Plógur - 15.01.1929, Blaðsíða 13
PLÓG U’R
13
á, og 85 af hverju hundraði voru einnig ánægðir með
árangurinn og ætluðu framvegis að nota Nitrophoska,
en einstaka bættu þó réttilega við: verði verðið hæfilegt.
Þar eð það er ómögulegt, með tilliti til svaranna, að
benda á nokkra sérstaka jarðarávexti, sem sé sérstak-
lega heppilegt eða óheppilegt að rækta með Nitrophoska,
má máske ráða það, að í einstökum tilfellum sem báru
miður góðan árangur, hafi tilviljun ráðið nokkru um,
eða önnur atriði sem eru áburðarnotkuninni óviðkom-
andi.
Að sjálfsögðu hljóta þó niðurstöðurnar af vigtun á
til raunastöðvunum að hafa mest að segja. 1 þessu sam-
bandi má þó benda á, að árangur þeirra tilrauna, sem
vér höfum fengið vitneskju um, eru þó tilraunirnar með
rófu- og kartöfluræktina mjög vel viðunandi, að þvi
er við kemur Nitrophoska.
Reynslan um hafraræktunina gefur einnig mjög góð
ar vonir.
1 einu orði má víst segja það, að Nitrophoska hefir
ekki brugðist vonum manna, þ. e. a. s. að verkanirnar
svara til hins mikla innihalds af næringarefnum fyrir
jurtirnar, og þar eð i ár verður hægt að kaupa áburð-
arefnin: köfnunarefni, fosfórsýru og kalí, eins i fyrra,
mikið ódýrari í Nitrophoska en í einhliða áburðarteg-
endum, getur það varla talist misráðið að tryggja sér
nauðsynlega mikið til notkunar á þeim jörðum, og fyr-
ir þann jarðarávöxt, þar sem nauðsyn er fyrir einhlít-
an áhurð.
L. P. Hansen.