Morgunblaðið - 19.08.2019, Page 26

Morgunblaðið - 19.08.2019, Page 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. ÁGÚST 2019 V E R T Heilsutvenna uppfyllir daglega vítamín- og steinefnaþörf Íslendinga í tveimur perlum. - því að sumt virkar betur saman Stundum þarf tvo til Kúluvarparinn Erna Sóley Gunnarsdóttir og hástökkv- arinn Kristófer Viggó Sigfinnsson unnu gull á Norð- urlandamóti 19 ára og yngri í Noregi um helgina. Erna Sóley kastaði kúlunni 15,85 metra og setti um leið nýtt mótsmet. Kristján Viggó stökk yfir 2,13 metra í hástökki og jafnaði 22 ára gamalt piltamet 16-17 ára. Katla Rut Róbertsdóttir Kluvers, Þórdís Eva Steins- dóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir og Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir settu stúlknamet 18-19 og 20-22 ára í 4x400 metra boðhlaupi á 3:44,99 mínútum. Þær fengu einnig brons í 4x100 metra hlaupi á tímanum 47,48 sekúndum. Guðbjörg og Þórdís höfðu áður unnið silfurverðlaun; Guðbjörg í 100 metra hlaupi á 12,08 sekúndum og Þórdís í 400 metra hlaupi á 55,64 sekúndum. Tvíburabróðir Þórdísar, Hinrik Snær Steinsson, fékk einnig silfur í 400 metra hlaupi á 48,74 sekúndum. Valdimar Hjalti Erlendsson fékk silfur í kringlukasti þar sem hann kast- aði 57,59 metra. Birna Kristín Kristjánsdóttir fékk svo silfur í langstökki þegar hún stökk 6,01 metra og Eva María Baldursdóttir fékk silfur í há- stökki þegar hún fór yfir 1,76 metra. yrkill@mbl.is Erna og Kristófer meistarar Erna Sóley Gunnarsdóttir GARÐABÆR/KAPLA- KRIKI/GRINDAVÍK/EYJAR Jóhann Ingi Hafþórsson Jóhann Ólafsson Kristófer Kristjánsson Þórður Yngvi Sigursveinsson Stjarnan vann verðskuldaðan 3:1- sigur á ÍA í 17. umferð Pepsi Max- deildar karla í fótbolta á heimavelli sínum í Garðabænum í gærkvöldi. Það kom eins og þruma úr heiðskíru lofti þegar ÍA jafnaði metin í 1:1 í lok fyrri hálfleiks, því Stjörnumenn voru sterkari allan hálfleikinn. Stjarnan svaraði með marki á fyrstu sekúndum seinni hálfleiks og var ekki spurning hvort liðið myndi fagna stigunum þremur eftir það. ÍA skapaði nánast ekki neitt og var sóknarleikur liðsins tilviljana- kenndur. Hinum megin var Stjarn- an með nægilega mikil gæði til að skora þrjú mörk, þrátt fyrir að Hilmar Árni Halldórsson hafi ekki náð sér sérstaklega á strik. Sig- urinn var nauðsynlegur fyrir Stjörnuna í baráttunni um Evr- ópusæti og eru næstu leikir liðsins gegn Val, FH og Breiðabliki. Þar verður Stjarnan að spila betur. Eftir byrjun sem lofaði svo góðu fyrir ÍA hefur liðið unnið einn leik af síðustu tólf og tapað fjórum í röð. Fari ÍA illa úr þeim fimm leikjum sem eftir eru er ekki útilokað að lið- ið falli. Sumar sem byrjaði eins og góður draumur gæti endað sem martröð. johanningi@mbl.is Ósvikin fagnaðarlæti FH-inga FH vann dramatískan 2:1-sigur á Fylki í Kaplakrika. Þegar FH tap- aði fyrir KA 28. júlí