Plógur - 15.01.1929, Blaðsíða 11
P L Ó G U R
11
Ef girðingarefni félagsins (vírnet og gaddavír) liefði
verið látið á eins tons bíla, þá hefðu í lestinni orðið
um 215 bílar.
Nú hefir félagið þegar fest kaup á girðingarefni fyr-
ir næsta vor, og er það mun stærri sending.
Við vonum að okkar heiðruðu viðskiftamönnum sé
ljóst, að fyrir það, liversu stór innkaup við gerum á
girðingarefni okkar, þá getum við keypt það fyrir mik-
ið lægra verð heldur en annars væri hægt, og þar af
leiðandi selt það við mun lægra verði heldur en al-
ment gerist.
Sú mikla sala sem félagið hefir haft á þessari vöru
sýnir líka best, að það hefir altaf verið samkeppnisfært.
Okkur er mjög nauðsynlegt að fá pantanir yfir girð-
ingarefni sem allra fyrst, sökum þess, að ef við þurf-
um að auka innkaup okkar, þá tekur svo langan tíma
að fá pantanir afgreiddar frá verksmiðjunum þegar
kemur fram á vor.
Gerið þvi svo vel, að senda okkur pöntun yðar sem
allra fyrst. Við getum svo afgreitt hana á hvaða tíma
vorsins sem þér óskið.
Nitrophoska I G (blantlaSur áhurBur).
Hvernig verkaði hann s.l. ár?
(Lauslega þýtt úr „Gödningen").
í „Vort Landbrug“ sem út kom 15. nóvember 1928
skrifar J. Tliygesen-Nielsen jarðeigandi, Örujagaard, efU
irfarandi viðvíkjandi Nitrophoska:
„Nú, þegar verið er að hirða síðustu uppskeru árs-
ins, kemst hóndinn ekki lijá þvi að hugsa um öflun
áburðar til næsta árs, og þá virðist mér að heppilegt
væri að vita vissu sína um, livort það er fjárhagslega
réttmætt að nota þessa áburðarblöndu á þeim stöðum.
i