Útvegur - 01.08.2000, Síða 41
Afli og aflaverðmæti
39
20.000 tonn. Þessi aflabrestur, bæði á íslandsmiðum og
íjarlægum miðum, skýrir þann mikla samdrátt í skel- og
krabbafla sem orðið hefur á árunum 1998 og 1999.
Amynd5.1, semsýnirheildaraflaIslendinga 1979-1999,
kemur skýrt í ljós að aflinn sveiflast talsvert á þessu tímabili
en er þó yfírleitt um eða yfir 1,5 milljónir tonna og fer ekki
niður fyrir milljón tonn nema árin 1982 og 1983 er loðnuveiðar
brugðust algjörlega og voru stöðvaðar. Árið 1991 brást
loðnuveiðin aftur og náði heildaraflinn þá rétt ríflega millj ón
tonnum. Á mynd 5.1 sést einnig hver þróunin hefur verið á
veiðum Islendinga á ljarlægum miðum. Þær jukust jafnt og
þétt á árunum 1993-1996 en hafa farið minnkandi síðastliðin
þrjú ár og eru komnar niður í svipað hlutfall af heildarafla og
þær voru þegar þær hófust að einhverju ráði árið 1993. Það
ár veiddist um 12.000 tonn af afla íslenskra fiskiskipa á
Ijarlægum miðum, en 14.000 tonn árið 1999.
5.2 Hlutur tegunda
5.2 The species
Á mynd 5.2 sem sýnir tegundaskiptingu heildarafla, sem og
á mynd 5.3 um hlutfallslega skiptingu heildarafla 1996-1999,
kemur mjög vel ffam hversu uppsjávarfiskur, aðallega loðna,
er stór hlutur af heildarafla íslenskra fiskiskipa. Alls var um
67% heildaraflans árið 1999 uppsjávarfiskur. Magnuppsjávar-
fisks var svipað árið 1998, en ívið meira, yfir 70%, árin 1996
og 1997. Botnfiskaflinn var um 28% árið 1999, það sama og
árið 1998, en var einungis um 20% árið 1997 er mikið magn
uppsjávarfisksveiddist. Flatfiskarerutæplega2%afheildarafla
1999 og er það nokkru lægra hlutfall en undanfarin ár. Sama
gildir um skelfisk og krabbadýr, sem voru rúm 5% afheildarafla
1999, en það hlutfall er minna en undanfarin ár.
Þegar tegundaskipting er athuguð með hliðsjón af afla-
verðmæti fæst nokkuð önnur mynd en þegar magnið eitt er
skoðað. Fróðlegt er að skoða skiptingu aflaverðmætis eftir
helstu aflategundum, þar sést að uppsjávarfiskur sem var um
67% af heildarafla 1999 skilar ekki nema rétt rúmlega 9% af
heildarverðmæti aflans. Botnfiskaflinn skilar hins vegar
73% verðmætanna en einungis um 28% af magninu og flat-
fískaflinn skilar tæplega 7% 1 krónum en tæpum 2% í kílóum
upp úr sjó. S vipaða sögu er að segj a af skelfisk- og krabbadýra-
aflanum en verðmæti hans var tæp 11% af heildarafla-verð-
mætinu árið 1999 en hlutfall hans í heildaraflamagninu
nemur 3%.
Eins og sést á mynd 5.5 er þorskur langverðmætasta fisk-
tegundin og nam verðmæti hans 26,6 milljörðum króna árið
1999 sem eru um 44% af heildarverðmæti afla íslenskra
fiskiskipa. Næst verðmætasta fisktegundin er karfi (að
meðtöldumúthafskarfa) með 7,9milljarðakróna, (13%), svo
rækja með 5,7 milljarða (9%). Ýsan kemurþar á eftir með um
5,5 milljarða króna (9%). Loðnan skilaði 5% aflaverð-
mætisins en aðrar tegundir minna 5%.
Heildaraflaverðmæti tilútgerðarinnarnam 60,4 milljörðum
króna árið 1999 og jókst um tæplega 2% frá því árið á undan.
Heildarafli í tonnum jókst hins vegar um 3%.
Þegar hlutur fiskmarkaða er skoðaður liggur beint við að
draga frá uppsjávaraflann því að hann fer nánast aldrei um
markað þó að í reynd sé t.d. loðnan á hörðum uppboðsmarkaði.
Sala á loðnu fer fram á fj arskiptamarkaði en ekki á staðbundn-
um markaði. Einnig er dreginn frá afli vinnsluskipa og afli af
fjarlægum miðum, sem kemur mestallur unninn á land, svo
og sá afli sem siglt er með beint á erlendan markað. Þegar
þetta hefur verið gert er eftir um 347 þús. tonna heildarafli
sem annað hvort fer á markað eða beint til vinnslu innanlands.
Árið 1999 voru 107 þús. tonn seld á markaði, eða um 31%.
Ef þetta magn er reiknað sem hlutfall af afla af í slandsmiðum,
utan uppsjávarafla, er það um 19%.
Mynd 5.2 Heildarafli íslenskra fískiskipa eftir flsktegundum 1996-1999. Afli af öllum miðum
Figure 5.2 Catch of Icelandic vessels 1996-1999 by species. Catchfrom all fishing grounds
1.400.000
1.200.000
,1.000.000
t2 800.000
§ 600.000
400.000
200.000
■ 1996
□ 1997
□ 1998
■ 1999
Þorskur Ýsa
Cod Haddock
Ufsi Karfi og Grálúða Loðna Síld og norsk- Rækja Annað
Saithe úthafskarfi Greenland Capelin íslensk síld Shrimp Other
Redfish and halibut Herring and species
Oceanic Atlantic-Scandian
redfish herring