Útvegur - 01.10.1999, Page 39
Afli og aflaverðmæti
37
5. Afli og aflaverðmæti
5. Catch and catch cvalue
5.1 Heildarafli íslendinga
5.1 Iceland's total catch
Árið 1997 var mesta aflaár í Islandssögunni en þá veiddust
2.2 milljónir tonna. Árið 1998 minnkaði heildaraflinn í 1,7
milljónir tonna. Munurinn er um 500 þús. tonn, tæplega 23 %.
Magnsamdrátturinn skýrist aðallega af samdrætti í upp-
sjávarafla á árinu 1998, sérstaklega í loðnuafla. Uppsjávar-
aflinn, aðallega ioðna og sfld, eru þær tegundir sem bera uppi
aflamagnið. Loðnuaflinn dróst saman um 43%, síldaraflinn
var svipaður og árið áður en kolmunnaveiðin jókst gífurlega
og hefur hún aldrei verið meiri við Island, fór úr 10.000
tonnum 1997 í 68.000 tonn 1998.
Þrátt fyrir samdrátt í heildarafla Islendinga 1998 jókst
verðmæti hans nokkuð milli áranna 1997-1998. Stafar það
mest af aukningu í botnfiskafla sem er verðmætasti hluti
aflans.
Botnfiskafli jókst um 9% í tonnum frá árinu 1997. Þar
vegur þyngst 17% aukning í þorskafla, ýsu- og ufsaafli dróst
lítillega saman líkt og undanfarin fjögur ár. Karfaaflinn dróst
einnig saman en aftur á móti jókst veiði úthafskarfa og því
varð heildarveiði á karfa 1998 um 116.000 tonn samanborið
við 112.000 tonn 1997.
Flatfiskafli minnkaði nokkuð á árinu 1998 samanborið við
árið 1997,eðaumtæji ll%.Hannhefurminnkaðjafntogþétt
síðustu fjögur árin. Arin 1990-1996 var flatfiskaflinn á bilinu
51-55 þús. tonn á ári en fór í um 47 þús. tonn árið 1997. Árið
1998 var flatfiskaflinn hins vegar einungis um 29 þús. tonn.
Skel- og krabbaafli dróst saman úr um 100.000 tonnum
árið 1997 í 83.000 tonn 1998 eða tæplega 17%. Hann hafði
einnig minnkað á árinu 1997 frá metárinu 1996. Þá veiddust
um 107.000 tonn af skelfiski og krabba. Þennan samdrátt má
að miklu leyti rekja til minni rækjuafla síðastliðin tvö ár eftir
gífurlega veiði árin þar á undan. Eftir samdrátt í rækjuafla á
heimamiðum færðust veiðamar tímabundið á fjarlæg mið
(Flæmingjagmnn). Síðustu tvö árin hefurrækjuafli af fjarlæg-
um miðum minnkað mjög mikið. Árið 1997 jókst rækjuafli
á íslandsmiðum að mun en árið 1998 dróst hann saman um
20.000 tonn. Þessi samdráttur, bæði á Islandsmiðum og
fjarlægum miðum, skýrir þann mikla samdrátt í skel- og
krabbafla sem varð á árinu 1998.
Ámynd5.1, sem sýnir heildarafla Islendinga 1978-1998,
kemur skýrt í ljós að aflinn sveiflast talsvert á þessu tímabili
en er þó yfirleitt um eða yfir 1,5 milljón tonn og fer ekki niður
fyrir milljón tonn nema árin 1982 og 1983 er loðnuveiðar
brugðust og voru stöðvaðar. Árið 1991 brást loðnuveiðin
aftur og náði heildaraflinn rétt ríflega milljón tonnum. Á
mynd 5.1 sést hver þróunin hefur verið í veiðum Islendinga
áfjarlægummiðum. Þærjukustjafntogþéttáárunum 1993-
1996 en hafa farið minnkandi síðastliðin tvö ár og eru komar
niður í svipað hlutfall af heildarafla og þær voru þegar þær
hófust að einhverju ráði árið 1993, um 12 þús. tonn. Alls
veiddust 18 þús. tonn af afla íslenskra fiskiskipa á fjarlægum
miðum árið 1998.
Mynd 5.1 Heildarafli íslenskra fiskiskipa 1978-1998. Afli af öllum miðum
Figure 5.1 Total catch of Icelandic vessels 1978-1998. Catch from allfishing grounds
2.500.000
2.000.000
| 1.500.000
tS
§
f2 1.000.000
500.000
0
1978 198 198 1984 1986 198 1990 1992 1994 1996 1998