Útvegur - 01.08.2000, Page 210
208
Afli erlendra ríkja við ísland og heimsafli
9. Afli erlendra ríkja við ísland og heimsafli
9. Fishing by foreign countries in Icelandic waters and the world catch
9.1 Afli erlendra ríkja við ísland á svæði Va
9.1 Fishing by foreign countries in Icelandic waters in the
Va region
Veiðar skipa erlendra ríkja við Island á svæði Va (sjá kort af
svæðinu í kafla 1) á tímabilinu 1984—1998 hafa verið talsvert
breytilegar, fóru niður í 9 þús. tonn árið 1993 þegar þær voru
sem minnstar og mest upp í 99 þús. tonn árið 1997 eins og sést
á mynd 9.1.
A árunum 1991-1996 drógust þessar veiðar skipa erlendra
ríkja á svæði Va saman frá því sem verið hafði á síðari hluta
níunda áratugarins. Undantekning frá þessu var árið 1992.
Arið 1997 var hins vegar metár og þó að veiðar skipa erlendra
ríkja á svæðinu hafi dregist töluvert saman árið 1998, eða um
35% (úr 99 þús. tonnum í 65 þús. tonn) voru þær svipaðar
það ár og á síðari hluta níunda áratugarins.
Á veiðisvæði V a veiddu erlend skip um 4,6% heildaraflans
árið 1998, samanborið við 5,3% 1997 og 1-4% árin 1992-
1996. Af þessu sést að íslensk fiskiskip veiða rúmlega 95%
af þeim afla sem dreginn er úr sjó við ísland. Af erlendum
skipum við ísland veiða færeysk og norsk skip að jafnaði
mest. Undanfarin ár hafa Norðmenn og Færeyingar skiptst,
frá ári til árs, á að eiga þau erlendu skip sem draga mestan afla
í íslenskri lögsögu. Árið 1997 veidduNorðmenn og Færeying-
ar um 99,8% þess afla sem erlend skip veiddu við ísland, þar
af veiddu Norðmenn 61 þús. tonn (61 % afheildarafla erlendra
skipa áhafsvæði Va) en Færeyingar um 38 þús. tonn (38%).
Árið 1998 dróst hins vegar afli Norðmanna talsvert saman,
eða um u.þ.b. 96% og fór niður í 2.500 tonn (3,9%) en afli
Færeyinga jókst um 62%, fór í 62 þús. tonn (96%). Eins og
sést í töflu 9.1 hefúr afli Færeyinga aukist jafnt og þétt frá
1993 á meðan að veiðar Norðmanna hafa sveiflast upp og
niður.
Mynd 9.1 Veiðar erlendra ríkja við ísland á svæði Va 1984-1998
Figure 9.1 Fishing by foreign countries in Icelandic waters in the Va region 1984-1998
1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998
9.2 Heimsafli
9.2 World catch
Árið 1998 bregður svo við að heimsafli dregst saman um 7,3
milljónir tonna miðað við árið 1997. Þar munar mestu um
samdrátt upp á tæplega 6 milljónir tonna af Perúansjósu og
1,5 millj ónir tonna af Chilebrynstirtlu, úr Suðaustur Kyrrahafí,
og þá aðallega hjá Perú og Chile (sjá töflur 9.7-9.10).
Heimsafli hafði fram að þessu aukist jafnt og þétt á árunum
þar á undan og stigið úr rúmum 86 millj ónum tonna árið 1993
í rúmar 93 milljónir tonna árið 1997 þegar heimsafli náði
hámarki. Þetta var rúmlega 8% aukning og var stærsta
einstaka stökkið upp á við á milli áranna 1993 og 1994 en þá
jókst aflinn um tæplega 5 milljónir tonna eða um 5,7%. Það
stökk má hins vegar rekja til sömu tegunda og veiðisvæða og
samdráttinn nú en veiði á Perúansjósu jókst á þessum tíma
um rúmar 4 milljónir tonna og veiði á Chilebrynstirtlu um
tæplega 1 milljóntonna. Niðursveiflanáárinu 1998gerirþví
að engu aukningu undanfarinna ára og er heimsafli orðinn
lítið eitt minni á árinu 1998 en hann var á árinu 1993.