Plógur - 15.01.1929, Blaðsíða 15

Plógur - 15.01.1929, Blaðsíða 15
P L Ó G U R 15' til greina geta komið, hefir mikið verið unnið að þvi i nágrannalöndum okkar, að framleiða fóðurblandanir sem einhæfar væru fyrir mjólkurkýr. Enda hefir sala þar á eingæfum fóðurblöndunum farið hraðvaxandi nú á síðustu árum. Mjólkurfélag Reykjavikur hefir fyrir nokkrum árum tekið upp þessa sömu aðferð. Það blandar fóðrið og selur sem eingæft kúafóður, undir nafninu M. R. eða Fóðurblanda Mjólkurfélags Reykjavikur. Þessi fóðurblanda samanstendur af: 40 % Maísmjöli, 10 % Jarðhnetumjöli, 10 % IIveitiklíði, 20 % Soyamjöli, 10 % Síldarmjöli, 10 % Pálmakjarnamjöli. Þessi blanda er hæfilega sterk fyrir kýr sem mjólka alt að 18 lítrum á dag, en handa kúm sem mjólka meira, er gott að hæta í fóðrið einhverju eggjahvíturíku fóðri. Reynsla undanfarinna ára sýnir, að þessi fóðurblanda Iiefir reynst með afbrigðum vel. Það má segja, að hjá þeim, sém tóku upp að gefa þessa fóðurblöndu, hafi mjólkurmagn kúnna stóraukist frá því sem áður var. Það, sem best sýnir árangurinn af þessari fóðurblöndu félagsins, er hin hraðvaxandi sala á fóðurhlöndunni. — Það er n úsvo komið, að félagið selur 60—70 tonn á mánuði af lienni einni; enda er hún notuð í flestum sveitum landsins. Félagið hefir líka til sterkari fóðurblandanir, handa- þeim, sem gefa fulla gjöf af heyi, en gefa litið eitt af fóðurbæti, eða aðeins sem áhæti. „PIógur“ vill mjög eindregið ráðleggja bændum að gæta hinnar fyllstu nákvæmni við innkaup sín á fóður- bæti, kasta eklci út peningum fyrir fóður,sem ekki kemur að fullum notum, og eins að vera ekki altaf með fóður- breytingar, þvi það getur líka liaft slæm álirif á nyt- semi kúnna.

x

Plógur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Plógur
https://timarit.is/publication/1402

Tengja á þetta tölublað: 1. hefti (15.01.1929)
https://timarit.is/issue/404840

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. hefti (15.01.1929)

Aðgerðir: