Úti - 15.12.1928, Side 9
7
ÚTI
Þeir báðu »karlskrattann«, eins og þeir komust
að orði, að fara til . . . (blótsyrði). í sama bili lá
sá þeirra, sem minni var fyrir mann að sjá, kylli-
flatur, og hafði nóg að gera að koma til sjálfs
sín. Smellið, að byrja á því, að víkja öðrum úr
leiknum!
Meðan hann lá þarna og áítaði sig á því, hvað
af honum ætti að snúa upp og hvað niður, snar-
aðist höfuðsmaðurinn úr jakkanum og braut upp
skyrtuermarnar. Gekk það jafnfljótt og hann hefði
aldrei annað gert á æfi sinni. Svo fór hann að
dangla á piltungnum, svo að unun var á að horfa.
Sá kunni til hnefleika, vertu viss!
Slöttólfurinn dró upp neftóbaksdósir og skelti
úr þeim, en karl beygði sig litið eitt til hliðar,
svo að bragðið mis'nepnaðist. Þá varð strákur
öskrandi reiður. »Bíddu rólegur, þú skalt fá milli
augnanna (blótsyrði), lúsablesinn þinn«, grenjaði
hann og greiddi rokna hnefahögg.
En höfuðsmaður veik sjer undan, mjúkur eins
og stálfjöður, svo að ekkert varð úr högginu,
nema gat í loftið. Og á næsta miljónasta parti úr
sekúndu hentist strákur niður á veginn, svo að
rykið þyrlaðist upp.
Höfuðsmaður veifaði til okkar, og við komum
til hans. »Dreypið þið vatni á þá, drengir mínir.
Mjer sýnist ekki veita af því. Fáið þeim hjerna
sína hvorum, þegar þeir rakna við, og skilið til
þeirra þakklæti frá mjer fyrir skemtunina«. Hann
fjekk okkur tvo krónupeninga. Svo tók hann jakka
sinn, hatt og staf og gekk leiðar sinnar, blistrandi
eins og strákur.
Höfuðsmaðurinn er hálfsjötugur, en sá er þó
ekki bráðónýtur.
Við urðum hálf-vandræðalegir, þegar við sáum,
að hann var kominn. Allir strákar gera bæði að
óttast hann og virða. Það var siður okkar hjer
fyrrum, þegar við vorum að fremja einhver pörin,
að segja um hann, eins og stendur á járnbrautar-
hliðum um lestina: »Farið ekki yfir brautina, þeg-
ar sjest eða heyrist til höfuðsmannsins«. Hann
mun vera eini maður í lystihúsahverfinu, að skyld-
fólki okkar sleptu, sem aldrei hefir kent á brell-
um okkar. Við höfðum því enga ástæðu til að
óttast hann — og þó — það er aldrei gott að
vita — —
Jæja, við heilsuðum honum auðvitað, og sögð-
umst ætíð gera það, þegar hann spurði, hvort við
heilsuðum fánanum líka, þegar enginn horfði á.
»Bara þið gætuð kent trantaralýðnum hjema í
kring að sjá almennilega um fánana sína«, mælti
hann. »Það er að vísu til of mikils ætlast, að þeir
heilsi fánanum. En ef fyrir ykkur verður fáni, sem
hangir úti yfir nótt, þá takið á verstu pörunum,
sem þið eigið til«.
»Og þau eru vist ekkert prýðileg, eftir því sem
jeg hefi heyrt«, bætti hann við og drap titlinga
gletnislega.
»Það er nú löngu úti«, sagði Frikki; hann er
aldrei orðlaus. »Við erum hættir öllum pörum, og
hvergi getur skikkanlegri pilta«.
»Hvað þá?« mælti höfuðsmaðurinn. »Eruð þið
orðnir að kerlingum? Þá verða aldrei menn úr
ykkur«.
»0-o!« sagði Júlli. »Við leggjum ósmeikir móti
hverjum, sem ekki er alt of stór, og við erum
ekki alveg hættir að gera að gamni okkar. En
við glettumst ekki lengur við gamalt fólk, það er
alt og sumt. Og ef gamalt fólk á fánana, þá . ..«
Höfuðsmaður horfði góða stund á Júlla, og síð-
an okkur hina, hvern af öðrum. Hann grannskoð-
aði okkur með hvössu, svörtu augunum, sem blik-
uðu í brúnu andliti, en yfir var ullhvitt hárið.
Enginn okkar var kunnugur honum, svo að við
vissum ekki, hvað nú kæmi. Við höfðum að vísu
hreina samvisku. En það er aldrei að ætla á full-
orðna menn.
»Þetta er það besta, sem jeg hefi heyrt lengi.
Þið eruð víst ekki svo afleitir. Viljið þið ráðast i
skiprúm hjá mjer?«
»Já, já«, sagði Frikki. »Stýrið þjer fregátu eða
öðru stórskipi?«
»Onei«, ansaði hann og hló. »Jegi segi eins og
þú: Það er nú löngu úti. En jeg á vjelbát, sem
jeg vona, að engin skömm sje að. Hafið þið ekki
sjeð hann? Hann liggur við bryggjuna«.
»Það er þó víst ekki sá brúni með gula stromp-
inum?« spurði Villi hikandi.
»Jú, einmitt«.
Hvort við höfðum sjeð hann! Jú, jeg held það.
Við höfðum aldrei þorað út í hann, því að við
vissum ekki, hver átti hann. En marga stund höfð-
um við setiö á bryggjunni og dást að þeirri dýrð-
arfleytu, síðan hún kom.
Þið ættuð bara að sjá! Gljáandi, langur og
rennilegur rauðviðarskrokkur, með hvössu stefni,
og »Árný« letrað á kinnunginn með glóandi mess-
ingsstöfum. Og allur útbúnaður svo sem fegurst
og best verður á kosið.
»Yður er vist ekki alvara, að við eigum að fá
að sigla á honum?«
»Jú, einmitt«, svaraði hann. »Jeg ræð ykkur á
bátinn, alla með tölu, en með einu skilyrði. Og
það er, að þið kennið fólkinu hjerna í grendinni
að hirða almennilega um fánana sina«.
»Þá verður nú víst lítið úr allri dýrðinni«, sagði
Frikki. »Það tekst okkur aldrei, það er vist«.
»Reyna má það«, sagði höfuðsmaðurinn. »Ekki
er vert að gefast upp að óreyndu«.
Og með það fór hann.
Við gáfum okkur naumast tíma til að eta kvöld-
verð, svo annríkt áttum við að hugsa málið og