Morgunblaðið - 19.08.2019, Qupperneq 23
DÆGRADVÖL 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. ÁGÚST 2019
Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is
silestone.com
Bakteríuvörn
Kvarts steinn frá Silestone er fáanlegur í fjölbreyttum áferðum og litum.
Silestone bjóða einir upp á borðplötur með varanlegri
bakteríu- og sveppavörn.
Gefðu heimilinu ferskleika og líf á þínum forsendummeð Silestone.
Blettaþolið Sýruþolið
Högg- og
rispuþolið
Kvarts steinn
í eldhúsið
„EF ÉG KAUPI ÞJÓFAVARNARKERFIÐ AF
ÞÉR VERÐUR ÞAÐ ÞAÐ EINA HÉR INNI SEM
ER ÞESS VIRÐI AÐ STELA.”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
... að taka að sér
næturvaktina.
MUNDU,
GRETTIR …
FÓLK ER GOTT
VIÐ ÞIG …
EF ÞÚ ERT
GÓÐUR VIÐ ÞAÐ
ARG, ÞAÐ
ER ALLTAF
EITTHVAÐ!
HINAR MYRKU MIÐALDIR! GETA ÞÆR
ORÐIÐ MYRKARI?
ÞAÐ MÁ
ALLTAF VONA
AÐ SIGRAST Á
ÓTTANUM
„Æ AFSAKIÐ, EN ÞETTA VORU FÖLSK
BRUNABOÐ.”
með keppnisliði Bjarts (hjólreiða-
félagi í Hafnarfirði) ásamt Sóleyju
sumarið 2019. „Við Sóley reynum að
samtvinna áhugamál okkar og höf-
um æft saman hjólreiðar og Cross-
fit.“
Stefán ferðast mikið vegna vinnu
sinnar en hefur einnig ánægju af
ferðalögum með fjölskyldu og vin-
um. „Ég mun halda upp á afmælið
mitt með ferðalagi til München til að
fara á tónleika með Metallica með
góðum vinum. Einnig munum við
Sóley halda upp á afmælið með nán-
ustu fjölskyldu og vinum, þar á með-
al matarklúbbnum LeMonde sem
samanstendur af nánustu vinum
okkar frá framhaldsskóla. Við hitt-
umst á 1-2ja mánaða fresti með
matarþema í góða kvöldstund.“
Fjölskylda
Eiginkona Stefáns er Sóley
Eiríksdóttir, f. 5.6. 1984, sérfræð-
ingur hjá Landsbókasafni, en þau
gengu í hjónaband 9.8. 2008. For-
eldrar hennar eru hjónin Eiríkur
Guðmundsson, f. 6.10. 1950, húsa-
smiður, og Ragna Óladóttir, f. 19.10.
1956, grunnskólakennari. Þau eru
búsett í Kópavogi.
Börn Stefáns og Sóleyjar eru
Margrét Nótt Stefánsdóttir, f. 11.6.
2005, Vilborg Saga Stefánsdóttir, f.
28.7. 2009, og Elísa Dögun Stefáns-
dóttir, f. 18.2. 2014.
Systkini Stefáns eru Helga
Reynisdóttir, f. 8.4. 1984, ljósmóðir,
búsett í Hafnarfirði og Anna Reynis-
dóttir, f. 29.5. 1988, svæfinga-
hjúkrunarfræðingur, búsett í
Hafnarfirði.
Foreldrar: Stefáns: Hjónin Reyn-
ir Ómar Guðjónsson, f. 9.3. 1954, d.
22.6. 2011, framkvæmdastjóri Ísmar
ehf. og sölustjóri Optimar ehf., og
Vilborg Jóhanna Stefánsdóttir, f.
6.4. 1955, húsmóðir í Hafnarfirði.