virtist liðið á góðri leið með að sogast niður í fall- baráttu, nokkuð sem FH-ingar vita varla hvað er. Síðan hafa þeir ekki tapað leik, eru í þriðja sæti og komnir í bikarúrslit. Á tímabili í gærkvöld leit þó út fyrir að Fylkir myndi ná FH að stigum. Árbæingar komust yfir og héldu þá einhverjir að FH-ingar, leikandi sinn þriðja leik á sjö dög- um, hefðu ekki orku í að kreista út stigin þrjú. En fagnaðarlætin voru ósvikin þegar Brandur Olsen skor- aði sigurmarkið á 90. mínútu og stuðningsmenn FH fóru brosandi úr Krikanum. Árbæingar brostu hins vegar ekki mikið eftir leikinn og í raun er ekki sanngjarnt að þeir hafi farið stigalausir úr Hafnarfirði. Varnarleikurinn, með Ólaf Inga Skúlason í broddi fylkingar, var lengst af til fyrirmyndar og þá var Valdimar Þór Ingimundarson hættulegur fram á við. Það er þó ekki spurt að því heldur skiptir máli að skora fleiri mörk og það gerði FH. johann@mbl.is Urðu að sættast á jafntefli Grindavík og HK berjast um að ná markmiðum sínum á sitt hvorum enda deildarinnar nú þegar styttist í annan endan á Íslandsmótinu. Hvorugt lið mátti því við jafntefli þegar þau mættust í Grindavík í gær og varð jafntefli, 1:1, að sjálf- sögðu niðurstaðan í leik sem enginn vildi tapa. Atli Arnarson kom gestunum í HK yfir úr vítaspyrnu en nýliðarnir hafa verið á mikilli siglingu undan- farnar vikur og berjast um eftirsótt Evrópusæti á næstu leiktíð. Eftir góða byrjun HK í gær virtist fátt annað í spilunum en sigur Kópa- vogsbúa þegar Atli skoraði. HK- ingar gáfu hins vegar óvænt eftir, eða bognuðu einfaldlega undir ör- væntingarfullri pressu Grindvík- inga, sem sitja í fallsæti og berjast fyrir lífi sínu í deildinni. Stefan Ljubicic jafnaði metin eftir horn- spyrnu seint í leiknum og reyndu svo bæði lið á lokamínútunum að kreista fram dýrmætt sigurmark. Allt kom fyrir ekki og bæði lið gáfu eftir í baráttu sinni í deildinni. kristoferk@mbl.is Varði víti í uppbótartíma Það var dramatík á Hásteinsvelli þegar ÍBV fékk KA í heimsókn þar sem liðin gerðu 1:1 jafntefli. Elfar Árni Aðalsteinsson kom KA yfir í fyrri hálfleik eftir frábært spil en strax í byrjun síðari hálfleiks fengu Eyjamenn vítaspyrnu. Jonathan Glenn féll í teignum og Gary Martin jafnaði metin með öruggu víti. Bæði lið sóttu á markið enda þurftu bæði á þremur stigum að halda í botnbaráttunni. Dramatíkin var síðan mikil í lokin þegar KA fékk víti á þriðju mínútu uppbót- artíma. Hallgrímur Mar Stein- grímsson steig fram en Halldór Páll Geirsson í marki ÍBV varði og bjargaði stiginu fyrir Eyjamenn. Strax í kjölfarið var leikurinn flaut- aður af; ótrúleg dramatík sem olli því að KA-menn voru miður sín eft- ir leik. Eyjamenn voru þarna að næla í sitt fyrsta stig eftir níu tapleiki í röð en eru enn á botninum, nú með sex stig. KA er í níunda sætinu með 20 stig, aðeins tveimur stigum frá fall- sæti. sport@mbl.is Breytist draumurinn í martröð?  