-
ar.
Ég held að pabbi hafi kunnað
öðrum fremur þá kúnst að vera
þakklátur. Hann gladdist inni-
lega af stórum og smáum til-
efnum, fylgdist af einlægum
áhuga með afkomendum sínum
og studdi þá með ráð og dáð.
Hann vissi að lífið er ekki bara
dans á rósum og hafði samúð
með aðstæðum þeirra sem
höfðu ekki verið gæfusamir í líf-
inu.
Pabbi var 16 ára þegar faðir
hans lést, langt fyrir aldur
fram. Hann var bændasonur,
elstur fimm systkina og það
hefur varla verið auðvelt fyrir
16 ára gutta að ganga fjórum
systkinum nær í föðurstað og
axla ábyrgð á búrekstrinum
með móður sinni þar til ráðs-
maður tók við tveimur árum
síðar. Ég ímynda mér að þá
þegar hafi útsjónarsemi hans,
þrautseigja og áræðni komið
sér vel – eiginleikar sem áttu
eftir að einkenna flest það sem
hann tók sér fyrir hendur,
hvort sem það var að breyta
gömlum bíl í traktor sem sár-
vantaði í sveitinni, byggja
íbúðarblokk eða ala önn fyrir
sex börnum á tímum óðaverð-
bólgu og atvinnuþrefs.
Það gerði pabbi með bravúr.
Ekki aðeins sá hann til þess að
fjölskylduna skorti ekkert held-
ur voru það forréttindi að alast
upp við þau fallegu lífsgildi og
þá mannelsku sem var pabba
svo töm. Hann var mildur faðir,
hlýr og skilningsríkur. Og aldr-
ei var svo þröngt í búi á okkar
barnmarga heimili að ekki væri
hægt að láta eitthvað renna til
ýmissa góðgerðamála.
Pabbi var náttúruunnandi af
guðs náð og kenndi okkur börn-
unum að njóta íslenskrar nátt-
úru á ótal ferðalögum fjölskyld-
unnar þvers og kruss um
landið. Fararskjótinn var skær-
grænn Willys-Overland jeppi
sem eitt sinn hafði verið í eigu
Ásgeirs Ásgeirssonar forseta.
Fyrstu árin var barnaskaranum
pakkað vandlega niður í gamalt
Ægistjald og í minningunni
lognaðist maður út af við suðið í
gamla prímusnum sem var not-
aður sem hitagjafi á meðan
pabbi fylgdist grannt með því
hvort tjaldið væri nokkuð farið
að leka á samskeytunum. Síðar
meir smíðaði pabbi fellihýsi í fé-
lagi við tvo vini sína, og með þá
heimatilbúnu höll í eftirdragi
var brunað yfir Sprengisand og
Kjöl, í Öskju, Herðubreiðar-
lindir og Kerlingarfjöll, í Land-
mannalaugar og Þórsmörk og
þverhníptir firðir þræddir vest-
an lands og austan. Á þessum
ferðum lærðum við krakkarnir
að meta fjölbreytileika grjótsins
sem varð á vegi okkar, seiglu
stráanna sem stungust upp úr
eyðisandinum, kraft jökulánna
og litadýrð sólarlagsins. Þarna
spannst sú taug sem æ síðan
hefur dregið okkur að íslenskri
náttúru. Fyrir það er ég óend-
anlega þakklát.
Við pabbi höfðum ólíkar
skoðanir á pólítík og gátum rif-
ist um málefni, s.s. um ágæti
virkjana og uppbyggingu iðn-
aðar í landinu. Lífsskoðanir
okkar voru þó þær sömu þótt
væru undir ólíkum merkimiðum
stjórnmálanna. Og þótt við
tækjumst stundum á naut ég
hverrar mínútu sem ég var
samvistum við pabba.
Þær samvistir verða ekki
lengri. Ég kveð pabba gamla
með söknuði og þakklæti –
betri föður hefði ekki verið
hægt að hugsa sér.
Bergþóra Njála
Guðmundsdóttir.
Pabbi minn Guðmundur
Ámundason kvaddi okkur 4.
ágúst sl. Hann var ætíð eins og
klettur og alltaf svo blíður og
góður að betri föður er vart
hægt að hugsa sér. Hann ferð-
aðist mikið um landið með fjöl-
skylduna og fræddi okkur
systkinin um nöfn á kennileit-
um, fossum og fjöllum. Pabbi
vakti hjá mér mikla löngun að
ferðast um landið með mín börn
og maka þegar þar að kom. Ég
kveð hann með söknuði og sorg
í hjarta. Takk, pabbi, fyrir allan
þann tíma sem ég hef átt með
þér, og seinna með fjölskyldu
minni líka, þú hefur alltaf verið
góður afi líka.
Eftir lifa minningar um
yndislegan mann. Hvíldu í friði,
pabbi minn.
Kristín Guðmundsdóttir.
Mig langar að minnast elsku-
legs tengdaföður míns sem lést
á Vífilsstöðum 4. ágúst sl. eftir
erfið veikindi.
Guðmundur eða Gúndi eins
og hann var ávallt kallaður var
mikill öðlingsmaður, rólegur og
hafði góða nærveru. Ég sá hann
aldrei skipta skapi.
Þegar ég kynntist Ámunda
fyrir 24 árum tóku þau hjónin,
Gúndi og Magga okkur Stellu
dóttur minni sem þá var tæp-
lega 5 ára opnum örmum. Ég
man vel eftir því hvað hún tók
strax miklu ástfóstri við hann.
Hún leiddi hann um íbúðina og
horfði feimin upp til hans. Það
var ekki laust við að hann væri
feiminn líka.
