Morgunblaðið - 19.08.2019, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 19.08.2019, Qupperneq 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. ÁGÚST 2019 ✝ Hrönn Stein-grímsdóttir fæddist 1. janúar 1949, í Reykjavík. Hún lést á Land- spítalanum, n 27. júlí 2019. Foreldrar henn- ar voru Stein- grímur Guðmunds- son, fæddur 22.5. 1923, dáinn 8.1. 2012, og Fjóla Sig- urðardóttir, fædd 12.6. 1925, dáin 16.8. 2014. Hrönn var ein af þremur systkinum, eldri bróðir hennar, Matthías Sævar, lést árið 1974 en yngri bróðir Hrannar er Þórir Einar, fæddur 5.6. 1952. Eiginkona hans er Áslaug Bjarnadóttir og þeirra börn eru Rannveig Þórisdóttir og Matthías Sævar Þórisson. Eiginmaður Hrannar er Sig- urður Kristinsson, fæddur 6.3. 1938. Börn Sigurðar frá fyrra hjónabandi eru Pétur Hrafn, 24.2. 1961, og Guðmundur Ragnar, f. 20.3. 1964. Eigin- kona Péturs Hrafns er Sigrún Jónsdóttir og eiga þau þrjú börn og tvö barnabörn. Eigin- kona Guðmundar Ragnars er Gróa María Einarsdóttir. Dóttir Hrannar fyrir hjónaband er Steinunn Fjóla Jónsdóttir, fædd 30.11. 1970. Stein- unn á þrjár dætur, Sesselíu Rán, Vil- borgu Hrönn og Evu Maríu. Ses- selía Rán á soninn Aitor sem fæddur er 23.11. 2015. Hrönn ólst upp í Reykjavík. Hún gekk í Kvennaskólann og síðar í Leiklistarskóla Reykja- víkur og útskrifaðist þaðan ár- ið 1969. Hún lék á sviði með Leikfélagi Reykjavíkur á átt- unda áratugnum og síðar í þó- nokkrum kvikmyndum og þáttaröðum fyrir sjónvarp. Hrönn starfaði hjá Iðnó, breska sendiráðinu og hjá ýmsum bönkum og hótelum sem skrif- stofustúlka og bókari. Hrönn og Sigurður bjuggu lengst af í Reykjavík en einnig í allmörg ár í Hafnarfirði. Útför Hrannar hefur farið fram í kyrrþey. „La muerte no existe, hija. La gente sólo se muere cuando la olvidan – me explicó mi madre poco antes de partir–. Si puedes recordarme, siempre estaré contigo.“ (Dauðinn er ekki til, dóttir. Fólk er aðeins látið þegar það gleymist – útskýrði móðir mín fyrir mér stuttu áður en hún lést. Ef þú manst eftir mér, verð ég alltaf með þér.) (Texti úr bókinni Eva Luna eftir Isabel Allende.) Það er grófheklað teppi á rúminu. Appelsínugult og mjúkt. Efsta skúffan í skattholinu er alltaf læst og seinna meir eign- ast ég plötuspilarann, með kassalaga hvítum hátölurum. Málverkið á veggnum er blátt, í horninu ritað Picasso með svörtum stöfum. Þetta er kona sem snýr í mig bakinu. Dregur hnén að brjósti sér. Fylgir henni allar götur. Henni mömmu. Farðu nú upp og sæktu kara- melluboxið sem ég keypti í út- löndum. Og ég flýti mér upp tréstiga með bilum milli þrepa. Gríp andaktug um höldur á mjólkurbrúsa frá Hollandi og tipla niður. Lokið er laust. Og ég man hávaðann er boxið rúll- aði niður stigann og þeytti inn- pökkuðum rjómakaramellum í allar áttir. Stundum erum við börnin brussur. Hún og ég við styttu í Reykjavík með íslenskan fána. Rennislétt hár niður á rass. Tískan í byrjun áttunda ára- tugar. Karnabær og hárið er styttra; víðar buxur á Lækjar- torgi. Óteljandi myndirnar af mömmu. Í huga mér. Ég man haug af svörtum nautum, sem þú safnaðir af flöskum í körfu. Spænskir fána- litir; kannski var það fyrirboði. Gamla Iðnó og ég baksviðs, með Kolrössu krókríðandi og hennar fylgifiskum. Allir í sminki. Mamma mín? Hún er sko leik- kona! Og söng seinna Leonard Cohen með perlur um hálsinn. Á rósóttum