Fréttablaðið - 09.10.2019, Síða 37
HEIMSKAUT
Gerður Kristný er kunn fyrir
hnífskarpt ljóðmál og sam-
mannleg umfjöllunarefni.
Safn nýrra ljóða sem fer með
lesandann um kunnuglegar og
framandi slóðir í tíma og rúmi.
„Sé litið yfir þungavigtarskáldskap
samtímans er Gerður Kristný augljóslega
einn allra mikilvægasti höfundurinn.“
N O R D J Y S K E S T I F T S T I D E N D E (um Sálumessu)
Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið alla virka daga 10–18 | Laugardaga 11–16 | www.forlagid.is
LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA
Stefáni Pálssyni finnst
gott að gamla herra-
þjóðin gleymist ekki
alveg í myndasöguút-
Stórsókn úr
Goðheimum
Frændur vorir Danir eru frekir til
fjörsins á íslenska myndasögu-
markaðnum um þessar mundir
þar sem auk Mortensens eru
gamlir kunningjar að gera sig
breiða á ný.
Myndasöguhöfundurinn Pet-
er Madsen var með sögur sínar
úr Goðheimum á bókasafninu í
Kaupmannahöfn forðum þegar
Árni Beck Gunnarsson hafði sín
fyrstu kynni af Lars Jakobsen og
að honum ólöstuðum kannast
líklega mun fleiri Íslendingar við
Madsen.
Bækurnar hans úr sagnabálk-
inum kenndum við Goðheima
nutu gríðarlegra vinsælda hér á
landi á níunda áratugnum og hjá
Forlaginu hefur verið ákveðið
að þrumuguðinn Þór fái aftur
að sveifla Mjölni yfir hausa-
mótum þursa, Loka hins lævísa
og mannsbarnanna Röskvu
og Þjálfa sem eru miðpunktur
bókanna.
Hólmgangan er níunda bókin
í flokknum og kemur nú í fyrsta
sinn út á íslensku í þýðingu
Bjarna Frímanns Karlssonar.
Þá hefur fyrsta bókin, Úlfurinn
bundinn í þýðingu Guðna
Kolbeinssonar, verið endurút-
gefin. Ekki síst í tilefni þess að á
föstudaginn verður ný kvik-
mynd byggð á sögum Madsens
frumsýnd á Íslandi.
Kvikmyndin Goðheimar
er dönsk en fjöldi Íslendinga
kemur að framleiðslunni. Netop
Films er meðframleiðandi, Mar-
grét Einarsdóttir er búninga-
hönnuður, Kristín Júlía sá um
hár og förðun og Salóme Gunn-
arsdóttir og Lára Jóhanna leika
í myndinni sem einnig var að
hluta til tekin hér á landi.
Rétt eins og í Úlfurinn bund-
inn slást víkingabörnin Röskva
og Þjálfi í för með Þór og Loka
þegar þeir eru á leið heim til Ás-
garðs. Þegar Goðheimar eru við
það að falla reynir á krakkana
sem eru þeirra eina von.
– þþ
að mjöl og hálshjuggu Jón Arason,
en þeir kenndu okkur Íslendingum
líka að lesa myndasögur,“ segir
Stefán Pálsson, sagnfræðingur sem
auk þess að safna myndasögum af
ástríðu er hafsjór af fróðleik um
fyrirbærið.
„Þá er ég ekki bara að tala um
Andrés Önd, heldur kynntumst
við fransk/belgíska myndasögu-
heiminum í gegnum Dani, þar sem
íslensku forlögin nýttu möguleika á
að fá samprentaðar bækur.“
Stefán segir að þar fyrir utan
hafi Danir sjálfir átt marga góða
myndasöguhöfunda í gegnum tíð-
ina. „Lars Jakobsen er einn af þeim
kunnari í dag. Hans vinsælasta sería
eru skrítlur um hóp af hænum á
sveitabæ sem birtast vikulega í
Familie Journal, sem er auðvit-
að lykilrit fyrir alla sem vilja
fylgjast með skandinavísku
kóngafólki!“ segir Stefán sem
var Árna innan handar og las
þýðinguna yfir.
Klassísk spennusaga
„En áhugi Jakobsens á mynda-
sögum ristir dýpra. Hann hefur
gert sjónvarpsþætti og bækur um
sögu þessa listforms og
einstaka myndasögu-
höfunda. Þetta er því
maður sem gjörþekk-
ir formið og maður
sér það mjög vel
í þessum sögum
hans um hetjuna
Mor tensen sem
er mjög „klassísk“ spennusaga um
tímaferðalagalöggu,“ segir Stefán og
heldur áfram enda kominn á flug:
„Að sumu leyti minna sögurnar
hans á það þegar bókmenntafræð-
ingar setjast niður og semja sjálfir
skáldsögur. Og geta þá aldrei stillt
sig um að planta alls konar vísunum
og eru mjög meðvitaðir um sjálft
listformið.
En f y rst og f remst er það
skemmtilegt að sjá nýlegar erlendar
myndasögur koma út í íslenskri
þýðingu. Froskur útgáfa hefur sinnt
franska málsvæðinu vel, en það er
líka gott að gleyma ekki gömlu
herraþjóðinni.“
toti@frettabladid.is
L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 21M I Ð V I K U D A G U R 9 . O K T Ó B E R 2 0 1 9
0
9
-1
0
-2
0
1
9
0
5
:2
1
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
F
8
-7
8
A
4
2
3
F
8
-7
7
6
8
2
3
F
8
-7
6
2
C
2
3
F
8
-7
4
F
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
4
0
s
_
8
_
1
0
_
2
0
1
9
C
M
Y
K