Plógur - 15.01.1929, Blaðsíða 7

Plógur - 15.01.1929, Blaðsíða 7
P L Ó G U R 7 Ekki her þó ríkissjóður neinn kostnaö af flutningi áburðarins út um land, og má segja, að það sé mikil vöntun í þessa löggjöf. Að ríkissjóður skuli borga farmgjöld og annan kostn- að við að flytja áburðinn til landsins, verður bændum að sjálfsögðu mikill bagur, þar sem farmgjöld og annar kostnaður við innfl. hefir verið æði stór liður af út- söluverðinu. En hvort ávinningur liefir verið, að taka ríkiseinka- sölu á áburðinum, er of snemt að dæma um, þar sem sú verslun er ekki tekin til starfa ennþá, og ekki einu sinni komið verð á áburðinn fvrir næsta ár. Samkvæmt tilkvnningu frá stjórnarráðinu, befir Sam- band ísl. Savinnufélaga verið falið að reka þessa versl- un fyrir reikning ríkissjóðs, þ. e. a. s. S. /. S. á að ann- ast heildsöluna. En hjá heildsölunni geta keypt öll kaup- félög, kaupmenn, lireppsfélög og búnaðarfélög. Mjólkurfélag Reykjavíkur ætlar ekki á þessu ári að skifta sér af áburðarversluninni. Við höfum ákveð- ið að leggja til, við meðlimi okkar, að þeir útvegi sér áburðinn í gegnum búnaðarféiög eða hreppsfélög. Við þökkum okkar mörgu og góðu viðskiftavinum, sem keypt liafa hjá okkur áburð undanfarin ár, fyrir þau viðskifti, og væntum, að eiga slík viðskifti við þá áfram, er við verslum næst með þá vöru, sem að minsta kosti verður strax og einkasalan verður úr gildi numin. Sáávörur. Eins og að undanförnu munum við versla með fræ og sáðhafra á komandi vori. Okkur þykir sérstaklega ánægjidegt að heyra hversu sáðsléttur út um alt land, uppgrónar af fræi frá Mjólkur- félagi Reykjavíkur hafa heppnast vel. Við höfum fengið mörg hréf frá viðskiftamönnum okkar viðvíkjandi þessu.

x

Plógur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Plógur
https://timarit.is/publication/1402

Tengja á þetta tölublað: 1. hefti (15.01.1929)
https://timarit.is/issue/404840

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. hefti (15.01.1929)

Aðgerðir: