Morgunblaðið - 19.08.2019, Side 32

Morgunblaðið - 19.08.2019, Side 32
Hljómsveitirnar Skelkur í bringu, Korter í flog, Gróa og Hjalti Kaftu koma fram á tónleikum í húsi út- gáfunnar Why not? á Ingólfsstræti 20. Fyrsta hljómsveit hefur leik kl. 19 og lýkur gleðinni um þremur klukkustundum síðar, kl. 22. Tón- leikarnir eru hluti af röðinni R6013. Fjórar sveitir á tónleikum Why not? MÁNUDAGUR 19. ÁGÚST 231. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. FH og Stjarnan styrktu stöðu sína í þriðja og fjórða sæti Pepsi Max- deildar karla í knattspyrnu þegar 17. umferðin hófst í gær með fjórum leikjum. FH vann þá dramatískan sigur á Fylki en Stjarnan lagði Skagamenn. HK missteig sig hins vegar gegn Grindavík á meðan ÍBV nældi í fyrsta stigið síðan í byrjun júní þegar KA kom til Eyja. »26-27 FH og Stjarnan minna á sig í efri hlutanum ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Íslenska karlalandsliðið í körfu- knattleik á góða möguleika á því að komast áfram í undankeppni EM 2021 eftir stórsigur á Portúgal í for- keppninni hér heima um helgina. Öflug vörn, mjög góð nýting í þriggja stiga skotum og hraður leikur liðsins skóp sigur Íslands sem á einn leik eftir í riðlinum gegn Sviss. Ísland mun vinna riðilinn og komast áfram jafnvel þó að liðið tapi þeim leik, svo framarlega sem tap- ið sé ekki stórt. »24 Staða Íslands góð eftir stórsigur á Portúgal Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Hinn 1. september næstkomandi verða 70 ár frá því Jón Hjartarson byrjaði að klippa hár á Akranesi og hann er enn að á stofu sinni, Hársker- anum, þar sem áður var mógeymsla. „Það eru engin plön um að fara að hætta en ég geri mér grein fyrir því að ég hrekk einhvern tíma upp af standinum,“ segir meistarinn. Foreldrar Jóns brugðu búi á Snæ- fellsnesi og fluttu til Akraness þegar hann var 12 ára. Skömmu síðar fór hann að huga að framtíðarvinnu. „Ég leitaði til dæmis til rafvirkja en þar var bið eftir plássum,“ rifjar hann upp. Hann var sendill í kaupfélaginu, þegar hann fór 14 ára gamall í klipp- ingu til Geirlaugs Kristjáns Árna- sonar. Ég spurði hann hvort hann tæki nema og hann sagðist vera að hugsa um það. Spurði mig á móti hvort ég hefði áhuga og þegar ég játti því var það ákveðið og ég byrjaði að læra hjá honum fyrir tæplega 70 árum. Þegar Ari Guðjónsson fór héð- an tók ég við stólnum hans og hef ver- ið hér síðan.“ Lærlingurinn kornungur Eins og aðrir hárskerar hefur Jón verið með lærlinga og einn þeirra er Hinrik Haraldsson, Hinni rakari á Skaganum, sem er með Hársnyrt- ingu Hinriks og hefur verið rakari frá 1965 eða í tæplega 55 ár. Sagt hefur verið að hann geti ekki hætt á undan Jóni en sá síðarnefndi telur enga hættu á því. „Hinni sagði þetta ein- hvern tíma, en hann er kornungur, ekki nema um hálfáttrætt.“ Starfið hefur haldið Jóni við efnið. „Mér hefur ekki leiðst þetta. Það er nú bara svoleiðis,“ segir hann. Hann segir að aldrei skorti umræðuefni við gesti og gangandi og reyndar komi sumir reglulega við bara til þess að spjalla. „Ég get bölvað ríkisstjórninni eða blessað hana, allt eftir því hvað er í gangi.“ Verður litið út um gluggann og heldur síðan áfram: „Það hafa orð- ið svo miklar breytingar hérna á undanförnum árum. Akranes var með stærri útvegsbæjum landsins og allt í einu er útgerðin farin. Horfin. Þetta er mikið áfall. Hræðileg sveifla fyrir ekki stærra byggðarlag.“ Akranes var lengi þekkt fyrir k-in þrjú, kartöflur, konur og knatt- spyrnu. „Nú fáum við kartöflur að mestu annars staðar frá, en konurnar verða alltaf fallegri og fallegri og mik- il uppbygging hefur verið í fótbolt- anum,“ segir hárskerinn, sem lætur ekkert framhjá sér fara í húsinu sem hann býr jafnframt í og var byggt 1923. Jón segir að handbragð rakarans sé alltaf eins þrátt fyrir að tískan hafi breyst í áranna rás. „Reglulega koma nýir stílar en ég held mínu striki og klippi bara af fingrum fram enda orð- inn eldgamall karl.“ Morgunblaðið/RAX Rakari í 70 ár Jón Hjartarson kann vel við sig á rakarastofunni við Kirkjubrautina og segir gestum sögur. Jón hefur verið rakari á Akranesi í 70 ár  Nær 85 ára og ekki farinn að huga að starfslokum Ford Grand C-max - 7 manna VW Passat Comfortline Skoda Octavia Combi 4x4 Peugeot 108 Active Honda CR-V Lifestyle Bílakjarnanum • Eirhöfða 11 • Sími 551 7171 • notadir.bernhard.is Nýskráður 5/2018, ekinn 34 þús.km., bensín, sjálfskiptur. Nýskráður 10/2013, ekinn 74 þús.km., dísel, sjálfskiptur. Nýskráður 6/2015, ekinn 76 þús.km., dísel, beinskiptur. Nýskráður 3/2016, ekinn 76 þús.km., bensín, beinskiptur. Nýskráður 12/2011, ekinn 98 þús.km., bensín, sjálfskiptur. Verð kr. 3.390.000 Afborgun kr. 43.018 á mánuði Verð kr. 1.650.000 Afborgun kr. 23.683 á mánuði Tilboð kr. 790.000 Allt að 100% fjármögnun í boði Verð kr. 1.790.000 Allt að 100% fjármögnun í boði Verð kr. 2.190.000 Afborgun kr. 27.846 á mánuði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.