Útvegur - 01.08.2000, Qupperneq 51
Afli og aflaverðmæti
49
5.2.4 Karfi
5.2.4 Redfish
I þessu riti er gerður greinarmunur á karfa, sem hér er til
umfjöllunar, og úthafskarfa (sjá kafla 5.2.5).
Karfaaflinn af íslandsmiðum árið 1999 var um 67.288
tonn, 3% minni en árið áður, en þá veiddust um 69.000 tonn.
Karfaaflinn fékkst nær allur í botnvörpu. Verðmæti aflans
var 4.823 milljónir króna árið 1999 en var 4.922 milljónir
árið áður. Þetta er óverulegur samdráttur, um 2%, eða nokkru
minni enmagnsamdrátturinn. Karfaafli varnokkuð stöðugur
áárunum 1985-1995, ábilinu 85-95 þús.tonn.Árið 1996 fór
aflinn síðan niður í 68.000, hannjókst í 73.000 tonn árið 1997
og síðan niður aftur í 69.000 tonn árið 1998 og heldur áfram
að dragast saman árið 1999, fer niður í 67.000 tonn. Þróunina
í karfaveiðum á Islandsmiðum síðastliðin 20 ár má sjá á
mynd 5.16.
Mynd 5.16 Karfaafli 1979-1999. Afli af íslandsmiöum
Figure 5.16 Redfish catch 1979-1999. Catch from Icelandgrounds
160.000
140.000
120.000
100.000
80.000
60.000
40.000
20.000
0
1979 1981 1983 1985 1987 1989 1991 1993 1995 1997 1999
[J Úthafskarfi
Oceanic
Redfish
H karli
Redfish
Meðalverðkarfahækkaði lítillega árið 1999, í 71,56krónu
úr 71,00 krónu á hvert kíló árið 1998, eða um tæpt prósentustig
á milli ára. Hækkun meðalverðs karfa á sér stað á því magni
sem selt er til vinnslu innanlands en verðlækkun er í flestum
öðrum tegundum viðskipta með karfa. Þegar einstök viðskipti
eru skoðuð nánar sést að miklar verðsveiflur eru eftir
mánuðum i gámaviðskiptum með karfa árið 1999, sérstaklega
á síðari helmingi ársins, og er það svipað og árin á undan.
Mynd 5.17 sýnir þróun karfaverðs eftir því hvort um er að
ræða gámafisk, sölu á mörkuðum innanlands eða beina sölu.
Einnig er á myndinni sýnt meðalverð í hverjum mánuði árið
1999.
Karfamagn í beinni sölu, gámaviðskiptum og á innlendum
mörkuðum jókst á milli áranna 1998 og 1999. Árið 1999
voru bein viðskipti með karfa um 37% af heildarkarfa-
viðskiptunum, en voru 35% árið 1997 eftir að hafa lækkað úr
40% árið 1997. Það hlutfall sem skipin selja beint til vinnslu-
nnar virðist því vera nokkuð breytilegt frá ári til árs, en er þó
á bilinu 35-42%.
Verðið hækkaði um 8,4% í beinu viðskiptunum milli
áranna 1998 og 1999, en aftur á móti lækkaði meðalverð í
gámaviðskiptum á árinu um 4,2% og verðhrun varð á markaði
þar sem meðalverðið fór niður um 18,5% á árinu. Þessi tvö
viðskiptaform eru þó hlutfallslega mun minna notuð en
beinu viðskiptin. Á árinu 1999 fór um 12% karfaaflans í
gáma til útflutnings og einungis um 6% fór á markað. Þróun
viðskipta með karfa eftir helstu viðskiptaformum sést vel á
yfirliti 4.