Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga - 15.01.1991, Page 5
Formáli
Þessi skýrsla um fjármál sveitarfélaga árin 1985 og
1986 er framhald af fyrri ritum Hagstofunnar um sama
efni. Eins og greint er frá í formála skýrslu sveitar-
sjóðareikninga árin 1979-1981 (Hagskýrslur Islands
III, 2) hefur útgáfa sveitarsjóðareikninga síðasta
áratuginn tafist mjög. Þetta stafarbæði af vandkvæðum
við samræmda skýrslugerð um sveitarsjóði eftir upptöku
nýs bókhaldslykils og nýs ársreikningsforms fyrir
sveitarfélög árið 1979 og af vanskilum sveitarfélaga á
ársreikningum til Hagstofunnar.
Árin 1988 og 1989 var gert sérstakt átak til þess að
ná inn þeim reikningum fyrri ára, sem enn voru í
vanskilum, og var þá beitt þeim úrræðum að stöðva
greiðslur úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til viðkomandi
sveitarfélaga eins og lög gera ráð fyrir. Þetta bar þann
árangur að unnt var að Ijúka úrvinnslu sveitarsjóða-
reikninga áranna 1979-1986. Niðurstöður fyrir árin
1979-1984 hafa birst í tveimur ritum Hagskýrslna
Islands, þetta þriðja rit tekur til tveggja ára og eins
verður um hið næsta, en eftir það verða niðurstöður
hvers árs birtar í sérstökum skýrslum.
Efni þessarar skýrslu skiptist í þrennt. í fyrsta lagi
er gerð grein fyrir afkomu sveitarfélaga árin 1985 og
1986, bæði í heild sinni og eftir íbúafjölda. Þá er í
annan stað fjallað um helstu skilgreiningar og skýringar
við megintöflur skýrslunnar. I þriðja lagi eru megin-
töflurnar sem samanstanda af þremur töfluyfirlitum
fyrir hvort hinna tveggja ára sem skýrslan tekur til.
Loks er sérstakur viðauki með þýðingum á ensku á
helstu yfirlitum um afkomu sveitarfélaganna.
Á Hagstofunni hafa Gunnar H. Hall og Kristinn
Karlsson haft umsjón með úrvinnslu sveitarsjóða-
reikninga og annast gerð þessarar skýrslu.
Hagstofa Islands, janúar 1991
Hallgrímur Snorrason
Preface
This publication is a continuation of previous re-
ports on local govemment finances by the Statistical
Bureau of Iceland. As outlined in the preface to the
report on Local Government Finances 1979-1981
(Statistics of Iceland III, 2) the publication of these
reports for the last decade has been severely delayed.
This was the result of both, the adoption in 1979 of a
new system for annual financial statements of local
governments which caused considerable difficulties in
constructing coordinated accounts for this sector and of
neglect by many municipalities to supply the Statistical
Bureau with their accounts in the new form.
In 1988 and 1989 a special effort was made in
collecting financial statements from those local au-
thorities that had neglected to return the prescribed
questionnaires to the Statistical Bureau. This made it
possible to finalize the statistics on local govemment
finances in the period 1979-1986. Thesearepublished
in three reports. The fourth report covering the years
1987-1988 will be finished soon but after that the
statistics on local govemment finances will be pub-
lished for each calender year.
This report falls into four parts. The first part
contains an outline of the development of local govem-
ment finances in 1985-1986. In the second section an
account is given of main definitions and explanations
to the main tables. These form the third part of this
report. Finally, part four contains an English transla-
tion of the tables in the introductory chapter.
The Statistical Bureau of Iceland in January 1991
Hallgrímur Snorrason
Director