Fréttablaðið - 09.10.2019, Síða 33
Hvað?
Hvenær?
Hvar?
Miðvikudagur
hvar@frettabladid.is
9. OKTÓBER 2019
Hvað? Ronja ræningjadóttir
Hvenær? 18.00
Hvar? Fjölskyldu-
og húsdýra-
garðurinn
Garðurinn
býður öllum sem
skarta Bleiku
slaufunni 2019
frítt í garðinn frá 16.00 til 20.00.
Opið verður í dýrahúsum og leik-
tækjum.
Hvað? Þannig týnist tíminn
Hvenær? 20.00
Hvar? Borgarbókasafnið Gerðu-
bergi
Gestur í sagnakaffi verður Bjart-
mar Guðlaugsson.
Hvað? Rostungar til forna við
Ísland – náttúrusaga og mannvist-
fræði
Hvenær? 20.00
Hvar? Safnaðarheimili Nes-
kirkju
Á rannsóknarkvöldi Félags
íslenskra fræða flytja
Hilmar J. Malmquist líf-
fræðingur og Bjarni F. Ein-
arsson, fornleifafræðingur
erindi.
Hvað? Friðarsúlan
tendruð
Hvenær? 20.00
Hvar? Við Friðarsúluna í Viðey
Friðsæl athöfn. Boðið er upp á
fríar ferjusiglingar og strætóferðir
fyrir og eftir athöfn.
Hvað? Afmæli Johns Lennon
Hvenær? 17.45-21.30
Hvar? Viðey
Listasafn Reykjavíkur, Borgar-
sögusafn Reykjavíkur og fleiri sjá
um dagskrána.
Hvað? Jazztríóið Hot Eskimos
Hvenær? 21.00
Hvar? Björtuloft, 5. hæð í Hörpu
Tríóið mun leika eingöngu lög
eftir afmælisbörn dagsins. Með-
limir þess eru píanóleikarinn Karl
Olgeirsson, Jón Rafnsson sem
leikur á bassa og trommuleikarinn
Kristinn Snær Agnarsson. Miða-
verð er kr. 2.500 en 1.500 kr. fyrir
nemendur og eldri borgara.
Hvað? Kópavogur flokkar
Hvenær? 12.15
Hvar? Náttúrufræðistofa Kópa-
vogs
Erindi um sorphirðu- og endur-
vinnslu í Kópavogi.
Hvað? Barna- unglingahljóm-
sveitin Regnbuen
Hvenær? 18.00
Hvar? Hörpuhorn í Hörpu
Tónlistin er fjölbreytt og inni-
heldur verk eins og Ræðu víkinga,
Capriol Suite eftir Peter Warlock,
tónlist eftir suðurkóreska tón-
skáldið Soon Hee Newbold og verk
eftir norska tónskáldið Edward
Grieg. Tónleikarnir eru ókeypis og
allir velkomnir.
Tækni hans var lýtalaus, innlifunin smitandi, segir gagnrýnandi um Okros.
TÓNLIST
Píanótónleikar
Luka Okros lék verk eftir Schu-
bert, Rakhmaninoff, Liszt og
fleiri.
Kaldalón í Hörpu
föstudaginn 4. október
Í einni myndinni um Tomma og
Jenna er sá fyrrnefndi í hlutverki
píanóleikara. Hann er í kjólfötum
og gengur inn á svið, virðulegur á
svipinn. Síðan byrjar hann að spila.
Við það vekur hann Jenna, sem hafði
sofið vært inni í f lyglinum. Hefst
nú mikill slagur þeirra á milli sem
fléttast inn í tónlistina, Ungverska
rapsódíu nr. 2 eftir Franz Liszt. Það
er gríðarlegur fingurbrjótur með alls
konar heljarstökkum eftir hljóm-
borðinu.
Líf legt verkið var á dagskránni
hjá Luka Okros píanóleikara, sem
hélt tónleika í Kaldalóni í Hörpu á
föstudagskvöldið. Engin mús var í
f lyglinum, Okros sá um allt fjörið
sjálfur. Hann gerði það af einstakri
fagmennsku. Tækni hans var lýta-
laus, innlifunin smitandi. Þetta var
sannkölluð flugeldasýning.