sólbekk úr taui á grind liggur mamma mín í sól- baði. Grafkyrr eins og gína. Hún er að vanda sig. Fyrirgefðu mamma, að ég lét slímið úr box- inu detta ofan á þig. Hún setur í samband rúllur sem heita Carmen. Dökkir lokk- ar, snyrtar neglur. Nokkur pör af skóm. Snagi sem gengur sam- an eins og harmónikka. Skart- gripir, alltaf glys. Og hún vann í bresku sendiráði; ég lærði ensk- una mína á undan hinum. Ég átti ilmvatn með fýlu frá Búlgaríu, minjagrip í hólki úr timbri. Manstu það? Húsgögn fyrir Barbie sem hét samt Sindy og átti aldrei mann. Mér þótti svo vænt um þá gjöf. Næst á eftir Bimbó Belló; stórum strák í appelsínugulum prjónafötum. Sófarnir eru rauðbrúnir og púðarnir í stíl. Á Leifsgötunni. Boney M og Kenny Rogers koma saman í þessari stofu. Svo sýður mamma humar og býr til kokteilsósu. Eldhúsið rúmar tvær. Ristað brauð með smjöri. Notaleg stund. Kraðak af sleif- um og dóti í krukku með blómi. Símastóll á ganginum. Ég sá þig einu sinni setja í skóinn minn, nei, ég var ekki sofnuð. Mynd af mömmu að standa á haus, ég held hún hafi verið í tréklossum. Hún var með klút um höfuðið, batt skyrtu undir brjóstin. Sæta mamma mín. Ég í útlöndum, að safna bjöll- um með doppur á bakinu á lauf- blöð ofan í glasi. Panta kleinu- hring með sykri á bar. Kaz limón á La Bodega; manstu mamma eðluna á veggnum? Þú varst alltaf skvísa, flott til fara, með gull og glingur, varalit og veski. Ég sé þig fyrir mér, skunda inn í himnaríki á hæla- háum skóm, með lokkana í bylgjum, glansandi varir og geislandi bros. Ég mun alltaf elska þig. Ég skal mála allan heiminn, elsku mamma. Manstu það? Fagra, bless, fagra, bless, fagra, bless, bless, bless. (Bella ciao.) Steinunn Fjóla Jónsdóttir. Elsku Hrönn var alltaf gleði- gjafi í vinkvennahópi og hennar er sárt saknað. Tvær okkar voru vinkonur hennar allt frá upphafi Melaskólagöngunnar, en allar saman í Kvennaskólanum í Reykjavík og flestar til útskrift- ar. Þá var Kvennó úrvalsskóli fyrir 13-16 ára stúlkur sem þurftu að vera með 9 í aðal- einkunn úr barnaskóla til að öðl- ast inngöngu. Uppeldið var strangt og við uppreisnargjarn- ar, en allar áttum við stóra drauma og draumur Hrannar var alltaf að verða leikkona. Hún sýndi mikla leikhæfileika þegar í barnaskóla og ræktaði þá vel með námskeiðum og framkomu þar til hún komst í alvöru leiklistarskóla hjá Leik- félagi Reykjavíkur að loknu námi. Hrönn var stólpagreind, skýr í hugsun og geislandi hæfileika- rík. Hún hafði mikla frásagn- argáfu og kímnigáfa hennar kom stöðugt á óvart. Mesta grínið gerði hún þó að sjálfri sér sem hún gat séð í spaugilegu ljósi eins og allt annað. Hún var stálminnug og átti ótrúlega létt með að tileinka sér bæði kvæði og hlutverk sem hún naut þess að lifa sig inn í. Hrönn var svo hrifnæm og dramatísk í eðli sínu að það gat oft leitt hana á óvæntar götur, en þær sögur verða ekki raktar hér. Leikferillinn hófst strax í Poppleiknum Óla með Litla leikfélaginu 1969, en svo tóku við gjöful ár á leiksviði Leik- félags Reykjavíkur í Iðnó þar sem hún lék margvísleg hlut- verk til ársins 1977. Hún sló oft- ast í gegn og við skólasysturnar grétum og hlógum með henni á leiksviðinu. En svo yfirgaf hún leiksviðið skyndilega mörgum að óvörum eftir gifturíkan feril. Þá nýttist henni vel hin klassíska Kvenna- skólamenntun sem ein af þess- um súper skrifstofustúlkum