Úti - 15.12.1928, Síða 24

Úti - 15.12.1928, Síða 24
22 ÚTI sem sýnt var á 2. mynd? — Og hvort brotið er hættulegra og verra viðfangs? — Og hver er munurinn á aðgerðinni á hvoru brotinu fyrir sig? Og hvernig getur lokað beinbrot orðið opið fyrir handvömm og klaufaskap þeirra, sem með fara? Reyndu að semja stutta ritgerð um beinbrot og meðferð þeirra. — getur haldið sjer svona upp úr um tíma, meðan verið er að búa sig til að hjálpa honum. Hin myndin sýnir aðra aðferð: maðurinn fleygir sjer á bakið upp á skörina fyrir aftan sig, svo langt sem hann getur og liggur líkast þvi, sem hann væri á baksundi. En hvernig er nú farið að ná honum úr vök- inni? — ísinn heldur ekki fremur þjer en honum, og hver ráð ætlar þú þá að hafa? Og hvað getur þú kastað reipi langt? Hefir þú æft þig í þvl nógu oft? D. Sch. Th. Sjera Friðrik Friðriksson hefir ritað nokkurn hluta æfisögu sinnar. Birtist hún fyrst í »Óðni«, en var síðan sjerprentuð og nefnist »Undirhúningsárin«. Allir reykvíkskir drengir þekkja sjera Friðrik í sjón — og flestir af reynd. Það er orðinn stór drengjaskari, sem notið hefir hans andlegu leiðsagnar. Þeir, sem kynnast vilja og lesa um sanna vináttu, ósjerplægni og sigur hins góða, ættu að eignast þessa æfisögu. Allir röskir drengir munu og hafa gaman af, að lesa um ferðalög skólapilta, á þeim tímum, sem bók þessi skýrir svo vel frá. »Úti« getur glatt les- endur sína með þvi, að ekki mun ýkja langt að bíða framhalds þessarar sögu. Sennileg saga. Ferðamaðúr nokkur hafði vilst í frumskóginum. Alt í einu hayrir hann mikinn hávaða og sjer risavaxinn fíl koma á móti sjer. Fíllinn nam stað- ar og lyfti upp einum fæti sínum. Ferðamaðurinn sá, að stór þyrnir hafði stungist upp í fótinn. Tók hann þá kjark í sig og dró þyrninn út, en fíllinn gekk á braut. Nokkrum árum síðar sat þessi sami maður í almennum sætum i Cirkus nokkrum í London. Kom þá sami fíllinn og hann hafði sjeð í skóginum inn á leiksviðið og þektu þeir strax hvorn annan. Fíllinn þrífur þá manninn með rana sínum úr hinu ódýra sæti og lyftir honum upp í eina stúkuna. Þannig þakkaði hann fyrir sig. 7. mynd. Þú skilur sjálfsagt vel 6. og 7. mynd. — Mað- ur, sem hefir verið að fara á skautum, hefir dottið ofan í. Þú sjerð strax, hvaða ráð hann hefir til þess að halda sjer upp úr. — Aðferðirnar eru 2: á 6. myndinni breiðir hann út handleggina báða upp á vakarbarminn fyrir framun sig, en jafn- framt hefir hann tylt öðrum fætinum upp á skör- ina fyrir aftan sig. Með þessu móti tekst honum að dreifa þunganum af líkamanum, svo að hann Sannir vinir eru sjaldgæfir. Ef þú átt þvi láni að fagna að eiga góðan vin, þá vertu honum trúr. Emerson. S t a k a . Sakna jeg sumars, sólar og hlýju. Veit þó að vorið vaknar að nýju. J. O. J.

x

Úti

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úti
https://timarit.is/publication/1404

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.