Fréttablaðið - 09.10.2019, Side 8
Frá degi til dags
Halldór
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir FRAMKVÆMDASTJÓRI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRAR: Davíð Stefánsson david@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is,
MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is
LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Þessir ágallar
á kerfinu
leiða til þess
að mál verða
aldrei leidd
almennilega
til lykta og
engin niður-
staða fæst í
þau.
Markmiðið
er skýrt: Að
vinna
sameigin-
lega að
sjálfbærri
efnahags-
þróun á
norður-
slóðum,
íbúum
svæðisins til
hagsbóta.
Sunna Karen
Sigurþórsdóttir
sunna@frettabladid.is
Guðlaugur Þór
Þórðarson
utanríkis
ráðherra
Vart líður sá dagur að við fáum ekki nýjar fréttir af þeim miklu umhverfisbreytingum sem eiga sér stað á norðurslóðum vegna hlýnandi lofts-
lags. Ljóst er að þær munu hafa víðtæk áhrif á samfélög
á svæðinu og á möguleika þeirra til að vaxa og dafna.
Samstarf ríkja á norðurslóðum beinir sjónum að mikil-
vægi þess að auka þekkingu á umhverfi og samfélögum
svæðisins til þess að að auðvelda okkur að bregðast við
þessum yfirstandandi og yfirvofandi breytingum.
Sjálfbærni er rauður þráður í formennsku Íslands í
Norðurskautsráðinu. Við leggjum ríka áherslu á samspil
samfélags, efnahags og umhverfis. Þekkingaruppbygg-
ing síðustu ára í þágu sjálfbærra samfélaga á harðbýlum
svæðum varpar ljósi á mikilvægi samvinnu milli stjórn-
valda, vísindasamfélags og fyrirtækja.
Við Íslendingar þekkjum kostina sem felast í slíku
samstarfi. Mörg smærri samfélög byggja afkomu sína
á uppbyggingu þekkingarfyrirtækja við sjálfbæra
nýtingu náttúruauðlinda og hafa þannig skapað sinn
framtíðargrundvöll. Í formennsku Íslands í Norður-
skautsráðinu nýtum við reynslu íslenskra fyrirtækja á
þessum sviðum og höfum komið af stað samstarfsverk-
efnum aðildarríkja, viðskiptalífs og vísindasamfélags.
Ný verkefni ráðsins á sviði bláa lífhagkerfisins og endur-
nýjanlegrar orku eru til dæmis undir forystu Íslands.
Betri aðgangur að auðlindum norðurslóða og aukið
ríkjasamstarf leiðir til nýrra viðskiptatækifæra á
svæðinu. Sterkir innviðir, ekki síst á sviði samgangna,
hafa líka lykilþýðingu en öflugt samband opinberra
aðila og einkageirans er forsenda uppbyggingar þeirra.
Þess vegna leggur Ísland í formennskutíð sinni áherslu
á aukið samstarf ríkja og einkafyrirtækja á norður-
slóðum.
Til marks um þetta er fyrsti fundur Norðurskauts-
ráðsins og Efnahagsráðs norðurslóða sem hefst í Reykja-
vík í dag. Þar koma saman fulltrúar aðildarríkjanna
átta, frumbyggjasamtaka og fyrirtækja sem starfa á
svæðinu. Markmiðið er skýrt: Að vinna sameiginlega
að sjálfbærri efnahagsþróun á norðurslóðum, íbúum
svæðisins til hagsbóta. Þannig stöndum við sterkari til
að tryggja framtíð þessa mikilvæga heimshluta.
Saman til sjálfbærni
Miðasala fer fram á harpa.is/jolagestir.
MIÐASALA ER hafin!
Ríkið féll á prófinu, enn eina ferðina, í liðinni viku. Meintu skattsvikamáli heimsfrægrar hljómsveitar var vísað frá dómi, eftir að hafa velkst um í kerfinu í rúmlega 1.300 daga. Mál, sem er eitt af fjölmörgum af sama
meiði og hefur orðið til þess að líf ungs og efni-
legs fólks er hreinlega sett í biðstöðu á meðan
hver stofnunin á fætur annarri finnur því f lest til
foráttu, efnir til sífellt nýrra rannsókna, kyrr-
setur allar þess eignir, leggur á það tugmilljóna
sektir og dregur það að lokum fyrir dómstóla.