sem Kvennó þess tíma lagði áherslu á að skila til atvinnulífsins. Hún hafði fljúgandi tök á íslensku, erlendum tungum, bókhaldi, vél- ritun og öðrum kostum sem bankar, sendiráð og hótel kunnu að meta auk þess að vera sam- viskusöm og nákvæm. Svo átti hún meðfram öðrum störfum gott „comeback“ í leiklistinni í sjónvarpsþáttum og á hvíta tjaldinu allt frá árinu 1985 og glöddumst við gömlu skólasyst- ur hennar að sjá Hrönn njóta sín í því sem hugur hennar stóð alltaf til, en svo margt hafði því miður komið í veg fyrir leiklist- arferilinn. Hrönn átti að mörgu leyti erf- itt líf og þurfti að heyja marga baráttuna, en hún hélt alltaf fegurðinni, gjafmildinni, hjarta- hlýjunni og kímnigáfunni. Hrönn var afar stolt af dóttur sinni Steinunni Fjólu Jónsdótt- ur, dótturdætrum og langömmu- barni og voru þau stór ham- ingjuþáttur í hennar lífi. Við sendum þeim og Sigurði manni hennar innilegar samúðarkveðj- ur um leið og við þökkum fyrir gjöfula samleið. Anna Sigríður Indriða- dóttir, Helga Þorvarðar- dóttir, Kolbrún Hilmarsdóttir, Kristín Á. Ólafsdóttir, Matthildur Löve, Ragnhildur Ragnarsdóttir, Signý Pálsdóttir og Solveig M. Magnúsdóttir. Skýjabólstrar löngu liðinna daga koma líðandi inn í líf mitt, þrotnir að öllu regnmagni, og enginn stormur stendur af þeim framar. Þeir koma til þess eins að taka á móti kvöldroð- anum á næturhimni mínum. (R. Tagore) Það er skammt stórra högga á milli. Rétt? Ekki í þetta skiptið. Nú varð ör-, örskammt á milli. Tvær skólasystur okkar úr Leiklistarskóla Leikfélags Reykjavíkur féllu frá á sama sólarhringnum, hinn 27. júlí síð- astliðinn, þær Hanna Eiríks- dóttir og Hrönn Steingríms- dóttir. Haustið 1966 hófum við, átta manna hópur, nám við skólann, þar sem hinir ágætustu kenn- arar slípuðu okkur til í leiklist- inni næstu þrjú árin. Í minning- unni var þetta dásamlegur tími þrátt fyrir afar mikið vinnuálag, þar sem við vorum öll í vinnu og skólinn hófst í eftirmiðdaginn og var fram á kvöld og þá voru eft- ir æfingar okkar nemendanna. Hrönn kom í skólann beint úr Kvennó ásamt Kristínu Á. Ólafsdóttur og voru þær yngst- ar okkar. Auðvitað hafði hvert okkar sinn sérstaka persónu- leika og Hrannar var mjög skemmtilegur. Hún lífgaði upp á andrúmsloftið með sínum hvat- lynda hætti og einlægni. Hríð- skotabyssa var það orð sem kom stundum upp í hugann þegar henni lá mikið á að koma hugs- unum sínum og áliti á framfæri við okkur á æfingunum. Var það alls ekki til lasts sagt því hún réð svo sannarlega við hraðann, hvert orð skildist. Öfundsvert var það hversu auðvelt hún átti með að læra texta og má segja að hún hafi þurft lítið fyrir þessu að hafa. Það var sama hvort um var að ræða viðkvæma, hressilega eða stórlynda persónu, sem hún átti að túlka – það gerði hún jafnvel, svo ólíkar persónur sem Láru í Glerdýrum Tennessee Williams eða sjálfa Maríu Stú- art. Það vafðist ekki fyrir henni. Þótt æfingar á sunnudags- morgnum eða -hádegi væru ekki efstar á vinsældalista hennar var henni alltaf fyrirgefið þótt ekki væri mætt á mínútunni. Hrönn lék bæði á leiksviði og í kvikmyndum og einnig í afar vinsælli þáttaröð sem sýnd var í sjónvarpinu, „Fastir liðir eins og venjulega“. Var sú þáttaröð svo vinsæl að t.d. dætur einnar okk- ar undirritaðra geta enn þann dag í dag farið með heilu kafl- ana úr þáttunum, sem segir okkur að horft