Utanríkisverslun. Vöruflokkar og viðskiptalönd - 01.12.1997, Blaðsíða 24
22
Utanríkisverslun 1996 - vöruflokkar og viðskiptalönd
15. yfírlit. Útflutningur eftir helstu viðskiptalöndum árin 1994-1996
Fob-verð á 1994 1995 1996 Breyting ’94—’95, %
gengi hvers árs Millj. kr. Röð Millj. kr. Röð Millj. kr. Röð % af heild
Bretland 23.085 1 22.475 1 23.949 1 19,1 6,6
Þýskaland 14.403 4 15.923 2 16.229 2 12,9 1,9
Bandaríkin 16.184 2 14.360 3 14.708 3 11,7 2,4
Japan 15.737 3 13.233 4 12.370 4 9,8 -6,5
Danmörk 7.255 6 9.139 5 9.094 5 7,2 -0,5
Samtals 112.654 116.607 125.690 100,0 7,8
15. yfirlit sýnir að Þýskaland er annað helsta viðskiptaland
íslendinga í útflutningi. Útflutningur þangað nam 16,2 mill-
jörðum króna árið 1996 eða nær 13% af heildarútflutningi,
jókst um 2% ffá íýrra ári á gengi hvors árs. Tafla 19 sýnir að
hlutfall sjávarafúrða í útflutningi til Þýskalands var tiltölulega
lágt, 42%. Mest flutt út af frystum karfaflökum og ferskum,
heilum fiski, mestmegnis karfa. Mesta hlutdeild í útflutningi
til Þýskalands átti útflutningur iðnaðarvara, þá aðallega
álútflutningur. Aukningu á útflutningi til Þýskalands má einna
helst rekja til aukins álútflutnings.
Bandaríkin eru þriðja helsta viðskiptaland í útflutningi. Til
Bandaríkjannavarfluttútfýrir 14,7 milljarða króna árið 1996,
um 12% af heildarútflutningi. Útflutningur til Bandaríkjanna
jókst að verðmæti um 2% frá fyrra ári. Tafla 19 sýnir að
sjávarafurðir voru 77% útflutnings til Bandaríkjanna og vó
útflutningur á frystum þorskflökum þar þyngst en aðrar mikil-
vægar afúrðir voru fiyst ýsuflök og fersk fiskflök, mestmegnis
ýsa og þorskur. Að sjávarafurðum frátöldum var mestur
útflutningur á kísiljámi.
Japan er fjórða helsta viðskiptalandið í útflutningi. Þangað
var flutt út fýrir 12,4 milljarða króna árið 1996 eða 10% af
heildarútflutningi og dróst útflutningur til Japan saman um
7% frá 1995. Til Japan eru nær eingöngu fluttar út sjávar-
afúrðir eða 98% eins og sést í töflu 19. Af þeim er helst að
nefna útflutning á heilfrystum karfa, frystri loðnu, heilfrystum
flatfiski og frystri rækju. Orsök samdráttar í útflutningi til Japan
er einna helst minni flugvélaútflutningur en árið 1995. Á móti
kom aukning í útflutningi á frystri loðnu.
Að lokum má sjá í 15. yfirliti að fimmta helsta útflutnings-
lands íslands er Danmörk. Þangað var flutt út fýrir um 9,1
milljarð króna á árinu 1996, 7% afheildarútflutningi. Útflutn-
ingurtil Danmerkurdróst samanum 1% ffá 1995. Sjávarafúrðir
vógu 89% af útflutningi þangað eins og sést í töflu 19. Þar af
vó útflutningur á frystri rækju og loðnumjöli þyngst. Orsök
samdráttar á útflutningi til Danmerkur má einna helst rekja til
minni rækjuútflutnings.
16. yfirlit sýnir að innflutningur ffá þeim fimm löndum sem
mest er flutt inn ffá nam alls 52% af heildarinnflutningi árið
16. yfirlit. Innflutningur eftir helstu viðskiptalöndum árin 1994-1996
Cif-verð á gengi hvers árs 1994 1995 1996 % af heild Breyting ’94-’95, %
Millj. kr. Röð Millj. kr. Röð Millj. kr. Röð
Noregur 14.672 1 11.565 2 18.396 1 13,5 59,1
Þýskaland 11.509 2 12.974 1 14.801 2 10,9 14,1
Bretland 10.122 3 10.949 3 13.874 3 10,2 26,7
Bandaríkin 9.133 5 9.543 5 12.840 4 9,4 34,5
Danmörk 9.233 4 10.693 4 11.358 5 8,4 6,2
Samtals 102.541 113.614 135.994 100,0 19,7
1996 samanborið við 49% árið 1995 og 53% árið 1994. Árið
1996 var mestur innflutningur til íslands frá Noregi í saman-
burði við mestan innflutning ffá Þýskalandi árið áður. Árið
1996 voru fluttar inn vörur frá Noregi fyrir 18,4 milljarða
króna, 14% afheildarinnflutningi, ogjókst innflutningurþaðan
að verðmæti um 59% milli ára. Sundurliðun á innflutningi ffá
Noregi er birt í töflu 20. Þar sést að mestur hluti þessa inn-
flutnings var olía, vélar og samgöngutæki svo og ffamleiðslu-
vörur. Helsta ástæða aukins innflutnings ffá Noregi var aukin
kaup á olíu og skipum.
í 16. yfirliti sést að árið 1996 var næst mest flutt inn af
vörum frá Þýskalandi og nam verðmæti innflutnings þaðan
14,8 milljörðum króna eða 11% af heildarinnflutningi.
Innflutningur frá Þýskalandi jókst um 14% frá 1995 reiknað
á gengi hvors árs. Tafla 20 sýnir að mestur hluti inn-
flutningsins var vélar og samgöngutæki og framleiðsluvörur.
Helsta ástæða aukins innflutnings frá Þýskalandi var aukinn
kaup á vélum og samgöngutækjum.
Bretland er í þriðja sæti innflutningslanda 1996 eins og
1995 með innflutning að verðmæti 13,9 milljarða króna, 10%