Plógur - 15.01.1929, Blaðsíða 16
•16
PL'ÓGUR
Bryimliigartæki fyrir kýr.
Síðastl. haust keypti eg undirritaður sjálfstillandi
brynningartæki hjá Mjólkurfélagi Reykjavikur í fjósið
mitt, sem eg liefi svo notað síðan, með besta árangri.
1 skál er fyrir 2 nautgripi, og kostaði kr. 27.00.
Aðalkostir við þessi brynningartæki, fram yfir önnur,
sem eg hefi séð, eru þessir:
1. að i brynningarskálinni er sjálfstillari og spaði, sem
kýrin verður að styðja á með grönunum, og kemur
þá vatnið hreint og ferskt úr vatnsgeyminum.
2. Skálin er tóm á milli þess, sem kýrin drekkur, því
þegar hún hættir að drekka og sleppir spaðanum,
lokast fyrir vatnið.
3. Ágætur og sterkur útbúnaður er á lokinu yfir skál-
inni og eins á sjálfstillirnum inn í skálinni.
Ágæti þessarar teg. brynningartækja fram yfir önn-
ur, er eg hefi þekt, er:
1. 1. Þegar kýrin er þyrst, fær hún strax nýtt og gott
vatn úr þessum skálum, en aðrar eru hálffullar af stöðnu
vatni, með heyrusli.
2. 1. Þessar skálar þarf aldrei að hreinsa, því þær
eru tómar milli þess sem kýrin drekkur, en aðrar brynn-
ingarskálar þarf sifelt að vera að verka.
3. 1. Að sterkur útbúnaður er á lokinu ýdir skálinni,
en á öðrum er lélegur, sem fljótt bilar.
Eg vil fullyrða, að sjálfsagt sé, fyrir þá bændur, sem
brynningartæki þurfa að fá sér, að kaupa þessi sjálf-
stillandi brynningartæki, sem eg hefi nú lýst, því kostir
þeirra eru svo yfirgnæfandi, fram yfir önnur.
Nú er sagt að kýr mjólki illa, og heyjunum um kent,
og tel eg það vafalaust rétt vera.en hjá mér mjólka kýrn-
ar betur en þær áður hafa gert, og þakka eg það mínum
góðu brynningartækjum,. Eg áætla, að hver kýr mjólki
vegna brynningartækjanna 2—3 mörkum meir i mál, nú
en áður.
Brautarholti 19. jan. 1929.
Ólafur Bjarnason.