hafi verið marg- sinnis á þá. Nei, tíminn í Tjarnarbíói hefði verið litlausari ef Hrönn hefði vantað í hópinn. Það er mikill missir svona fámennum hópi skólasystkina að missa hana. Það var ekki hægt annað en að þykja vænt um hana, þessa kátu, hlýju og stundum fljótfæru manneskju. Hún var listamaður. Nú ríkir kyrrð í djúpum dal, þótt duni foss í gljúfrasal, í hreiðrum fuglar hvíla rótt, þeir hafa boðið góða nótt. Nú hverfur sól við segulskaut og signir geisli hæð og laut, er aftanskinið hverfur hljótt, það hefir boðið góða nótt. (Magnús Gíslason) Veri Hrönn kært kvödd. Hvíli hún í friði. Okkar innilegustu samúðar- kveðjur til eiginmanns, dóttur og allra ættingja og vina. Útskriftarhópur 1969 frá Leiklistarskóla Leikfélags Reykjavíkur, Guðríður Kristjánsdóttir, Kristín Á. Ólafsdóttir, Helga Þ. Stephensen, Þuríður Friðjónsdóttir, Harald G. Haralds. Það var áfall að frétta af and- láti Hrannar skólasystur okkar og algerlega óvænt. Við hitt- umst síðast fyrir rúmu ári niðrí Iðnó til að minnast veru okkar í Leiklistarskóla Leikfélags Reykjavíkur. Úr bekk Hrannar er ekki aðeins Hrönn fallin frá síðan þessi góði fundur fór fram – Lillý og Hanna sem báðar mættu á þessa skemmtilegu endurfundi í Iðnó hafa einnig kvatt okkur. Hrönn var einstaklega skemmtilegur og ógleymanlegur félagi. Hún var eldklár, glaðlynd og glæsileg og hvers manns hugljúfi. Það fór ekki á milli mála að hún var mikilhæf leik- kona, hafði sérstakan stíl, afger- andi persónuleika og dramatíska stærð sem naut sín vel bæði á sviði og í sjónvarpi og kvik- myndum. Meðal verka sem hún lék í má nefna Saumastofuna, Popp- leikinn Óla og barnaleikritið um Kolrössu – allt eftirminnileg verkefni og samstarf. Eitt af því síðasta sem Hrönn lék á sviði var einmitt í Kolrössu (LR 1976), sem við undirritaðar og Hrönn sömdum saman og söfn- uðum efnivið í sýninguna meðal annars í kennslufræðum og fé- lagsfræðum og þóttumst langt á undan okkar samtíð. Stærsta og mikilvægasta hlutverkið í Iðnó er þó líklega titilhlutverkið í verðlaunaverki Birgis Sigurðssonar, Pétri og Rúnu (LR 1973), þar sem Hrönn lék Rúnu á móti Arnari Jónssyni og þótti standa sig með afbrigðum vel. Hrönn var ekki í leikhúsinu nema stuttan tíma, þótt hún ætti síðar eftir að leika í mörg- um sjónvapsmyndum. Hún fór aðra leið eins og gengur, leik- húsið er harður heimur sem hentar ekki öllum. En hún markaði skýr spor þann tíma sem hún lék hjá Leikfélagi Reykjavíkur í Iðnó. Ef til vill er Hrönn eftir- minnilegust fyrir sinn snarpa og beitta húmor sem naut sín jafnt í persónulegum samskiptum sem á sviði eða í sjónvarpi. Í skrifum dótturdætra hennar um hana birtist mynd af heillandi manneskju, sannkallaðri klassa- píu með þokka og næma tilfinn- ingu fyrir fallegum smáatriðum. Og allir kaffibollarnir hennar sem hún birti á facebook og bauð góðan daginn með vitna um það. Við skólasystur Hrannar úr Leiklistarskóla Leikfélags Reykjavíkur sem vorum með henni í Kolrössu, sendum Stein- unni Fjólu dóttur hennar, Sig- urði og öðrum ástvinum og ætt- ingjum innilegar samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning Hrannar Steingrímsdóttur. Þórunn Sigurðardóttir, Ásdís Skúladóttir, Soffía Jakobsdóttir. Hrönn Steingrímsdóttir Kveðja frá Flugfreyjufélagi Íslands Jófríður starfaði sem flugfreyja hjá Loftleiðum, síðar Flugleiðum og svo