Plógur - 15.01.1929, Blaðsíða 14
14
P L Ó G U R
Hvaða kjarnfóöur á að gefa kúnum?
Þetta er spurning sem margir bændur leggja fyrir
bæði sjálfa sig og aðra. Er það að vonum, því að það
veltur á miklu um afkomu bænda, að kýrnar fái þau
fóðurefni og þannig framreidd, að þau komi skepn-
unum að fullum notum.
Það er ekki langt síðan að það var almenn regla, að
gefa kúm eingöngu rágmjöl eða maísmjöl, og því mið-
ur eru þess mörg dæmi ennþá, að bændur gefi þessar
kjarnfóðurtegundir eingöngu.
Það er öllum, sem þekkingu liafa á fóðrun, fyllilega
Ijóst, að þá er mörgum peningum kastað fyrir lítið, þeg-
ar kúnum er gefið svo einhæft kjarnfóður, sem þessar
mjöltegundir eru.. Það sem kemur til með að vanta í
fóðrið eru köfnunarefnissamböndin. En af þeim eru
þessar mjöltegundir ákaflega snauðar.
Til þess að bæta þetta upp, verður að gefa með mjöl-
inu góðar olíukökur, síldarmjöl, eða annað álíka fóð-
ur, rikt af eggjahvítu og feiti. Hollast er fyrir skepn-
urnar að fá fóðrið sem fjölbreyttast, þ. e. samanbland-
að af sem allra flestum tegundum.
Það eru auðvitað mildir örðugleikar á því fyrir bænd-
ur, að blanda fóðrið heima. Er margt sem því veldur,
fyrst og fremst að kaupa allar þær mörgu fóðurteg-
undir sem þarf í góða fóðurhlöndu, til þess vantar oft
liúsakynni. Þá er líka að hafa húsrúm til að blanda
fóðrið í, en það þarf að vera vel gert, því að annars er
ver farið en heima setið, ef ekki er vel blandað saman
fóðrinu, svo að sumar kýrnar fá það besta úr blönd-
unni og aðrar það lakasta, og svoleiðis til skiftis. Þá
er og jafnvel veigamesta ástæðan, að marga fjósamenn
skortir þekkingu og nákvæinni til að ganga svo frá
fóðurblöndunni, að í lagi sé. Stundum veldur líka tíma-
leysi, þar sem mikið er að gera.
En að þessu öllu atliuguðu, ásamt fleiri ástæðum sem