Úti - 15.06.1940, Side 15

Úti - 15.06.1940, Side 15
hugleiddi jafnframt hvernig hann gæti látið þennan litla skussa verða jafn fljótan hinum lömbunum. Þarna kom það; það þurfti auðvitað ekki annað en að búa til á það stulta og spenna þá um lappir þess. Snjólfur smíðaði stultana í skyndi, reyndi þá sjálfur og fannst það góð góð skemmtun að ganga á stultum. Nú spennti hann stultana á lambið, en því virtist ætla að ganga illa að komast áfram á þeim, þar til Snjólfur hafði haldið nokkrar æfingar með því, þá breyttist til hins betra. Já, og meira að segja svo, að Snjólfi fannst nóg um. Lambið þaut sem sagt á fleygiferð um allan bæinn, braut og bramlaði, henntist út á hlað og langt fram úr öðrum lömbum, sem á hlaupum voru á túninu. Þetta var nú uppfinning, sem bar árangur, hugsaði Snjólfur og leit stoltur á eftir iambinu. Það var annars undarlegt, að hann, sem hafði fært mönnunum svo margt nytsamlegt með uppfinningum sín- um, skyldi ekki hafa komið það til hugar fyrr, að láta blessuð dýrin njóta einhvers af visku sinni, og Snjólfur settist niður á hlaðvarpinn og hugsaði af alefli um nýjar uppfinningar til þess að létta blessuðum skepnunum lífið. Fyrst fann hann upp fallegar og þægi- legar húfur handa hestunum. Síðan fann hann upp sjálfvirkan flugnasóp handa þeim, svo þeir þyrftu ekki að slíta út á sér töglunum til þess að berja burt flugur af lendum sínum allan guðslangan dag- inn. Flugnasópurinn verkaði jafnframt eins og blævængur, sem kældi hestana þegar þeim var of heitt. Snjólfi fannst ekkert of gott handa þessum þarfasta þjóni mannsins. Mjög vorkenndi Snjólfur aumingja litlu hænsnunum, sem þurftu að ríghalda sér allar nætur á mjóu priki. Þau áttu vissu- lega skilið að fá betri hvíld, eftir að hafa fært honum fjölda eggja. Og hann lét smíða lítil rúm handa blessuðum pútunum. Ekki urðu endurnar heldur útundan hjá Snjólfi. Til þess að þær þyrftu ekki að hafa fyrir því að synda, saumaði hann handa þeim segl, svo þær þutu áfram á tjörninni fyrir framan bæinn hans.

x

Úti

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úti
https://timarit.is/publication/1404

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.