Útvegur - 01.10.1999, Page 315
Utflutningur sjávarafurða
313
7. Útflutningur sjávarafurða
7. Export ofmarine products
7.1 Magn
7.1 Export quantity
Árið 1998 voru flutt út um 718 þús. tonn af sjávarafurðum
samanborið við 795 þús. tonn árið 1997. Samdrátturinn
nemur 11%. Þróun í útflutningi sjávarafurða undanfarin ár
sést vel á mynd 7.1 þar sem magn útflutnings er sýnt fyrir
tímabilið 1988-1998.
I tonnum talið var útflutningur sjávarafurða í hámarki ára-
bilið 1985-1990. Á þessu tímabili veiddist mikil loðna og þá
var útflutningur ísfisks einnig geysimikill. Meðalútflutningur
á ári var um 680 þús. tonn en hámarkinu náði útflutningurinn
árið 1986erhannnamtæpum719þús.tonnum. Ástæðanvar
óvenjumikill loðnuafli en mörg loðnuskip lönduðu íerlendum
höfnum. Þá var botnfiskafli í góðu meðallagi og sala sjávar-
afurða meiri en framleiðsla ársins og gekk því nokkuð á
birgðir. Frá 1988ogframtilársins 1991 fórútflutningsmagn
síðan minnkandi og nam einungis um 472 þús. tonnum það
ár.
Mynd 7.1 Magn útfluttra sjávarafurða 1988-1998
Figure 7.1 Quantity of exported marine products 1988-1998
900 t-----------------------------------------------
1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998
Þrátt fyrir ágætan loðnuafla árið 1992 olli minni útflutningur
ísfisks því að heildarútflutningur sjávarafurða varð töluvert
minni en meðalútflutningur á seinni hluta níunda áratugarins.
Árið 1993 nam útflutningurinn rúmum 635 þús. tonnum og
munaði þar mest um ágætan loðnuafla, enda vega lýsi og
mjöl þungt í magni útflutnings. Ekki varð mikil breyting
milli áranna 1993 og 1994 er flutt voru út um 633 þús. tonn.
Árið 1995 kom síðan afturkippur í útfluttning sjávarafurða,
út voru flutt 607 þús. tonn. Það ár drógust þorskveiðar saman,
þó minna en efni stóðu til vegna aukinna úthafsveiða.
Loðnuveiðin minnkaði en á móti kom aukinn sfldarafli og
góð rækjuveiði.
Árin 1996-1997 tók útflutningurinn síðan stór stökk og
varkominnítæp800þús.tonnárið 1997. Þessitvöárvarþað
fyrst og fremst góður loðnuafli sem bar uppi þessa miklu
aukningu, hann fór yfir milljón tonn bæði árin. Árið 1998
varð 11% samdráttur í magni útflutnings en það ár minnkaði
loðnuveiðin um helming frá 1997. En botnfiskafli, aðallega
þorskur, jókst mjög mikið árið 1998 sem leiddi til þess að
þrátt fyrir nokkum magnsamdrátt jókst verðmæti útfluttra
sjávarafurða umtalsvert.
7.2 Verðmæti útflutnings
7.2 Export value
Verðmæti útflutnings árið 1998 var um 102 milljarðarkróna
(sjátöflur7.2-7.5). Þettaerum4milljörðummeiraverðmæti
en árið 1997 þrátt fyrir minni afla. Þar sem loðnuafli er, eins
og fyrr segir, ekki meðal verðmestu afurða olli hinn mikli
samdráttur í magni hans ekki sj álfkrafa samdrætti á verðmæti
útflutnings sjávarafurða.
Hlutdeild sjávarafurða af heildarvöruútflutningi lands-
manna minnkaði stöðugt frá árinu 1992 fram til ársins 1995,
Úrtæpum80%í72%. Árið 1996snéristþessiþróunafturvið
og voru sjávarafurðir þá um 3/4 hlutar af heildarverðmæti
vöruútflutnings landsmanna. Síðastliðin tvö ár hefur hlutdeild
sjávarafurða í heildarvöruútflutningi verið rétt rúm 70%, eða
71,4% árið 1997 og 72,7% árið 1998.