Útvegur - 01.08.2000, Qupperneq 28
26
Fiskiskipastóllinn
4. Fiskiskipastóllinn
4. Thefishingfleet
Fiskiskipastóllinn samanstendur af þremur tegundum fiski-
skipa, þ.e. opnum fiskibátum, vélskipum og togurum. í
þessum kafla verður annars vegar f| allað um fiskiskipastólinn
í heild, þ.e. þær tegundir fiskiskipa sem nefndar eru hér að
ofan og hins vegar þilfarsskipastólinn, þ.e. vélskip og togara.
Þetta er gert vegna þess að opnir fiskibátar eru mjög margir
en einungis um 71% þeirra leggur upp afla (sjá töflu 4.5 í
töfluhluta). Eins veiða opnir fiskibátar ekki nema um 2% af
þeim heildarafla sem íslensk fiskiskip veiða á Islandsmiðum
meðan þilfarsskipin veiða 98%.
Samkvæmt skipaskrá Siglingastofnunar samanstóð fiski-
skipastóll íslendinga af 1.976 skipum í lok árs 1999. Þar af
reyndust þilfarsskip (þ.e. vélskip og togarar) vera 842.
Þilfarsskipin voru samtals um 176.000 brúttótonn og heildar-
aflaðalvélaþeirrarúmlega424.000 kW. Meðalaldurskipanna
var u.þ.b. 20 ár. Opnir fiskibátar voru aftur á móti 1.134
talsins,þeirvorurúmlega5.000brúttótonn,heildaraflaðalvéla
var um 85.000 kW en meðalaldur var 17,5 ár.
Þess ber að geta að tölur um fiskiskipastólinn, sem birtast
í töfluhluta hér að aftan, eru unnar úr skipaskrá Siglinga-
stofnunar og miðast við skip sem voru skráð í árslok 1999 (þó
ekki töflur 4.4. og 4.5 sjá síðar). Þar eru skráð öll fískiskip án
tillits til veiðiréttinda þeirra. Því eru í þessum tölum nokkur
skip sem ekki voru með veiðiheimildir í íslenskri lögsögu, og
einnig skip sem hafa veiðiheimildir sem eru ekki nýttar á
viðkomandi skipi heldur fluttar á önnur skip.
Flokkurinn opnir fiskibátar, sem notaður er í þessum kafla,
jafngildir ekki flokki sem nefhdur er „smábátar" í fiskveiði-
stj ómunarkerfínu.
4.1 Fjöldi skipa
4.1 Number of vessels
A árinu 1999 fjölgaði í fiskiskipastólnum í heild um 48 skip
ffá fyrra ári. Fjöldi opinna fiskibáta stóð því sem næst í stað
milli áranna 1998 og 1999, þeim fjölgaði um einn bát, úr
1.133 árið 1998Í1.134árið 1999. Þilfarsskipumfjölgaðium
47 milli ára, úr 795 skipum í árslok 1998 í 842 í árslok 1999.
Þetta er mesta fjölgun í þilfarsskipaflotanum síðan árið 1990
(sjámynd4.1). Árið 1998 fjölgaði í þessum flota um 5 skip,
en þeim hafði fækkað um hér um bil 200 á tímabilinu 1990-
1997. Sú fækkun hafði jafnað út, reyndar gott betur enþað,
þá fjölgun sem varð í flotanum á árunum 1987-1990 (178
skip). Fjölgunin í þilfarsskipaflotanum nú er tilkomin vegna
fjölgunar á vélskipum, um 58 skip á meðan togurum fækkaði
um 11, úr 102 í 91.
Mynd4.1 Þilfarsskipaflotinn 1990-1999
Figure 4.1 Decked vessels and trawlers 1990-1999
1200
H T°garar
Trawlers
Vélskip
Decked
vessels
í lok árs 1999 var stærstur hluti fiskiskipastólsins skráður
með heimahöfn á Vestfjörðum, eða 381 skip sem er um
19,3% af fiskiskipastólnum. Munar þar mestu um mikinn
fjölda opinna fiskibáta, sem voru 214 talsins, en einnig voru
flest vélskip skráð á Vestfjörðum (157). Næst á eftir kemur
Vesturland þar sem 15,2% fiskiskipastólsins var skráður við
áramót, þá Norðurland eystra (14,8%), Austurland (14,6%),
höfúðborgarsvæðið (13,1%), Suðumes (11,6%) og Suðurland
(7,1%) Á Norðurlandi vestra eru aftur á móti einungis
skráðir 46 opnir fiskibátar, 33 vélskip og 9 togarar, eða um
4,5% fiskiskipastólsins. Á mynd 4.2 sést skipting fiskiskipa-
stólsins eftir landshlutum árið 1999.