Útvegur - 01.08.2000, Blaðsíða 40
38
Afli og aflaverðmæti
5. Afli og aflaverðmæti
J. Catch and catch cvalue
5.1 Heildarafli íslendinga
5.1 Iceland’s total catch
Árið 1997 var mesta aflaár íslandssögunnar en þá veiddust
2,2milljónirtonna. Árið 1998minnkaðiheildaraflinnniður
í tæplega 1,7 milljónir tonna, eða um tæplega 23%. Árið
1999 jókstheildaraflinn aftur lítillega, um 54þús. tonn, eða
3%.
Magnaukningin 1999 stafar aðallega af auknum þorskafla
og síldarafla. Samfara þessari magnaukningu jókst afla-
verðmæti íslenskra fiskiskipa um rúmlega einn milljarð.
Þrátt fyrir mikinn samdrátt í heildarafla íslendinga árið
1998 jókst verðmæti hans nokkuð milli áranna 1997-1998.
Það var aðallega vegna aukins botnfiskafla sem er verðmætasti
hluti aflans. Sú aukning sem á sér hins vegar stað á verðmæti
á árinu 1999, um einn milljarður, er minni en en efni stóðu til
með auknum botnfiskveiðum. Verðmætaaukningin varð ekki
meiri en raun bar vitni vegna þess að meðalverð á uppsjávar-
fiski lækkaði um helming á árinu 1999, samanborið við árið
1998.
Botnfiskafli jókstum 3% í tonnum á árinu 1999 samanborið
við 9% aukningu árið 1998. Mestvar aukning í ýsuaflanum,
eða um 10%. Þetta í íyrsta skipti sem ýsuafli eykst á milli ára
fráárinu 1995. Þaráeftirkemurþorskaflinn, hannjókstum
tæp 8%, og hefur þorskafli ekki verið meiri síðan 1992.
Ufsaaflinn er nokkum veginn sá sami á ámnum 1998 og
1999. Karfaafli dróst lítillega saman á árinu 1999 og á það
einnig við um veiðar á úthafskarfa. Því varð heildarveiði á
karfa (karfa og úthafskarfa) 1999 um 110.000 tonn saman-
borið við 116.000 tonn árið 1998.
Flatfiskafli jókst óverulega á árinu 1999 samanborið við
árið 1998, eða um rúm 2%. En síðustu árin hafði hann
minnkað jafnt og þétt. Árin 1990-1996 var flatfiskaflinn á
bilinu 51-55 þús. tonn á ári en fór í um 47 þús. tonn árið 1997.
Árið 1998 var flatfiskaflinn hins vegar einungis um 29 þús.
tonn og á árinu 1999 um 30 þús. tonn.
Uppsjávarafli, aðallega loðna og síld, em þær tegundir
sem bera uppi aflamagnið. Á árinu 1999 jukust veiðar á upp-
sjávarafla lítillega frá fyrra ári, eða um 6% og vom rétt
tæplega 1,2 milljónir tonna dregin úr sjó. Loðnuaflinn dróst
saman, síldveiðar jukust nokkuð sem og veiðar á kolmunna
sem jukust gífurlega, og hefur aldrei verið meira veitt af
kolmunna hér við land og árið 1999. Kolmunnaaflinn fór úr
68.000 tonnum 1998 í 160.000 tonn árið 1999.
Skel- og krabbadýraafli dróst saman á árinu. Fór úr um
83.000 tonnum árið 1998 í 57.000 tonn 1999, sem er
samdráttur um rúmlega 31%. Hann hafði einnig minnkað á
ámnum 1997 og 1998 ffámetárinu 1996. Það ár veiddustum
107.000 tonn af skelfiski og krabbadýmm. Þennan mikla
samdrátt síðastliðin 3 ár má að mestu leyti rekja til minni
rækjuafla eftir gífurlega veiði árin þar á undan. Eftir samdrátt
í rækjuafla á heimamiðum færðust veiðamar tímabundið á
lj arlæg mið (Flæmingj agmnn). Síðustu þrjú árin hefur rækj u-
afli af fjarlægum miðum hins vegar verið mun minni en áður
þrátt fyrir örlitla aukningu árið 1999. Árið 1997 jókst hins
vegar rækjuafli á Islandsmiðum að mun en sú aukning náði
þó ekki að vega upp á móti samdrættinum sem varð á
fjarlægummiðum. Árið 1998dróstrækjuafliáíslandsmiðum
saman um 20.000 tonn og aftur árið 1999, um rúmlega
Mynd 5.1 Heildarafli íslenskra fiskiskipa 1979-1999. Afli af öllum miðum
Figure 5.1 Total catch oflcelandic vessels 1979-1999. Catch from allfishing grounds
| Fjarlæg mið
Distant
grounds
j | Islandsmið
Iceland
grounds