Mál Sigur Rósar var rannsakað af þremur emb-
ættum; ríkisskattstjóra, skattrannsóknarstjóra
og héraðssaksóknara. Rannsóknin stóð yfir í 712
daga, eða þar til ákæra var gefin út. Síðan liðu
622 dagar til viðbótar áður en málið komst loks
til kasta dómstóla. Á þessum rúmu þremur árum
höfðu meðlimir sveitarinnar unað refsingu ríkis-
skattstjóra um að greiða rúmlega 70 milljónir
króna í sekt en næsta stjórnvaldi fannst það ekki
nóg og vildi þá bak við lás og slá.
Ítrekað hefur verið bent á að þessi margfalda
málsmeðferð er andstæð lögum og gengur í
berhögg við Mannréttindasáttmála Evrópu.
Þrátt fyrir hvern áfellisdóminn á fætur öðrum
þráast íslensk stjórnvöld við að viðurkenna eigin
mistök á meðan aðrar þjóðir á borð við Finna,
Norðmenn og Svía hafa fyrir löngu breytt fyrir-
komulagi sínu á meðferð skattrannsóknarmála
með góðum árangri.
„Ég hef engan hitt, hvorki verjanda, sækjanda,
né dómara, sem telur að þetta sé í lagi,“ sagði
Guðjón St. Marteinsson, dómari við Héraðsdóm
Reykjavíkur, í þingfestingu sem blaðamaður
Fréttablaðsins sat nýverið, þar sem meðferð
skattamála var til umræðu.
Þessir ágallar á kerfinu leiða til þess að mál
verða aldrei leidd almennilega til lykta og engin
niðurstaða fæst í þau. Það einfaldlega tekur því
ekki að dæma í þeim enda samræmist meðferð
þeirra ekki lögum og er vísað frá jafnharðan.
Þetta eru ágallar sem ríkinu hefur verið bent
á árum saman, hvort sem er af ráðherrum,
embættismönnum, dómurum, skattrannsóknar-
stjóra eða lögmönnum, og ágallar sem leiða til
þess að ríkið brýtur á fólki og þarf síðan að borga
því bætur eftir áralanga þrautagöngu þess í
gegnum úrelt réttarkerfið.
Þeir sem koma að þessum málum verða að
vita að þeir eru með lífsgæði fólks í höndum sér.
Sá sem bíður niðurstöðu dómstóla milli vonar
og ótta þarf oft að líða óþarfar vítiskvalir vegna
seinagangs í réttarkerfinu, sem er ólíðandi og oft
og tíðum, líkt og raun hefur borið vitni, með öllu
óþarft.
Þessi tregða við að fylgja dómum Mannrétt-
indadómstólsins hefur ekkert upp á sig. Ávinn-
ingurinn er enginn og allir tapa. Hættum að gera
sömu mistökin aftur og aftur – það borgar sig.
Allir tapa
Framsókn, flokkur djammara
Staða Framsóknar í könnunum
undanfarið knýr flokkinn til
að leita á ný mið. Sigurður Ingi
greindi frá því að Uber gæti
verið á leið til landsins. Þetta er
bráðsnjallt því að eini hópurinn
sem er á móti Uber eru leigubíl-
stjórar, og þeir kjósa allir Mið-
flokkinn. Þeir sem gleðjast mest
eru djammarar, sem hafa um
áraraðir mátt bíða klukkutímum
saman í leigubílaröðinni, illa
klæddir í nístingskulda. Þegar
þeir loksins fá bíl þurfa þeir að
punga út 6 þúsund kalli til að
komast suður í Hafnarfjörð eða 8
þúsund upp í Mosó. Djammarar
munu muna eftir Sigurði Inga og
Framsókn næst þegar þeir ganga
inn í kjörklefann.
Fréttir af frímúrurum
Nýr stórmeistari Frímúrararegl-
unnar var kynntur í gær en það er
Kristján Þórðarson augnlæknir.
Hann tekur við stöðunni af Vali
Valssyni sem hefur setið síðan
2007. Undanfarið hafa Frímúrar-
ar leiðrétt þann misskilning sem
ríkir um að reglan sé leyndar-
klúbbur auðmanna sem stýri
samfélaginu með vélabrögðum.
Þetta sé karlaklúbbur sem snúist
um góðgerðarmál og náungakær-
leika. Innsetning Kristjáns mun
fara fram í Frímúrarahúsinu við
Bríetartún þann 26. október og í
kjölfarið verður veislustúka þar
sem geit verður fórnað guðinum
Baal.
kristinnhaukur@frettabladid.is
9 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R8 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN
0
9
-1
0
-2
0
1
9
0
5
:2
1
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
F
8
-8
7
7
4
2
3
F
8
-8
6
3
8
2
3
F
8
-8
4
F
C
2
3
F
8
-8
3
C
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
4
0
s
_
8
_
1
0
_
2
0
1
9
C
M
Y
K