Djössuð kadensa
Í einleikskonsertum eru gjarnan
svokallaðar kadensur, þar sem ein-
leikarinn spilar án undirleiks hljóm-
sveitarinnar. Rakhmaninoff samdi
kadensu fyrir þessa rapsódíu Liszts,
þó þar sé engin hljómsveit. Kadens-
an byggir á stefjunum í upphaflega
verkinu, en er skemmtilega djössuð,
með dálítið f lippuðum hljómum
sem magnast upp í brjálæðislegan
hápunkt. Kadensan er ætluð til leiks
rétt fyrir lokin, og Okros spilaði hana
hér. Hún skapaði skemmtilegt mót-
vægi við tónlistina eftir Liszt, gerði
húmorinn í tónlistinni enn meiri.
Útkoman var frábær.
Tónleikarnir í heild voru einkar
ánægjulegir; Okros lék af hreinni
snilld. Tónmyndunin var fögur,
ýmiss konar tónahlaup runnu
áfram án hindrana, skáldskapurinn
í leiknum var ávallt hrífandi. Fjögur
Impromptu op. 90 eftir Schubert
voru full af ljóðrænu og söng, laus
við tilgerð. Þetta eru fremur stuttar
tónsmíðar, einfaldar í formi, en ein-
staklega grípandi, með dásamlegum
laglínum. Okros kom tónlistinni
fullkomlega til skila, af innblæstri
og dýpt.
Stórbrotin og glæsileg
Ekki síðri voru sex Moments musi-
caux op. 16 eftir Rakhmaninoff.
Tónmálið er talsvert f lúraðra en
hjá Schubert, laglínurnar sjálfar
eru oft hægar, en þær eru umvafðar
afar hröðum nótum. Okros spilaði
verkin af krafti, en líka viðkvæmni
þegar við átti. Allar ógnarhröðu
tónarunurnar voru leiknar af ótrú-
legu fyrirhafnarleysi, píanóleikarinn
bókstaflega hristi þær fram úr erm-
inni. Heildarmyndin var stórbrotin
og glæsileg.
Okros var klappaður upp af hrifn-
um tónleikagestunum og hann lék
þrjú aukalög. Eitt af þeim var Clair
de lune eftir Debussy, en titillinn
er franska og þýðir tunglskin. Þetta
er innhverf tónsmíð, og áhrifin af
túlkun píanóleikarans voru undur-
samleg. Hann mótaði hljómana af
svo miklum fínleika og fegurð að
maður sá silfraða birtu tunglsins
fyrir sér, hún bókstaflega fyllti sal-
inn. Píanóleikari sem skapar slíkan
galdur er svo sannarlega innblásinn
listamaður.
Jónas Sen
NIÐURSTAÐA: Framúrskarandi
flutningur á flottri tónlist.
Kattarkonsert, en engin mús
Norski barna-og unglingakórinn Regnbuen er frá Bergen, þar sem oft rignir.
Hann syngur í Hörpuhorni í dag og í Háteigskirkju á morgun, fimmtudag.
Bjarni er með erindi í Neskirkju.
ALÞJÓÐLEG RÁÐSTEFNA HÖFÐA FRIÐARSETURS
The Imagine Forum
Madeleine Rees Aya Mohammed Abdullah Mariam Safi Bronagh Hinds Aiko Holvikivi ‘T’ Ortiz Fawzia Koofi Harriet Adong Zinat Pirzadeh
Ráðstefnan er haldin í samstarfi við utanríkisráðuneytið og
Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna.
Á MORGUN, FIMMTUDAGINN 10. OKTÓBER KL. 9-17
Í VERÖLD - HÚSI VIGDÍSAR
Komdu og taktu þátt
í umræðunni um konur
í þágu friðar!
Dagblöð 99x170 (2x17)
MEIRA AF
HREINNI JÓGÚRT
Nú fáanleg í 1 kg ölskyldustærð
gottimatinn.is
M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 17M I Ð V I K U D A G U R 9 . O K T Ó B E R 2 0 1 9
0
9
-1
0
-2
0
1
9
0
5
:2
1
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
F
8
-8
7
7
4
2
3
F
8
-8
6
3
8
2
3
F
8
-8
4
F
C
2
3
F
8
-8
3
C
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
4
0
s
_
8
_
1
0
_
2
0
1
9
C
M
Y
K