ÍA nálgast fallsæti  Fjórði sigur FH í röð  ÍBV stöðvaði taphrinuna Læti Daninn Morten Beck átti hér eftir að fá rautt spjald fyrir að stíga á andlitið á Ólafi Inga Skúlasyni í Kaplakrika. Pepsi Max-deild karla ÍBV – KA................................................... 1:1 Grindavík – HK ........................................ 1:1 FH – Fylkir............................................... 2:1 Stjarnan – ÍA ............................................ 3:1 Staðan: KR 16 11 3 2 35:20 36 Breiðablik 16 9 2 5 31:19 29 FH 17 8 4 5 24:24 28 Stjarnan 17 7 6 4 29:25 27 HK 17 7 4 6 24:19 25 Valur 16 7 2 7 28:24 23 ÍA 17 6 4 7 22:22 22 Fylkir 17 6 4 7 26:29 22 KA 17 6 2 9 24:29 20 Víkingur R. 16 4 7 5 25:26 19 Grindavík 17 3 9 5 14:19 18 ÍBV 17 1 3 13 13:39 6 Inkasso-deild karla Magni – Afturelding................................ 3:1 Kristinn Rósbergss. 54., Kian Williams 61., Louis Wardle 84. – Ásgeir Arnþórss. 7. Staðan: Fjölnir 17 10 5 2 34:15 35 Þór 17 9 5 3 29:17 32 Grótta 17 8 7 2 34:24 31 Leiknir R. 17 9 2 6 30:25 29 Fram 17 8 2 7 26:26 26 Keflavík 17 7 4 6 24:22 25 Víkingur Ó. 17 6 6 5 18:15 24 Þróttur R. 17 6 3 8 33:26 21 Afturelding 17 5 2 10 22:33 17 Magni 17 4 4 9 21:43 16 Haukar 17 3 6 8 23:33 15 Njarðvík 17 3 2 12 16:31 11 2. deild karla Þróttur V. – Leiknir F. ............................ 2:0 Vestri – Fjarðabyggð............................... 2:0 Tindastóll – KFG...................................... 3:0 Völsungur – Víðir ..................................... 1:3 Staðan: Leiknir F. 16 9 4 3 30:18 31 Vestri 16 10 0 6 22:20 30 Víðir 16 9 1 6 29:20 28 Selfoss 16 8 2 6 36:22 26 Þróttur V. 16 7 4 5 28:24 25 ÍR 16 7 3 6 25:23 24 Dalvík/Reynir 16 6 6 4 23:23 24 Fjarðabyggð 16 6 4 6 30:27 22 Völsungur 16 6 3 7 19:22 21 Kári 16 5 2 9 31:40 17 KFG 16 5 0 11 25:39 15 Tindastóll 16 2 3 11 17:37 9 3. deild karla Einherji – Vængir Júpíters ..................... 0:1 Augnablik – Höttur/Huginn.................... 1:4 Skallagrímur – Sindri .............................. 4:5 KF – KV .................................................... 3:1 Staðan: Kórdrengir 17 13 3 1 45:18 42 KF 17 13 2 2 45:17 41 KV 17 10 2 5 34:24 32 Vængir Júpiters 17 10 1 6 31:24 31 Reynir S. 17 8 5 4 30:27 29 Einherji 17 6 5 6 21:20 23 Sindri 17 6 3 8 38:44 21 Álftanes 17 5 4 8 30:30 19 Höttur/Huginn 17 4 6 7 27:27 18 Augnablik 17 3 4 10 22:37 13 KH 17 4 1 12 22:43 13 Skallagrímur 17 2 0 15 20:54 6 KNATTSPYRNA 0:1 Elfar Árni Aðalsteinsson 18. 1:1 Gary Martin 49. (víti) I Gul spjöldOran Jackson, Benjamin Prah (ÍBV). Dómari: Jamie Robinson, 7. Áhorfendur: Óuppgefið. ÍBV – KA 1:1 MM Halldór Páll Geirsson (ÍBV) M Gary Martin (ÍBV) Almarr Ormarsson (KA) Callum Williams (KA) Elfar Árni Aðalsteinsson (KA) Kristijan Jajalo (KA)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.