Útvegur - 01.08.2000, Page 49
Afli og aflaverðmæti
47
Verðmæti ufsaaflans var svipað 1999 og það var 1998, fór
úr 1.773 milljónum króna í 1.785 milljónir króna.
Meðalverð á ufsa stóð næstum í stað milli áranna 1998 og
1999, það fórúr 58,08 krónum ákíló árið 1998 í 58,37 krónur
árið 1999, hækkaði um hálft prósent. Verðið var óstöðugt á
árinu en fór hæst í febrúar í 68,09 krónur kílóið. Þegar
tegundir viðskipta eru skoðaðar sést að verðið á ufsa í
gámum er mjög breytilegt og sveiflast mjög allt árið. Meðal-
verð á markaði og í beinni sölu er hins vegar stöðugra, en er
þó hæst í upphafi ársins. Þróun meðalverðs í gámaviðskiptum,
á markaði innanlands, í beinni sölu og heildarverðs yfir árið
eftir mánuðum má sjá á mynd 5.14.
Mynd 5.14 Meðalverð ufsa eftir mánuðum 1999
Figure 5.14 Average príce of saithe by months 1999
Jan. Febr. March April May June July August Sept. Oct. Nov. Dec.
---- Gámar In
containers
---- Markaðir
Markets
---- Alls
Total
---- Bein sala
Direct sale
Verð á ufsa á innlendum mörkuðum lækkaði um 9% frá
árinu 1998 til ársins 1999 eftir að hafa hækkað um 30% árið
á undan. Á sama tíma lækkaði einnig verð á ufsa í gámum um
8% en verð í beinum viðskiptunum hækkaði aftur á móti um
7,4%. Hlutfall hinna mismunandi viðskipta breyttist nokkuð
á milli áranna og var helsta breytingin fólgin í því að
hlutfallslega fór minna á markað árið 1999 en árin 1998-
1997. Árið 1999fór26%afufsaaflanumáinnlendamarkaði
enum30%árið 1998og35%árið 1997. Gámaviðskiptimeð
ufsa eru lítil, tæpt 1% 1999, og hefur svo verið undanfarin
þrjú ár. Svo virðist sem svipað magn hafi farið beint í vinnslu
eftir aukningu árið 1998.Árið 1999fóruum47%aflansbeint
í vinnslu.
Rúmlega 70% ufsaaflans voru veidd í botnvörpu árið 1999
sem er hæsta hlutfall síðan 1992. Ufsi hefúr einnig töluvert
verið veiddur í net en netaveiðamar hafa dregist saman
undanfarin ár samhliða því sem botnvörpuveiðar aukast og
var t.d. 15% af ufsaaflanum veiddur í net 1998 samanborið
við um 20% á árinu 1997. Árið 1999 er hlutfallið svipað í
netaveiðunum og árið 1998 eða 14,5%. Afli á handfæri
dregst saman eftir aukningu á síðustu ámm, rétt rúmlega 5%
ufsa-aflans fengust á þann hátt árið 1999. Dragnótarafli dróst
einnig lítillega saman á árinu 1999 en þrátt fyrirþað veiddust
5% ufsaaflans í dragnót. Mun minna veiddist í önnur veiðar-
færi. Á mynd 5.15 má sjá hlutfallslega skiptingu ufsaafla
eftir helstu veiðarfæmm síðastliðin 10 ár.