Plógur - 15.01.1929, Blaðsíða 8
8
PLÓGUR
Sannleikurinn er sá, að sumir hafa verið liræddir um
að fræið reyndist ekki vel, sökum þess, að félagið liefir
selt það mikið lægra verði, siðan það fór að versla með
fræ heldur en allir aðrir, sem með það hafa verslað.
Þess vegna hefir sumuní dottið í Iiug, að það væri lakara.
En það hefir sist verið tilfellið, Orsökin til þess, að
félagið hefir selt fræið ódýrt, er aðeins sú, að félagið
kaupir fræið inn á réttum stöðum og gerir sig ánægt
með litla álagningu.
Félagið kaupir t. d. altaf allra bestu afbrigði af hverri
tegund, fræ sem hefir flestar frjóefnaeiningar og það
sem er best hreinsað.
Forstöðumönnum fjelagsins er það fullljóst, hversu
mikið er í húfi fyrir hændur, við alla nýrækt, að fræið,
sem sáð er i nýgræðslurnar, sé sem allra best, og sniðið
eftir hérlendum gróðrarskilyrðum.
Sáðhafra kaupir félagið inn, með það fyrir augum, að
hafragrasið verði blaðmikið, en kaupir síður þær teg-
undir, sem falla fljótt í ax, því á þeim tegundum er
hættara við tréni.
Verð á sáðvörum er ekki ennþá ákveðið, en vonandi
getum við gefið það upp í febrúar.
Gir3ingarefni.
Verslunarumsetning Mjólkurfélags Reykjavikur með
girðingarefni hefir farið vaxandi ár frá ári. Félagið
hefir til fróðleiks látið gera uppdrátt á íslandskortið
meðfram þjóðveginum frá Reykjavik norður og austur
um land, alt til Eyvindarhóla undir Eyjafjöllum.
Lína þessi sýnir hversu langa fjárhelda girðingu (úr
vírneti eða 5-földum gaddavír) hefði mátt gera úr girð-
ingarefni því, sem félagið hefir selt síðastliðin 4j/2 ár.
Vegalengdin á slíkri girðingu væri 1300 km.
Mynd af uppdrætti þessum fer hér á eftir, lesendum