Útvegur - 01.08.2000, Side 54
52
Afli og aflaverðmæti
5.2.7 Rækja
5.2.7 Shrimp
Síðastliðin tvö ár hefur rækjuaflinn dregist verulega saman,
eftir nokkuð góða veiði á árunum 1994-1997. Allsveiddust
um 31.516 tonn á Islandsmiðum árið 1999 samanborið við
55.514 tonn árið 1998, sem er 43% samdráttur. Árið 1998
var samdrátturinn heldur minni eða um 23% frá árinu 1997.
Á árunum 1994-1997 var aflinn 69-76 þús. tonn. Á mynd
5.19, sem sýnir þróun rækjuveiðanna síðastliðin 20 ár, sést
að rækjuafli er að nálgast svipað magn og aflaðist síðari hluta
9. áratugarins, um helmingi minni en hann var á síðasta
áratug aldarinnar.
í kjölfar samdráttar í veiðum 1998 minnkaði verðmæti
rækjuaflans úr 8.242 milljónum króna árið 1997 i 6.342
milljónir 1998. Á árinu 1999 heldur þess þróun áfram, og
verðmæti rækjuaflans dregst saman um 41%, sem er um 2
prósentustigum minni samdráttur en í aflamagninu. Þetta
stafaði af verðhækkun á rækju, þar sem meðalverðið hækkaði
úr 114,24krónumákílóárið 1998 í 119,13 krónur 1999, sem
var hækkun um 4,4%.
Rækja er einnig veidd á Flæmingjagrunni og þar jókst
veiðináárinu 1999 litillegaeftirsamdráttárin 1997 og 1998.
Rækjuveiðin á Flæmingjagrunni var um 2.400 tonn árið
1994, fór í 7.500 tonn 1995 og var 21.000 tonn 1996, þegar
húnnáðihámarki. Árið 1997varðsíðangífurlegursamdráttur
i þessum veiðum, einungis veiddust um 7.200 tonn á
Flæmingjagrunniþaðár. Árið 1998minnkaðiveiðinenn, fór
í6.572tonnsemvar8,7%samdrátturfráfyrraári. Árið 1999
eykst síðan rækjuaflinn á Flæmingjagrunni aftur, eða um
40% og varð rúmlega 9.000 tonn. Samanlagt var verðmæti
rækjuaflans af öllum miðum um 5,6 milljarðar kr. árið 1999
en var til samanburðar 7,6 milljarðar 1998.
Mynd 5.19 Rækjuafli 1979-1999. Afli af íslandsmiðum
Figure 5.19 Shrimp catch 1979-1999. Catch from Iceland grounds
80.000
70.000
60.000
50.000
40.000
30.000
20.000
10.000
0
1979 1981 1983 1985 1987 1989 1991 1993 1995 1997 1999
5.2.8 Síld
5.2.8 Herring
Síldarafla íslenskra ftskiskipa er hér skipt í síld og norsk-
íslenska síld. Afsíld (líka nefnd sumargotssíld) veiddust árið
1999 tæplega 95 þús. tonn sem er þó nokkur aukning frá
árinu áður þegar rúmlega 77 þús. tonn voru veidd. Afla-
aukningin var því 23% en verðmæti síldarinnar minnkaði
hins vegar um 24%, úr um 1.025 milljónum kr. 1998 í 781
milljónkr. 1999. Áþessumtölumséstaðsíldarverðlækkaði
nokkuð á árinu 1999. Meðalverð á síld lækkaði úr 13,26
krónum kílóið árið 1998 í 8,23 krónur árið 1999, eða um
38%. Mestallur síldaraflinn er seldur í beinum viðskiptum.
Síld er aðalega veidd á tvennan hátt, annars vegar með
síldamót en með henni veiddust um 57.000 tonn árið 1999
eða um 60% síldaraflans, og hins vegar með loðnuflotvörpu
sem skilaði um 36 þús. tonnum eða tæpum 40%.
Mynd 5.20 sýnir veiðar á síld og norsk-íslenskri síld árin
1979 til 1999.
5.2.9 Norsk-íslensk síld
5.2.9 Atlantic-Scandian herring
Hér er fjallað um norska vorgots-síldarstofninn sem flakkar
á milli Islands og Noregs í Norður-Atlantshafi og hefúr
gengið undir ýmsum nöfnum t.d Íslandssíld. í þessu riti er
hún nefnd norsk-íslensk síld.
Árið 1994 veiddist í fyrsta skipti í langan tíma síld úr
þessum stofni hér við land og fengust það ár rúmlega 21 þús.
tonn sem fóru í bræðslu. Árið 1995 veiddust síðan 174 þús.
tonn og fór nánast allur aflinn í bræðslu og er það sú vinnsla
sem norsk-íslenska síldin fer aðallega í. Árið 1996 kom síðan
örlítið bakslag í þessar veiðar og dróst aflinn saman um 5%
og varð um 165 þús. tonn. Árið 1997 veiddust um 212 þús.
tonn en árið 1998 var veiðin um 193 þús. tonn. Nokkur
aukning varð síðan aftur árið 1999 og veiddust þá um 203
þús. tonn af norsk-íslenskri síld við ísland.
Þrátt fyrir aukningu í veiðum á norsk-íslenskri síld milli
áranna 1998 og 1999 dróst heildarverðmæti aflans saman um