Í fyrstu bjuggum við í kjall-
aranum hjá þeim og kynntumst
við þeim því fljótlega vel.
Árið 1999 kom sonur okkar í
heiminn og var hann skírður
Guðmundur í höfuðið á afa sín-
um. Annað kom ekki til greina
þar sem þeir urðu alnafnar.
Alltaf hefur hann reynst okk-
ur vel og minnist ég notalegra
stunda þegar hann kíkti í kaffi
en hann var mjög fjölskyldu-
rækinn.
Hann var mikið náttúrubarn.
Í sumarbústaðaferðunum átti
hann það til að hverfa tímunum
saman en þá hafði hann farið í
göngu og enginn vissi í hvaða
átt hann fór og farsímar ekki
algengir. Ég man að við vorum
oft farin að undrast um hann en
alltaf skilaði hann sér þó að
lokum.
Okkar síðasta samverustund
var nokkrum dögum fyrir and-
lát hans. Hann var orðinn mjög
þjakaður af veikindum sínum.
Ég var nýkomin heim úr göngu
af Hornströndum og það lifnaði
heldur yfir honum þegar ég fór
að sýna honum myndir úr ferð-
inni þar sem hann hafði gengið
um þær slóðir. En hann var
þreyttur. Ég fann að ég var að
kveðja hann í hinsta sinn.
Hvíl í friði, elsku besti Gúndi
minn. Ég er svo þakklát fyrir
okkar kynni. Ég mun ætíð
sakna þín.
Þín tengdadóttir,
Inga Birna.
Mig langar að minnast
tengdaföður míns, Guðmundar,
en ég kynntist honum þegar við
Begga vorum að draga okkur
saman sumarið 1991.
Að undanskildum nokkrum
mánuðum í Reykjavík voru
fyrstu ár búskapar okkar í Nor-
egi. Guðmundi var annt um að
við myndum rækta tengslin við
Ísland og bárust okkur reglu-
lega rúllur af Mogganum í sjó-
pósti. Í þeim mátti stundum
finna seðil inn á milli blaðsíðna
en Guðmundur vissi sem var að
ungum námsmönnum veitti ekki
af auka aur til þess að draga
fram lífið. Þetta átti ekki aðeins
við um okkur en hann sá um
alla afkomendur sína og
tengdabörn á sama hátt eða
greiddi þeim götuna með hverj-
um þeim hætti sem hann gat.
Mér er eftirminnileg ferð
með námskórnum Pirum frá
Þrándheimi til Íslands 1996.
Þar var ég á ferðinni með um
tuttugu lífsglaða Norðmenn í
tónleikaför. Ferðuðumst við
víða og þá kom ekkert annað til
greina en að fá Guðmund til
þess að flytja okkur á milli
staða. Guðmundur fékk í æsku
sinni ekki tækifæri til þess að
leggja mikla stund á nám, hvað
þá tungumálanám, vegna and-
láts föður síns þegar hann var
ungur og þurfti að leggja sitt að
mörkum til þess að framfleyta
fjölskyldunni. Takmörkuð mála-
kunnátta kom þó ekki að sök
þegar kom að samskiptum hans
við norsku gestina. Hann hlust-
aði á þá, svaraði á íslensku með
brosi sem náði einnig til augn-
anna og málin voru leyst.
Þegar heim var komið að
námi loknu jukust tækifærin til
samveru með Guðmundi. Dýr-
mætar eru minningarnar úr
ýmsum ferðum innanlands með
honum. Til dæmis þegar hann
áttaði sig á því að það veitti
ekkert af því að segja óreynd-
um háskólagengnum tengda-
syninum til um hvernig ætti að
haga sér í utanvegarakstri og
ferðum yfir óbrúaðar ár. Hann
gerði manni það ljóst með
mildri hægðinni að það þýddi
ekkert að göslast áfram yfir
árnar heldur anda með nefinu,
setja í lága drifið, finna brotið í
ánni, hafa vaðið fyrir neðan sig
og láta svo bílinn um að fara
fetið yfir ána í rólegheitum.
Guðmundur hafði mikið yndi
af því að ferðast um landið og
upplifa náttúruna. Svo mikil var
aðdáunin að fjölskyldunni
fannst stundum nóg um eftir
sumarfríin þegar filmurnar
voru framkallaðar og í ljós kom
að hallaði verulega á hlutdeild
mynda af fjölskyldumeðlimum
miðað við myndir af fjöllum og
firnindum. Þó að Guðmundur
hefði komið víða við á ferðum
sínum var alltaf einn vegur sem
hann átti eftir að fara og vorum
við Begga svo lánsöm að vera
honum samferða um hann en
það er vegurinn um Sléttanes
milli Dýrafjarðar og Arnar-
fjarðar. Það var upplifun sem
gleymist seint. Einbreiður veg-
urinn um hamrabeltið Hrafn-
holur norðan megin í fjallinu
við Dýrafjörð, stórbrotin
hamrabeltin fyrir ofan Lokin-
hamra og stórgrýtt klettafjaran
við Arnarfjörð sem aðeins var
fær á fjöru. Við gleymdum að
vísu að athuga sjávarföllin fyrir
ferðina en það blessaðist samt
og áttum við góðan dag og
minningu sem við glöddumst
við að rifja upp með honum síð-
ar.
Guðmundur kvaddi þetta líf
saddur lífdaga og sáttur. Ég
kveð hann og minnist þægilega
nærveru hans og hlýlega bross-
ins.
Örn Baldursson.
Guðmundur
Ámundason