Útvegur - 01.10.1999, Page 52
50
Afli og aflaverðmæti
5.2.8 Sfld
5.2.8 Herring
Síldarafla íslenskra fiskiskipa er hér skipt í sfld og norsk-
íslenska síld. Af sfld (líka nefnd sumargotssíld) veiddust árið
1998 rúmlega 77 þús. tonn sem er örlítil aukning frá árinu
áður. Aflinn jókst um 9% en verðmæti hans um 17%, úr um
880 milljónum kr. í 1.025 milljónir kr. Meðalverð á sfld
hækkaðiúr 12,36 krónumákflóárið 1997 í 13,26krónurárið
1998, um 7,3%. Mestallur aflinn er seldur í beinum við-
skiptum. Veiðamar fara aðallega fram með tvenns konar
hætti, annars vegar með sfldamót en með henni veiddust um
47.000 tonn eða rúm 60% sfldaraflans árið 1998, og hins
vegar með loðnuflotvörpu sem skilaði um 22 þús. tonnum
eða tæpum 30%.
Mynd 5.20 sýnir veiðar á sfld og norsk-íslenskri sfld árin
1978 til 1998.
Mynd 5.20 Síldarafli 1978-1998. Afli af íslandsmiðum
Figure 5.20 Herring catch 1978-1998. Catch from Icelandgrounds
[7] Norsk-íslensk síld
A tlantic-Scandian
herring
M Síld Herring
5.2.9 Norsk-íslensk sfld
5.2.9 Atlantic-Scandian herring
Hér er fjallað um norska vorgots-sfldarstofninn sem flakkar
milli íslands og Noregs í Norður-Atlantshafi og hefur gengið
undir ýmsum nöfnum. Hér er hún nefnd norsk-íslensk sfld.
Árið 1994 veiddist í fyrsta skipti í langan tíma sfld úr
þessum stofni hér við land og fengust það ár rúmlega 21 þús.
tonn sem fóru í bræðslu. Árið 1995 veiddust síðan 174 þús.
tonn og fór nánast allur aflinn í bræðslu eins og árið á undan.
Árið 1996 kom síðan örlítið bakslag í þessar veiðar og dróst
aflinn saman um 5% og varð um 165 þús. tonn. Árið 1997
veiddust um 212 þús. tonn en árið 1998 var veiðin um 193
þús. tonn. Hafa þessar veiðar því vegið upp þann samdrátt
sem átt hefur sér stað í veiðum á síld í ríflega tvö síðastliðin
ár.
Þrátt fyrir samdrátt á milli áranna 1997 og 1998 jókst
heildarverðmæti aflans úr norsk-íslenska síldarstofninum
um 42,4% milli þessara tveggja ára. Þessi mikla aukning er
í takt við verðþróunina en verðið hækkaði mikið á árinu
1998, fór úr 5,84 krónum á kfló í 9,12 krónur á kíló.
5.2.10 Loðna
5.2.10 Capelin
Loðnuvertíðin stendur frá því í júní og lýkur venjulega í
mars/apríl árið eftir þegar loðnan hefur lokið hrygningu.
Tölumar miðast hins vegar við almanaksárið og spanna því
síðari hluta einnar vertíðar og fyrri hluta þeirrar næstu.
Loðnuveiðar á árinu 1998 skiluðu mun minni afla en árin
1996 og 1997. Einungis veiddust um 750 þús. tonn miðað
við 1.319 þús. tonn árið 1997 sem var metár í loðnuveiði.
Samdrátturinn var um 43%. Heildarverðmæti loðnunnar
minnkaði að sama skapi við þennan samdrátt í afla og dróst
verðmætið saman um 30%. Mynd 5.21 sýnir veiðar á loðnu
1978-1998 og lýsir hún vel þeim gífurlega magnsveiflum
sem eiga sér stað í loðnuveiðum frá ári til árs.
Meðalverð loðnu árið 1997 var 5,84 krónur á kflóið og
hafði lækkað nokkuð frá árinu 1996. Árið 1998 hækkaði
verðið síðan aftur og var komið upp í 7,16 krónur á hvert kfló
sem er hækkun um 22,6% á milli ára.