Útvegur - 01.08.2000, Side 212
210
Afli erlendra ríkja við ísland og heimsafli
10,7 milljónirtonna. LangmestafsjávaraflakemurúrKyrra-
hafi, rúmlega 47 milljónir tonna árið 1998, en þar á eftir
kemur Atlantshafþar sem sjávaraflinn varrúmar 23 milljónir
tonna.
Alaskaufsi er sú fisktegund sem mest var veitt af í heiminum
árið 1998, síld er í öðru sæti, Þorskur er níunda mest veidda
tegundin og loðnan er í tólfta sæti en tegundaskiptingin er
misjöfn eftir árum eins og sést á töflu 9.10.
9.3 Norðaustur- og Norðvestur-Atlantshaf
9.3 Northeast- and Northwest Atlantic
í töfluhluta þessa kafla er einnig fróðlegt að skoða heildarafla
einstakra ríkja og heildarafla eftir tegundum á Norðvestur
(NV)-Atlantshafi og á Norðaustur (NA)-Atlantshafi en þar
fer næstum öll veiði Islendinga fram.
Bandaríkjamenn veiða langsamlega mest af þeim ríkjum
sem stunda veiðar í NV-Atlantshafi, eða rúmlega milljón
tonn af tæplega tveimur milljónum tonna sem veidd voru á
þessu hafsvæði árið 1998. Sild er sú fisktegund sem mest er
veitt af á NV-Atlantshafi, þar rétt á eftir kemur meinhaddur.
Islendingar veiða einungis um 6.500 tonn á þessu hafsvæði
en eiga mun stærri hlut í þeim afla sem sóttur er á NA-
Atlantshaf.
A NA-Atlantshafi eru Norðmenn aflasælastir þeirra þjóða
sem þar veiða, Islendingar fylgja síðan fast á hæla þeirra en
hafa þurft að berj ast við Dani um annað sætið á undanfómum
ár. Samkvæmt heimildum FAO veiddu Islendingar 1,7
milljónirtonnaþaráárinu 1998,Danir l,6milljónirtonnaen
Norðmenn rúmlega 2,8 milljónir tonna. Mynd 9.4 sýnir
skiptingu aflans í NA-Atlantshafi árið 1998.
Mynd 9.4 Heildarafli einstakra ríkja í NA-Atlantshafi 1998
Figure 9.4 Total catch of individual countries in the NA-Atlantic 1998
Noregur ísland Danmörk Bret-
land
Rúss- Spánn Holland Svíþjóð Færeyjar Frakk- írland
land land
Þýska- Önnur
land ríki
Uppsjávarafli er stærstur hluti þess afla sem veiddur er á
NA-Atlantshafi. Síldin ber þar höfuð og herðar yfir aðrar
tegundirogveiddistum2,l milljóntonnaafhenniárið 1998,
kolmunni er þriðja mest veidda tegundin en þar á eftir koma
sandsíli, loðna, brislingur, makríll, brynstirtla er í 8 sæti.
Þorskurinn er eina tegundin utan uppsjávarfiska sem kemst
í átta efstu sætin yftr mest veiddu tegundimar í NA- Atlantshafi
árið 1998 en hann kom næstur á eftir síldinni og veiddist í 1,2
milljónum tonna.