Icelandair í 43 ár. Stóran hluta starfsævi sinnar sinnti hún trúnaðarstörfum fyrir stéttarfélagið sitt, Flugfreyju- félag Íslands, og var meðal annars formaður þess á umbrotatímum 1977-1982. Réttsýni, heiðarleiki og opin gegnsæ samskipti ásamt Jófríður Björnsdóttir ✝ Jófríður Björns-dóttir fæddist 29. október 1944. Hún lést 8. júlí 2019. Útförin hefur far- ið fram í kyrrþey. ríkri stéttarfélags- vitund einkenndu framkomu hennar, sem skilaði sér í trausti og virðingu samferðamanna. Fósturlandsins Freyja, fagra vanadís, móðir, kona, meyja, meðtak lof og prís. Blessað sé þitt blíða bros og gullið tár. Þú ert lands og lýða ljós í þúsund ár. (Matthías Jochumsson) Fyrir hönd Flugfreyjufélags Íslands, með kærri þökk og virð- ingu. Berglind Hafsteinsdóttir, formaður. Elsku Gunnhild- ur. En hvað lífið er ósanngjarnt. Í stað þess að skrifa kveðju í afmæliskort í tilefni dagsins sit ég og skrifa minn- ingarorð um gullfallega vin- konu og dýrmæta vináttu. Árið sem við kynntumst markar upphafið að tímabili sem var það besta í mínu lífi. Stíft nám á enda, vinnan spenn- Gunnhildur Vala Hannesdóttir ✝ GunnhildurVala Hannes- dóttir fæddist 3. ágúst 1987. Hún lést 26. júlí 2019. Útför Gunn- hildar fór fram 7. ágúst 2019. andi og aukatími til að gera fullt skemmtilegt sam- an eins og að rækta líkamann með hreyfingu og góðum mat. Ekki skemmdi fyrir að allt í einu áttum við pening og gát- um leyft okkur hitt og þetta, eins og dekur saman á Nordica. Þú kunnir heldur bet- ur að njóta lífsins og augna- bliksins og við hin nutum svo sannarlega með. Á þessum tíma gerðist margt. Brúðkaup ykkar Arnars er mér ofarlega í huga og og ég mun aldrei gleyma þegar Arnar söng fyrir þig. Ógleymanlegt hvernig hamingjan geislaði af ykkur. Það var ómetanlegt að verða samferða þér í gegnum meðgöngu, hafa fætt með stuttu millibili og svo auðvitað dásamlega fæðingarorlofið. Þrátt fyrir veikindin og hindr- anirnar gerðir þú það sem þig langaði til að gera; ferðaðist, sinntir sérnáminu og fjölskyldu af alúð. Ég dáðist alltaf að æðruleysinu og hvernig þú gast horft fram á veginn, planað ferðalög og framtíðina. Þú varst hæfileikarík á mörgum sviðum og hafðir auga fyrir fallegu skarti og fötum. Við vinkonur þínar nutum þess oft að fá ráð við fataval og ef ekkert gekk reddaðir þú okkur iðulega; við fengum bara lán- aðan fínan kjól hjá þér og allir sáttir. Þú varst mikill húmoristi og kaldhæðnari vinkonu hef ég aldrei átt. Svo varstu líka svo hreinskilin, óhrædd við að tala um hlutina eins og þeir voru. Ég vissi alltaf hvar ég hafði þig og gat treyst á góð ráð frá þér. Mikið er erfitt að þurfa að sætta sig við að tíminn er kom- inn. Nú eru það minningar sem eftir lifa um þig, dásamlega fyndna og kaldhæðna vinkona mín með mislitu augun sem voru svo grípandi. Mikið sem ég er þakkát fyrir allar góðu minningarnar og þá sérstak- lega frá New York síðasta sum- ar. Augun fyllast af tárum við tilhugsunina um að sakna þín sárt. Elsku Arnar, Ragnheiður El- ín, Þorgerður Anna, foreldrar, tengdaforeldrar og systkini, ég samhryggist ykkur innilega. Djúpt skarð hefur verið höggv- ið í marga vinahópa en dýpst er það í ykkar fjölskyldu. Megi allar góðar vættir styrkja ykk- ur á þessum erfiðu tímum. Þar til næst, mín kæra. Þín vinkona, Guðrún María Jónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.