Plógur - 15.01.1929, Blaðsíða 5
PLÓGUR
5
mjólkurafurðir í Rvík er sú, að félagið fær mun hærra
verð fyrir þá vöru, er það framleiðir sjálft, heldur en
hægt er að fá fyrir best tilbúnar samskonar vörur í
sveit. Veldur þvi að félagið hefir allrafullkomnustu tæki
til þess að breyta mjólkinni í afurðir, enda eru þessar,
vörur félagsins orðnar svo vel þektar og eftirspurðar,
að fólk yill gjarnan kaupa þær hærra verði heldur en
aðrar.
Hið væntanlega mjólkurbú fyrir Flóaáveituna hefur
að likindum starf sitt á næsta ári. Þurfa þá bændur
fyrir austan Hellsheiði ekki lengur að senda mjólk sína
til Reykjavikur, til að fá henni breytt i fyrsta flokks
vörur.
Þá er félag'ið einnig verslunarfélag, og selur vörur
sínar hæði til félagsmanna og annara, hvar sem er, hér
á landi.
Vörur, sem eiga að fara út á land með skipum, send-
um við gegn eftirkröfu.
Hægt er fyrir menn að fá vörurnar beint frá útlönd-
um á sama verði og þær eru seldar í Reykjavík, með
þvi að gera dálitla félagspöntun. Þá getum við séð um
að varan komi beinj frá útlöndum á þá höfn, er kaup-
andi óskar, svo fraínarlega sem beinar samgöngur eru
milli viðkomandi hafnar og útflutningshafna þeirra, er
við kaupum frá, en það er í næstum þvi öllum tilfellum,
Við höfum ekki smásölubúð, en af^reiðum allar okk-
ar vörur frá vörugeymsluhúsum okkar, i heilum stykkj-
um, eða því sem næst.
Við höfum ekki til allar nauðsynjavörur, eins og
verðlisti okkar ber með sér, en það orsakast af því,
að við höfum altaf verið að smábæta fleiri og fleiri
Vörutegundum við, eftir þvi sem við höfum séð okk-
ur fært.
En regla okkar hefir verið, og verður, að auka ekki
við vöruflokka þá, er við verslum með, fyr en félagið
hefir haft bolmagn til að standast þá auknu umsetn-