Útvegur - 01.08.2000, Qupperneq 31
Fiskiskipastóllinn
29
4.4 Aldur fiskiskipastólsins
4.4 The age of the fishing fleet
Meðalaldur íslenska fiskiskipastólsins var 18,4 ár í árslok
1999. Meðalalduropinnafiskibáta var 17,5 ár, vélskipa 19,6
ár en togaraflotinn var að meðaltali um 19,9 ár.
Meðalaldur þilfarsskipaflotans var 19,6 í árslok 1999 líkt og
í lok árs 1998 en hækkaði nokkuð stöðugt milli áranna 1993-
1997. Hannhefurhins vegarveriðnokkuð stöðugurundanfarin
þijú ár. Meðalsmíðaár þilfarsskipaflotans um áramótin 1998-
1999 var árið 1978, en miðtala aldurs hans gefur smíðaárið
1979. Þróunin frá árinu 1999 sést vel á mynd 4.5
Þegar á hei ldina er litið virðist sem fiskiskipastóll íslendinga
hafi stækkað nokkuð á árinu 1999. Vélskipum fjölgaði
umtalsvert og umfram þann samdrátt sem varð í togara-
flotanum. Fjöldi opinna fiskibáta stóð í stað. Stærð flotans í
brúttótonnum dróst þó saman og munar þar að sjálfsögðu um
þá 11 togara sem afskráðir voru á árinu. Meðalaldur flotans
er sá sami og undanfarin ár.
Nú þegar fiskiskipastóllinn hefur verið skoðaður í heild
sinn er ekki úr vegi að líta á samsetningu þess hluta hans sem
lagði upp afla á árinu 1999.
Mynd 4.5 Þilfarsskipaflotinn 1990-1999. Miðtala aldurs og meðalaldur
Figure 4.5 Decked vessels and trawlers 1990-1999. Median age and average age
4.5 Opnir fiskibátar, vélskip og togarar sem iögðu upp
afla á árinu 1999
4.5 Undecked vessels, decked vessels and trawlers that
landed catch in 1999
Áárinu 1999 lögðu 1.581 opnir fiskibátar, vélskipogtogarar
upp afla á íslandi. Þar að auki lögðu þrjú rannsóknarskip og
tveir skemmtibátar upp lítið magn afla. Þetta þýðir að um
80% af heildarfískiskipastólnum við árslok 1999 (1.976)
hafi landað afla á árinu.
Áðumefnd 1.581 skip skiptast þannig að opnir fiskibátar
voru801, vélskip vom685 ogtogaramirvoru95. Áþessum
tölum sést vel hve togaraflotinn minnkaði á árinu, þar sem 95
togarar lögðu upp afla á árinu 1999 á meðan einungis var
skráður 91 togari í skipaskrá í lok árs.
Á mynd 4.6 sést í hvaða landshluta þau skip sem lögðu upp
afla á árinu 1999 em skráð. Þau skip sem ekki vom á skipa-
skrá í árslok 1999 en lögðu upp afla á árinu em skráð á þessari
mynd (og í töflu 4.4. í töfluhluta), eftir síðustu heimahöfn
fyrir afskráningu.
Skiptingin á mynd 4.6 fylgir nokkuð þeirri skiptingu sem
sýnd var á mynd 4.2 yfír fiskiskipastólinn. Megnið af þeim
skipum sem lönduðu afla á árinu 1999 komu frá Vestfjörðum
og þar á eftir frá Austfjörðum. Á Norðurlandi vestra þar sem
heildafjöldi skipa í árslok var lang minnstur lögðu einnig
fæst skip upp afla.
Eins og fyrr sagði lagði um 80% fiskiskipaflotans upp afla
á árinu 1999. Opnir fiskibátar sem lögðu upp afla á árinu
1999 voru um 71% af heildaríjölda skráðra fiskibáta við
árslok 1999, vélskipin um 91 % en einungis einn togari af
þeim sem skráðir vom í skipaskrá við árslok 1999 lagði ekki
upp afla á árinu. Séu einstakir landshlutar skoðaðir sést að
það er í sunnlenska flotanum sem hæst hlutfall skráðra fiski-
skipa í árslok 1999 lagði upp afla árinu, eða tæplega 87%.
Þar lögðu 77% opinna fiskibáta landshlutans upp afla, 93%
vélskipanna og allir togararnir. Það er hins vegar á höfuð-
borgarsvæðinu sem hlutfallið er lægst eða, eða tæplega 71%.
Þar lögðu 62% opinna fiskibáta upp afla, 85% vélskipanna
og allir togaramir. Nánar má lesa sér til um þessa skiptingu
í töflu 4.5.