Plógur - 15.01.1929, Blaðsíða 9
P L Ó G U R
9
til gamans. Hún ber með sér, að það vantar að eins
um 150 km. til þess að girðinginn næði meðfrain þjóð-
veginum kringum alt lanclið. Síðastl. vor flutti félagið
vörur sínar með sérstöku leiguskipi. Með þessu skipi
fékk félagið meðal annars mestalt girðingarefni sitt.
Félagið liefir haft viðskifti við og umboð fyrir hina
velþektu verksmiðju „Norsk Gjærde- og Metalduk-
fabrik“ í Ósló, sem er hin stærsta í þeirri grein á Norð-
urlöndum.
Þegar verksmiðjan sendi vírnet Mjólkurfélagsins til
skips, í einni langri bílalest (70—80 smál.), þá vakti
þessi lest svo mikla eftirtekt í Ósló, að flest blöðin birtu
myndir af lestinni, og skýrðu frá því, að þetta væri
stærsta sending af girðingarefni sem flutt hefði verið
út frá Noregi í einu. Það vildi nú svo til, að það voru
að eins vírnet félagsins sem komu frá Ósló.
Gaddavír og girðingarstólpa keypti íélagið annars-
staðar. En með sama skipi var gaddavír félagsins, og
var hann um það bil helmingi meiri en vírnetin að
smálestatölu.