Plógur - 15.01.1929, Blaðsíða 4
4
P L Ö G U R
Verslunarfyrlrkomulag
Mjólkurfélags Reykjavíkur.
Við viljum, i þessu fyrsta hefti Plógs gefa okkar
heiðruðu viðskiftamönnum svolítið yfirlit yfir verslunar-
gang okkar, þó að flestum sé hann full kunnur, þá eru
þó nokkrir, einkum út um land, sem eru okkar hög-
um og háttum lítt kunnir.
Félagið er samvinnufélag bænda i Kjósar- og Gull-
bringusýslu, en er sjálfstætt, og ekki i sambandi við
nein önnur félög. Það hefir fyrst og fremst tekið að sér
að selja mjólk í Reykjavík og Hafnarfiröi, fyrir meðlimi
sína, og gera söluhæfar afurðir úr allri þeirri mjólk, sem
framleidd er af félagsmönnum, umfram neytsluþörf
nýmjólkur.
Félagiö liefir sérstaka mjólkurstöð, þar sem mik-
ið af mjólkinni er gerilsneytt og sett á flöskur.
Úr mjólkurafgöngunum er búið til smjör og skyr. Fé-
lagið hefir aklrei þurft að gera ost úr mjólkinni, þar
sem markaður fyrir skyr hefir altaf verið nægur, að
undanteknum 2ja mánaða tíma fyrst á s. 1. ári.
Skyrgerð liefir reynst gefa mun meira verð fyrir und-
anrennuna, heldur en fáanlegt hefði verið með ostagerð.
Félagið hefir keypt mjólk að sumrinu úr mörgum
sveitum, austan úr Árnes- og Rangárvallasýslum.
í vetur hefir félagið til þessa keypt mjólk úr þrem-
ur sveitum austan Hellisheiðar, og mun halda því
áfram, ineðan vegir eru færir.
Hefir mjólkin altaf verið flutt á bílum, nema 4 daga
í desember, að vegurinn á heiðinni varð ófær bílum,
vegna snjókomu.
Mjólk þessi er keypt af félaginu til að vinna úr henni
skyr og smjör.
Orsökin til þess, að það borgar sig, að senda mjólkina
svona langan veg, að vetrarlagi, til að gera úr henni