Stefán Reynisson
Sigríður Ólafía Gísladóttir
húsfreyja á Hóli í Bakkadal,
f. í Austmannsdal í Arnarfi rði
Finnbogi Jónsson
bóndi á Hóli í Bakkadal, V-Barð.,
f. á Dynjanda í Arnarfi rði
Sigríður Ingibjörg Finnbogadóttir
húsmóðir í Garðabæ
Vilborg Jóhanna Stefánsdóttir
húsmóðir í Hafnarfi rði
Jóhanna Sigurlín Indriðadóttir
húsfr. í Eyjum, Hafnarf. og Rvík, f. á Fáskrúðsfi rði
Vilhelm Stefánsson
prentari í Vestmannaeyjum,
Hafnarfi rði og Rvík, f. í Rvík
Elín Stefánsdóttir
hjúkrunarfræðingur
Þórunn Jóhanna
Júlíusdóttir heimilislæknir
Stefán Vilhelmsson
fl ugvélstjóri í Garðabæ
Sölvi Stefánsson
fl ugvirki
Stefán Örn Sölvason
rafvirki og bílaáhugamaður
Bjarni Stefánsson fl ugumferðarstjóri
Úr frændgarði Stefáns Reynissonar
Elvar Guðjónsson fv. framkvæmdastjóri
og fv. eigandi að Point
Þorbjörg Guðjónsdóttir hómópati og heilari
Stefanía Guðrún Stefánsdóttir
húsfreyja á Siglufi rði, f. á Siglunesi
Jón Kristjánsson
rafveitustjóri á Siglufi rði, f. á
Syðsta-Mói í Fljótum, Skag.
Kristín Alda Jónsdóttir
húsmóðir í Hafnarfi rði
Guðjón Frímannsson
vélstjóri í Hafnarfi rði
Guðrún Ólafsdóttir
húsfreyja í Hafnarfi rði, f.
Garðbæ í Höfnum, Gull.
Frímann Þórðarson
verkamaður í Hafnarfi rði, f. í Hellisholtum, Hrunamannahr., Árn.
Reynir Ómar Guðjónsson
framkvæmdastjóri í Hafnarfi rði
Ádögunum sendi LíneySigurðardóttir á Þórshöfn
mér gott bréf, sem ég þakka fyrir,
svohljóðandi: „Góðan dag, sá
skemmtilegt vísukorn á faceb. héð-
an úr byggðarlaginu, frá Ágústi
Marinó Ágústssyni, bónda og hag-
yrðingi á Sauðanesi á Langanesi.
Tilefnið eflaust ótíðin, rigning,
kuldi og heyskaparhörmungar
þetta sumarið, á kannski heima í
Vísnahorni Morgunblaðsins?“ –
sem það auðvitað á!:
„Setur að oss suddatíð um
sumardaga.
Heyin af því hafa baga.
Þá er vont að vaða um tún og vera á
engi.
Á það jafnt við drós og drengi.
Veslings drógar híma í höm og hrafninn
biður
að einhver detti dauður niður.“
Ólafur Stefánsson skrifar í Leir-
inn: „Snjallvæðingin herjar á
heimsbyggðina, er jafnvel búin að
leggja undir sig hin helgu vé, svefn-
herbergin“:
Hvílubrögðin stefna í stopp,
stinning fer og kappið.
Fyrir mjúkan kvenmannskropp
komið er nú appið.
„Athyglisvert yrkisefni atarna,“
skrifar Skírnir Garðarsson og bein-
ir orðum sínum til Fíu á Sandi og
Sigrúnar Haraldsdóttur:
Ekki er lífið eintómt grín,
ísa- skers á landi.
Þó kannski breytist vatn í vín,
hjá valkyrjunni á Sandi.
Ég er hógvær maður, og alla
jafna af hjarta lítillátur.
Þó yfirleitt segi ég alls ekki múkk,
og allsendis stilltur þegi,
þá einstaka völu í andans púkk,
ég einatt á leirinn smeygi.
Ég er á skrifandi stundu staddur
á þeim stað á skerinu, hvar lengst
er til næst vínbúðar. Það gæti kall-
ast fyrirbyggjandi aðgerð, en trufl-
ar mig ekkert.
Mannsævinnar stríðan straum,
ör- stuttan tel ég,
manninn fjarri glysi og glaum,
þó glaður el ég.
Og þar lýkur netbréfi Skírnis.
Guðmundur Arnfinnsson yrkir
og segir „Sumri hallar“ á Boðnar-
miði:
Færist yfir hægt og hljótt
haustsins fölvi blær,
blöð á greinum blikna skjótt
og blómin fagurskær.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af suddatíð, appinu og víni