Ferðavenjur Íslendinga - 01.02.1998, Page 19

Ferðavenjur Íslendinga - 01.02.1998, Page 19
Ferðavenjur Islendinga 1996 17 Yfirlit 15. Utanferðir eftir farartæki og aldri ferðamanna 1996 Summary 15. Outbound trips by means of transport and age oftourists 1996 Alls Total < 16 ára <16 years 16-24 ára 16-24 years 25^44 ára 25-44 years 45-64 ára 45-64 years 65-74 ára 65-74 years Fjöldi ferða Number of trips Hlutfallstölur Percent 157.100 15.800 18.700 62.800 50.600 9.200 AIIs Total % 100,0 100,0 100,0 100,0 100,0 100,0 Flugvél Aircraft 98,6 98,1 97,8 98,1 99,3 100,0 Skip/Ferja Ship/Ferry 1,2* 1,9* 2 2* 1,4* 0,7* Einkabíll Private car 0,2* - 0,5* - Mynd 8. Utanferðir og gistinætur á hótelum og gistiheimiium eftir aldri ferðamanna 1996 < 16 ára 16-24ára 25-44 ára 45-64 ára 65-74 ára <16years 16—24years 25-44 years 45-64 years 65-74 years heimilum er ævinlega nokkru lægra en hlutfall ferða í yngri aldurshópunum en hækkar með hærri aldri, samanber mynd 8. Á eftir hótelum og gistiheimilum var algengast að gista hjá ættingjum eða vinum eða í 21 % tilvika, og á þetta sérstaklega við um börn og yngra fólk en síður þá sem eldri eru. Gistinætur hjá ættingjum og vinum voru hins vegar hlutfallslega mun fleiri en ferðirtil þeirraþví hlutfall gistinátta var 33% hjá ættingjum og vinum en hlutfall ferða 21%. Ferðamenn dvöldu því að jafnaði lengur í hverri ferð þegar gist var hjá ættingjum eða vinum en ef gist var á hóteli eða gistiheimili. Ekki kemur á óvart að í 99% ferða til útlanda ferðaðist fólk lengstu vegalengdina með flugvél. í undantekningartilfellum voru önnur farartæki notuð: skip, ferjur eða einkabílar. Einkabíll gat verið aðalfarartæki þegar ferðast var lengri vegalengd með bíl en sem nam ferðinni með skipi eða flugvél frá landinu. f könnuninni var spurt hvort fólk hefði notið aðstoðar ferðaskrifstofu við skipulagningu ferðar. Um helmingur leitaði til ferðaskrifstofu og er munur eftir aldri ekki ýkja mikill. Þó má sjá að yngra fólk leitaði sfður til ferðaskrifstofa en eldra. Erindi fólks á ferðaskrifstofur var aðallega vegna svokallaðra pakkaferða, en 64% af þeim ferðum sem skipulagðar voru með hjálp ferðaskrifstofa voru pakkaferðir. Tilgangur ferða I könnuninni var ferðum skipt í skemmtiferðir og viðskipta- ferðir. Til skemmtiferða teljast ferðir þar sem skemmtun, frí eða atþreying er aðalmarkmiðið, þ.m.t. íþróttaferðir, heimsóknir til ættingja og vina og menningarferðir. Aðalástæða ferðarinnar ræður hvort hún telst sem skemmti- eða viðskiptaferð. Osjaldan gerir fólk viðskipta- og atvinnu- ferðir jafnframt að skemmtiferðum en ef ferðin hefði ekki orðið að veruleika nema vegna atvinnu- og viðskiptaerinda telst ferðin viðskiptaferð. I yfirliti 17 er sýnt hvernig ferðir skiptast eftir erindi. Erindi barna er ekki hægt að flokka í skemmti- eða viðskipta- og atvinnuferðir og koma þær því ekki fyrir í yfirlitinu. Stærstur hluti ferða voru skemmtiferðir, eða 79% innan- landsferða og 63% ferða til útlanda. Hæsta hlutfall viðskipta- og atvinnuferða var hjá fólki 25-64 ára eða 11-12% ferða innanlands og 33-36% utanferða.

x

Ferðavenjur Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ferðavenjur Íslendinga
https://timarit.is/publication/1393

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.