Plógur - 15.01.1929, Blaðsíða 12

Plógur - 15.01.1929, Blaðsíða 12
12 PLOGUR sem maður álítur, að blöndunarhlutföllin séu viðeig- andi, því ef hægt er að nota Nitrophoska að miklu leyti, þá er leystur vandinn með áburðardreifinguna, sem er vinna sem er vandkvæðum bundin fyrir marga bænd- ur. —- Nitrophoska er nefnilega auðvelt að bera á með sáðvél (Bredsaamaskine). Eg vona að notendur þessa áburðar láti til sín lieyra hér i „Vort Landbrug“, svo að við hinir getum, þegar áburðarverðið verður ákveðið, hagað okkur eftir því.“ Þar eð lesendur „Gödningen“s væntanlega langar til að heyra nánar um reynslu þá, sem fengist hefir á ár- inu viðvíkjandi Nitrophoska, skal hér bent á nokkuð* af því sem kunnugt er, og skýrt getur þetta atriði. Um vorið var komið fyrir mörgum tilraunum með Nitrophoska, um land alt, en því miður verður ekki hægt að fá neitt heildaryfirlit yfir árangur tilraunanna fyr en birt verður í febrúar 1929 skýrsla um grasnytj- arnar. Sá sem skrifar þessar línur hafði þó í júlílok og ágústbyrjun tækifæri til að skoða hér um bil 40 af þessum tilraunum á Fjóni og á Jótlandi, og getur gefið þær upplýsingar, að alstaðar voru bæði tilraunastjórar og þeir sem tilraunirnar framkvæmdu, sammála um það, að Nitrophoska verkaði að minsta kosti jafn vel og tilsvarandi magn næringarefna í venjulegum tilbún- uin áburði. En auk þessara mörgu tilrauna, hefir Nitrophoska verið reyndur af mörgum bændum um land alt. Til þesa að fá yfirlit yfir hvernig þessir brautryðjendur væru ánægðir með notkun þessa nýja áburðar, sem er ein- hlítur, hefir Det Danske Gödningskompagni sent út fyr- irspurna-eyðublöð til margra þeirra sem nota Nitro- phoska. Meðal annars var spurt um fyrir hverskonar jarðarávöxt Nitrophoska væri notaður, og hvort auð- velt væri að bera hann á og hvort árangurinn væri við- unandi, og ennfremur hvort menn óskuðu að nota Nitrophoska framvegis. Svörin báru það með sér, að -allir voru harðánægðir með hvernig var að bera hann

x

Plógur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Plógur
https://timarit.is/publication/1402

Tengja á þetta tölublað: 1. hefti (15.01.1929)
https://timarit.is/issue/404840

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. hefti (15.01.1929)

Aðgerðir: